Hugarfarið ræður hamingjunni 28. nóvember 2014 14:00 Tolli, myndlistamaður. Þeir eru ekki margir listamennirnir sem standa jafnt að vígi í myndlistinni og ritstörfum en Þorlákur Morthens, betur þekktur sem Tolli, er einn af þeim og segir það aldrei hafa vafist fyrir sér að skálda, skapa eða framkvæma heldur frekar að sortera úr því sem flæði til hans. Flæðið á hann að miklu leyti hugarfari sínu að þakka enda ráði það mestu um hamingju okkar. „Hugarfarið er það sem ræður mestu um hamingju okkar, það er hvernig við bregðumst við því sem við upplifum til góðs og ills, þessi afstaða okkar er álitin ráða 90% af þjáningu okkar sem stafar af núningsfleti okkar við lífið en það góða er að við getum með afstöðu og iðkun haft áhrif á hugarfarið. Þetta hefur haft mikil áhrif á mitt eigið líf að vita að ég ber sjálfur ábyrgð á hamingju minni og að ég geti ráðið þar miklu, fyrst og fremst með því að þjálfa með mér sjálfskærleik og láta gott af mér leiða,“ segir Tolli og bætir við að hugleiðsla með þessu markmiði hafi haft mikil áhrif á líf hans til hins betra sem og gott mataræði, hreyfing og kærleiksríkt fjölskyldulíf.Ástarjátning til móður jarðar Nýverið gaf okkar maður úr bókina Ást og friður en hún er samansafn hugleiðinga og upplifana Tolla á náttúrunni, árstíðum og litbrigðum jarðar. „Þetta er bók um hamingjuleitina sem oftar en ekki liggur í augum uppi ef að er gáð, í sögnum mínum er að finna sögur af gæludýrum og öðrum dýrum sem birtast manni þegar maður virðir fyrir sér náttúruna af athygli,“ segir Tolli og bætir við að bókin endurspegli einnig lífsviðhorf sín um ást til móður jarðar auk samkenndar og kærleiks. Ást og friður er þriðja bók Tolla en áður hefur hann gefið út bækurnar Hugarró, sem segir frá sögu búddismans á fallegan og skýran hátt og Kærleikshandbókina sem fjallar um kærleikann, hvernig hann hefur þróast og hugleiðsluæfingar sem þjálfa kærleik til okkar sjálfra sem og annarra.Fylgja draumum sínum Tolli hefur starfað sem myndlistarmaður í tæplega þrjátíu ár og alltaf náð að halda jöfnum vinsældum þrátt fyrir tískustefnur og strauma. „Ég hef starfað og lifað sem myndlistarmaður frá 1985 og hef haft gaman af því allan tímann, átt gott samstarf við fólkið í landinu og er í góðu kallfæri við samfélagið fyrir utan þess að ég sýni mikið erlendis,“ segir hann. Í upphafi vetrar opnuðu Tolli og Isis, eiginkona hans, listagallerí í skemmtilegu húsnæði neðarlega á Laugaveginum. Reksturinn gekk vonum framar svo að þau hjónin ákváðu að kaupa og standsetja húsnæði á Hólmaslóð úti á Granda en þar munu þau vera með gallerí og vinnustofu. „Þetta er um 150 fermetrar með nær 5 metra lofthæð, stórum gluggum í hverfi sem er klárlega eitt áhugaverðasta hverfi borgarinnar í dag, gamla höfnin með ævintýralegu umhverfi sem er í stöðugri þróun, þarna er allt, söfn, kaffihús, veitingastaðir, gallerí og vinnustofur, tónleikasalir og alltaf eitthvað nýtt að skjóta upp kollinum þarna út frá,“ segir Tolli. Mikil spenna ríkir hjá fjölskyldunni og verður gaman að fylgjast með henni fylgja draumum sínum á nýjum stað í borginni. Heilsa Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Þeir eru ekki margir listamennirnir sem standa jafnt að vígi í myndlistinni og ritstörfum en Þorlákur Morthens, betur þekktur sem Tolli, er einn af þeim og segir það aldrei hafa vafist fyrir sér að skálda, skapa eða framkvæma heldur frekar að sortera úr því sem flæði til hans. Flæðið á hann að miklu leyti hugarfari sínu að þakka enda ráði það mestu um hamingju okkar. „Hugarfarið er það sem ræður mestu um hamingju okkar, það er hvernig við bregðumst við því sem við upplifum til góðs og ills, þessi afstaða okkar er álitin ráða 90% af þjáningu okkar sem stafar af núningsfleti okkar við lífið en það góða er að við getum með afstöðu og iðkun haft áhrif á hugarfarið. Þetta hefur haft mikil áhrif á mitt eigið líf að vita að ég ber sjálfur ábyrgð á hamingju minni og að ég geti ráðið þar miklu, fyrst og fremst með því að þjálfa með mér sjálfskærleik og láta gott af mér leiða,“ segir Tolli og bætir við að hugleiðsla með þessu markmiði hafi haft mikil áhrif á líf hans til hins betra sem og gott mataræði, hreyfing og kærleiksríkt fjölskyldulíf.Ástarjátning til móður jarðar Nýverið gaf okkar maður úr bókina Ást og friður en hún er samansafn hugleiðinga og upplifana Tolla á náttúrunni, árstíðum og litbrigðum jarðar. „Þetta er bók um hamingjuleitina sem oftar en ekki liggur í augum uppi ef að er gáð, í sögnum mínum er að finna sögur af gæludýrum og öðrum dýrum sem birtast manni þegar maður virðir fyrir sér náttúruna af athygli,“ segir Tolli og bætir við að bókin endurspegli einnig lífsviðhorf sín um ást til móður jarðar auk samkenndar og kærleiks. Ást og friður er þriðja bók Tolla en áður hefur hann gefið út bækurnar Hugarró, sem segir frá sögu búddismans á fallegan og skýran hátt og Kærleikshandbókina sem fjallar um kærleikann, hvernig hann hefur þróast og hugleiðsluæfingar sem þjálfa kærleik til okkar sjálfra sem og annarra.Fylgja draumum sínum Tolli hefur starfað sem myndlistarmaður í tæplega þrjátíu ár og alltaf náð að halda jöfnum vinsældum þrátt fyrir tískustefnur og strauma. „Ég hef starfað og lifað sem myndlistarmaður frá 1985 og hef haft gaman af því allan tímann, átt gott samstarf við fólkið í landinu og er í góðu kallfæri við samfélagið fyrir utan þess að ég sýni mikið erlendis,“ segir hann. Í upphafi vetrar opnuðu Tolli og Isis, eiginkona hans, listagallerí í skemmtilegu húsnæði neðarlega á Laugaveginum. Reksturinn gekk vonum framar svo að þau hjónin ákváðu að kaupa og standsetja húsnæði á Hólmaslóð úti á Granda en þar munu þau vera með gallerí og vinnustofu. „Þetta er um 150 fermetrar með nær 5 metra lofthæð, stórum gluggum í hverfi sem er klárlega eitt áhugaverðasta hverfi borgarinnar í dag, gamla höfnin með ævintýralegu umhverfi sem er í stöðugri þróun, þarna er allt, söfn, kaffihús, veitingastaðir, gallerí og vinnustofur, tónleikasalir og alltaf eitthvað nýtt að skjóta upp kollinum þarna út frá,“ segir Tolli. Mikil spenna ríkir hjá fjölskyldunni og verður gaman að fylgjast með henni fylgja draumum sínum á nýjum stað í borginni.
Heilsa Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira