Fimm Íslendingalið féllu í Svíþjóð og Noregi Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. nóvember 2014 09:15 Hjörtur logi er einn þeirra Íslendinga sem féllu í haust. Fréttablaðið/vilhelm Birkir Már Sævarsson, landsliðsmaður í fótbolta, og liðsfélagar hans í norska stórliðinu Brann féllu úr úrvalsdeildinni þar í landi í fyrrakvöld þegar það tapaði fyrir smáliðinu Mjöndalen í umspili um síðasta lausa sætið. Þar með lauk keppnistíðinni í efstu deildum Noregs og Svíþjóðar formlega og var Birkir ekki eini Íslendingurinn sem féll. Í heildina féllu fimm „Íslendingalið“ úr úrvalsdeildum Noregs og Svíþjóðar. Tvö lið féllu í Svíþjóð; Mjällby með Guðmann Þórisson innanborðs og Brommapojkarna sem Kristinn Jónsson spilaði með. Guðmann ætlar að vera áfram en Kristinn vill losna frá félaginu. Þriðja Íslendingaliðið, Gefle, sem KR-ingurinn Skúli Jón Friðgeirsson spilar með, hafnaði svo í þriðja neðsta sæti deildarinnar og fór í umspil gegn 1. deildar liðinu Ljungskile. Þar hafði Gefle betur. Í Noregi fóru aftur á móti þrjú Íslendingalið niður. Sandnes Ulf, með þá Hannes Þór Halldórsson, Hannes Þ. Sigurðsson og Eið Aron Sigurbjörnsson, hafnaði í neðsta sæti deildarinnar og Hjörtur Logi Valgarðsson og hans menn í Sogndal fylgdu. Það var svo á þriðjudaginn sem Brann féll og varð þar með fimmta Íslendingaliðið sem kvaddi úrvalsdeildir Noregs og Svíþjóðar. Ekki fara allir Íslendingarnir þó með liðunum niður. Hannes Þór Halldórsson er eftirsóttur af betri liðum og Birkir Már er á leið til Hammarby eins og kemur fram hér í Fréttablaðinu. Sem fyrr segir ætla bæði Kristinn og Guðmann að kveðja fallliðin í Svíþjóð. Einhverjir af þeim gætu fengið símtal frá smáliðinu Mjöndalen, en þjálfari þess segist hafa fylgst grannt með Íslendingum og Svíum. „Við höfum verið að skoða leikmenn í Svíþjóð og á Íslandi í allt haust og höfum góða mynd af markaðnum þar. Ekki láta ykkur koma á óvart ef íslenskur eða sænskur leikmaður á flott tímabil með liðinu næsta sumar,“ sagði Vegard Hansen, þjálfari liðsins, við Dagbladet. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Sjá meira
Birkir Már Sævarsson, landsliðsmaður í fótbolta, og liðsfélagar hans í norska stórliðinu Brann féllu úr úrvalsdeildinni þar í landi í fyrrakvöld þegar það tapaði fyrir smáliðinu Mjöndalen í umspili um síðasta lausa sætið. Þar með lauk keppnistíðinni í efstu deildum Noregs og Svíþjóðar formlega og var Birkir ekki eini Íslendingurinn sem féll. Í heildina féllu fimm „Íslendingalið“ úr úrvalsdeildum Noregs og Svíþjóðar. Tvö lið féllu í Svíþjóð; Mjällby með Guðmann Þórisson innanborðs og Brommapojkarna sem Kristinn Jónsson spilaði með. Guðmann ætlar að vera áfram en Kristinn vill losna frá félaginu. Þriðja Íslendingaliðið, Gefle, sem KR-ingurinn Skúli Jón Friðgeirsson spilar með, hafnaði svo í þriðja neðsta sæti deildarinnar og fór í umspil gegn 1. deildar liðinu Ljungskile. Þar hafði Gefle betur. Í Noregi fóru aftur á móti þrjú Íslendingalið niður. Sandnes Ulf, með þá Hannes Þór Halldórsson, Hannes Þ. Sigurðsson og Eið Aron Sigurbjörnsson, hafnaði í neðsta sæti deildarinnar og Hjörtur Logi Valgarðsson og hans menn í Sogndal fylgdu. Það var svo á þriðjudaginn sem Brann féll og varð þar með fimmta Íslendingaliðið sem kvaddi úrvalsdeildir Noregs og Svíþjóðar. Ekki fara allir Íslendingarnir þó með liðunum niður. Hannes Þór Halldórsson er eftirsóttur af betri liðum og Birkir Már er á leið til Hammarby eins og kemur fram hér í Fréttablaðinu. Sem fyrr segir ætla bæði Kristinn og Guðmann að kveðja fallliðin í Svíþjóð. Einhverjir af þeim gætu fengið símtal frá smáliðinu Mjöndalen, en þjálfari þess segist hafa fylgst grannt með Íslendingum og Svíum. „Við höfum verið að skoða leikmenn í Svíþjóð og á Íslandi í allt haust og höfum góða mynd af markaðnum þar. Ekki láta ykkur koma á óvart ef íslenskur eða sænskur leikmaður á flott tímabil með liðinu næsta sumar,“ sagði Vegard Hansen, þjálfari liðsins, við Dagbladet.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Sjá meira