Hvað er beinhimnubólga? Nanna Árnadóttir og Íþróttafræðingur skrifa 30. nóvember 2014 10:00 visir/getty Þegar talað er um beinhimnubólgu er í raun verið að nota samheiti yfir þrjú mismunandi einkenni. Algengast er að ástæða einkenna sé bólga og erting í himnunni, sem umlykur beinin á sköflungnum, og aðliggjandi vöðvafestingum. Áður en gert er ráð fyrir því að einkennin stafi af þessum orsökum er þó mikilvægt að útiloka það að um álagsbrot í sköflungnum eða um þrengsli í vöðvahólfum í fótleggnum sé að ræða. Beinhimnubólga getur stafað af mörgum mismunandi ástæðum. Algengt er að þeir sem hlaupa mikið og stunda íþróttir þar sem mikið er um hopp fái þessi einkenni sem og ef um of mikið æfingaálag eða miklar breytingar í æfingaálagi er að ræða. Rangur eða mikið slitinn skóbúnaður, röng staða fóta (þ.e. plattfótur), vöðvastífni í fótleggjum, ósamræmi í vöðvastyrk fótleggja, ofþyngd og hart undirlag geta einnig verið áhættuþættir beinhimnubólgu. Einkenni beinhimnubólgu er verkur við neðri hluta sköflungs sem finnst við hreyfingu en hverfur við hvíld. Oft er hægt að finna fyrir og sjá bólgu yfir sköflungnum. Ef þessi einkenni gera vart við sig er mikilvægt að hefja strax aðgerðir til þess að minnka og koma í veg fyrir verkinn. Ef ekkert er gert í málinu getur verkurinn orðið einnig að þrálátum þreytuverk sem erfitt er að meðhöndla. Meðferð við beinhimnubólgu er tiltölulega einföld. Hvíld er mjög mikilvæg og ekki skal æfa í gegnum sársaukann. Ef verkurinn gerir einungis vart við sig við ákveðnar æfingar skal breyta æfingaáætlun eða álagi. Forðast skal að hlaupa á mjög hörðu eða ósléttu undirlagi. Ef verkurinn kemur fram við allar æfingar skal hvíla þar til verkurinn framkallast ekki við álag og eymslin yfir sköflungnum eru horfin. Mikilvægt er að velja skóbúnað sem hentar fótgerð hvers og eins. Hægt er að leita ráða með skógerðir hjá sérfræðingum í göngugreiningu. Gott er að vera með hita yfir sköflungnum á æfingum og þrýstisokka eða legghlífar sem auka blóðflæðið í vöðvunum. Einnig getur reynst hjálplegt að kæla sköflunginn strax eftir æfingu eða hita og kæla svæðið til skiptis. Hægt er að minnka líkurnar á því að fá beinhimnubólgu með því að fara eftir eftirtöldum ráðum:1. Mikilvægt að hita vel upp fyrir allar æfingar.2. Auka æfingaálag jafnt og þétt og fara ekki of geyst af stað þegar byrjað er að hreyfa sig.3.Ef undirlag í æfingum er breytilegt skal passa að breytingin eigi sér stað rólega og yfir einhvern tíma.4.Passa skal að nota réttan skóbúnað eftir æfingum, ekki hlaupa í æfingaskóm heldur þar til gerðum hlaupaskóm.5. Athuga skal með innlegg ef staða fóta er röng. Heilsa Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Þegar talað er um beinhimnubólgu er í raun verið að nota samheiti yfir þrjú mismunandi einkenni. Algengast er að ástæða einkenna sé bólga og erting í himnunni, sem umlykur beinin á sköflungnum, og aðliggjandi vöðvafestingum. Áður en gert er ráð fyrir því að einkennin stafi af þessum orsökum er þó mikilvægt að útiloka það að um álagsbrot í sköflungnum eða um þrengsli í vöðvahólfum í fótleggnum sé að ræða. Beinhimnubólga getur stafað af mörgum mismunandi ástæðum. Algengt er að þeir sem hlaupa mikið og stunda íþróttir þar sem mikið er um hopp fái þessi einkenni sem og ef um of mikið æfingaálag eða miklar breytingar í æfingaálagi er að ræða. Rangur eða mikið slitinn skóbúnaður, röng staða fóta (þ.e. plattfótur), vöðvastífni í fótleggjum, ósamræmi í vöðvastyrk fótleggja, ofþyngd og hart undirlag geta einnig verið áhættuþættir beinhimnubólgu. Einkenni beinhimnubólgu er verkur við neðri hluta sköflungs sem finnst við hreyfingu en hverfur við hvíld. Oft er hægt að finna fyrir og sjá bólgu yfir sköflungnum. Ef þessi einkenni gera vart við sig er mikilvægt að hefja strax aðgerðir til þess að minnka og koma í veg fyrir verkinn. Ef ekkert er gert í málinu getur verkurinn orðið einnig að þrálátum þreytuverk sem erfitt er að meðhöndla. Meðferð við beinhimnubólgu er tiltölulega einföld. Hvíld er mjög mikilvæg og ekki skal æfa í gegnum sársaukann. Ef verkurinn gerir einungis vart við sig við ákveðnar æfingar skal breyta æfingaáætlun eða álagi. Forðast skal að hlaupa á mjög hörðu eða ósléttu undirlagi. Ef verkurinn kemur fram við allar æfingar skal hvíla þar til verkurinn framkallast ekki við álag og eymslin yfir sköflungnum eru horfin. Mikilvægt er að velja skóbúnað sem hentar fótgerð hvers og eins. Hægt er að leita ráða með skógerðir hjá sérfræðingum í göngugreiningu. Gott er að vera með hita yfir sköflungnum á æfingum og þrýstisokka eða legghlífar sem auka blóðflæðið í vöðvunum. Einnig getur reynst hjálplegt að kæla sköflunginn strax eftir æfingu eða hita og kæla svæðið til skiptis. Hægt er að minnka líkurnar á því að fá beinhimnubólgu með því að fara eftir eftirtöldum ráðum:1. Mikilvægt að hita vel upp fyrir allar æfingar.2. Auka æfingaálag jafnt og þétt og fara ekki of geyst af stað þegar byrjað er að hreyfa sig.3.Ef undirlag í æfingum er breytilegt skal passa að breytingin eigi sér stað rólega og yfir einhvern tíma.4.Passa skal að nota réttan skóbúnað eftir æfingum, ekki hlaupa í æfingaskóm heldur þar til gerðum hlaupaskóm.5. Athuga skal með innlegg ef staða fóta er röng.
Heilsa Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira