Hrífandi söngur, grár fiðluleikur Jónas Sen skrifar 28. nóvember 2014 18:30 Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir „Söngur Guðrúnar er sömuleiðis hrífandi fagur, einlægur og fullur af skáldskap,“ segir Jónas Sen. Tónlist: Secretos. Spanish Music For Voice, Violin and Guitar. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Roncesvalles Duo Abu Records Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran hefur verið búsett á Spáni um árabil og þekkir spænska tónlist betur en aðrir söngvarar hér á landi. Hún hefur auðgað íslenskt menningarlíf svo um munar með slíkri tónlist, sem er annars aldrei á dagskránni á tónleikum, nema þegar gítarleikarar stíga á svið. Á geisladiskinum sem hér um ræðir er að finna spænska tónlist frá ýmsum áttum. Eitt verkið, Navarra Lullaby, er að vísu eftir breskt tónskáld, John Barber, en það er þó í spænskum anda. Eiginmaður Guðrúnar er gítarleikari, Francisco Javier Jáuregui. Hann leikur með henni og ekki bara það, hann útsetur líka nokkur lög. Útsetningarnar eru flottar, litríkar og líflegar. Gítarleikurinn er jafnframt kraftmikill, safaríkur og grípandi, akkúrat eins og spænsk tónlist á að hljóma. Söngur Guðrúnar er sömuleiðis hrífandi fagur, einlægur og fullur af skáldskap. Tónlistin er heillandi í meðförum hennar. Aðra sögu er að segja um fiðluleik Elenu Jáuregui. Hann er býsna varfærnislegur og stífur. Það er engin ástríða í honum. Sem betur fer er fiðluleikarinn ekki í stóru hlutverki, en engu að síður lýtir hann heildarsvipinn á geisladiskinum. Það er synd, því allt hitt er svo gott og hefði vel getað slegið í gegn. Niðurstaða: Ef fiðluleikurinn væri betri væri þetta frábær geisladiskur. Gagnrýni Menning Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira
Tónlist: Secretos. Spanish Music For Voice, Violin and Guitar. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Roncesvalles Duo Abu Records Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran hefur verið búsett á Spáni um árabil og þekkir spænska tónlist betur en aðrir söngvarar hér á landi. Hún hefur auðgað íslenskt menningarlíf svo um munar með slíkri tónlist, sem er annars aldrei á dagskránni á tónleikum, nema þegar gítarleikarar stíga á svið. Á geisladiskinum sem hér um ræðir er að finna spænska tónlist frá ýmsum áttum. Eitt verkið, Navarra Lullaby, er að vísu eftir breskt tónskáld, John Barber, en það er þó í spænskum anda. Eiginmaður Guðrúnar er gítarleikari, Francisco Javier Jáuregui. Hann leikur með henni og ekki bara það, hann útsetur líka nokkur lög. Útsetningarnar eru flottar, litríkar og líflegar. Gítarleikurinn er jafnframt kraftmikill, safaríkur og grípandi, akkúrat eins og spænsk tónlist á að hljóma. Söngur Guðrúnar er sömuleiðis hrífandi fagur, einlægur og fullur af skáldskap. Tónlistin er heillandi í meðförum hennar. Aðra sögu er að segja um fiðluleik Elenu Jáuregui. Hann er býsna varfærnislegur og stífur. Það er engin ástríða í honum. Sem betur fer er fiðluleikarinn ekki í stóru hlutverki, en engu að síður lýtir hann heildarsvipinn á geisladiskinum. Það er synd, því allt hitt er svo gott og hefði vel getað slegið í gegn. Niðurstaða: Ef fiðluleikurinn væri betri væri þetta frábær geisladiskur.
Gagnrýni Menning Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira