Mannleg mynd um Cobain 27. nóvember 2014 10:30 Rokkarinn lét eftir sig alls kyns verk þegar hann lést fyrir tuttugu árum. Kvikmyndagerðarmaðurinn Brett Morgen ætlar að mála „mannlegri mynd“ af Kurt Cobain en hefur áður komist í dagsljósið í væntanlegri HBO-heimildarmynd sinni um tónlistarmanninn sem tók átta ár í vinnslu. Morgen eyddi sex árum bara í að komast í gegnum alls kyns rétthafaflækjur og til að öðlast aðgang að persónulegu og listrænu efni sem Cobain skildi eftir sig þegar hann dó árið 1994, aðeins 27 ára. Í myndinni, sem verður tveggja tíma löng og heitir Kurt Cobain: Montage of Heck, verður ekkert fjallað um síðustu 48 klukkustundirnar í lífi Nirvana-rokkarans og sjálfsvíg hans. Myndin er nánast tilbúin og verður hún sýnd á sjónvarpsstöðinni HBO á næsta ári. Henni verður einnig dreift á alþjóðlegan markað, bæði fyrir sjónvarp og bíó. „Það sem mun koma fólki á óvart í myndinni er að þrátt fyrir að við þekkjum hann sem tónlistarmann og sjónlistamann þá munum við í myndinni sýna Super-8-myndirnar hans, ljóðin hans og sjálfsævisögu, skúlptúrana hans, ljósmyndirnar og hljóðhönnunarverk hans,“ sagði Morgen við Variety. „Hann vann með nánast alla miðla.“ Morgen er m.a. þekktur fyrir heimildarmyndina Crossfire Hurricane sem fjallar um hljómsveitina The Rolling Stone. Bíó og sjónvarp Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Kvikmyndagerðarmaðurinn Brett Morgen ætlar að mála „mannlegri mynd“ af Kurt Cobain en hefur áður komist í dagsljósið í væntanlegri HBO-heimildarmynd sinni um tónlistarmanninn sem tók átta ár í vinnslu. Morgen eyddi sex árum bara í að komast í gegnum alls kyns rétthafaflækjur og til að öðlast aðgang að persónulegu og listrænu efni sem Cobain skildi eftir sig þegar hann dó árið 1994, aðeins 27 ára. Í myndinni, sem verður tveggja tíma löng og heitir Kurt Cobain: Montage of Heck, verður ekkert fjallað um síðustu 48 klukkustundirnar í lífi Nirvana-rokkarans og sjálfsvíg hans. Myndin er nánast tilbúin og verður hún sýnd á sjónvarpsstöðinni HBO á næsta ári. Henni verður einnig dreift á alþjóðlegan markað, bæði fyrir sjónvarp og bíó. „Það sem mun koma fólki á óvart í myndinni er að þrátt fyrir að við þekkjum hann sem tónlistarmann og sjónlistamann þá munum við í myndinni sýna Super-8-myndirnar hans, ljóðin hans og sjálfsævisögu, skúlptúrana hans, ljósmyndirnar og hljóðhönnunarverk hans,“ sagði Morgen við Variety. „Hann vann með nánast alla miðla.“ Morgen er m.a. þekktur fyrir heimildarmyndina Crossfire Hurricane sem fjallar um hljómsveitina The Rolling Stone.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira