Hin skarpa skálmöld Jón Yngvi Jóhannsson skrifar 3. desember 2014 13:00 Skálmöld Bækur: Skálmöld Einar Kárason Mál og menningÁrið 2001 vaknaði Þórður kakali með einhverja rosalegustu timburmenn íslenskrar bókmenntasögu í skáldsögu Einars Kárasonar Óvinafagnaði. Ekki batnaði líðan Kakala þegar hann frétti af Örlygsstaðabardaga úti á Íslandi, faðir hans og bræður höfðu verið brytjaðir niður af Gissuri Þorvaldssyni, Kolbeini unga og mönnum þeirra. Í kjölfar Óvinafagnaðar fylgdu svo Ofsi og Skáld sem einnig lýstu atburðum og persónum úr Sturlungu og nú hefur Einar lokað hringnum með síðustu bókinni í flokknum, Skálmöld, sem lýsir aðdraganda Örlygsstaðabardaga, uppgangi Sturlu Sighvatssonar sem höfðingja og valdabrölti hans. Frásagnaraðferð Skálmaldar er að mestu leyti sú sama og í fyrstu bókunum. Persónur sögunnar, Sturla Sighvatsson, Solveig Sæmundsdóttir eiginkona hans, Guðmundur góði, Gissur Þorvaldsson og fleiri stórmenni Sturlungaaldar, segja búta úr sögunni frá sínu sjónarhorni í fyrstu persónu. Persónur Sturlungu eru þó ekki einar á sviðinu. Þrisvar í sögunni tekur til máls persóna sem nefnir sig „EK, árið 2014“. Nafnið er auðvitað hvort tveggja í senn, upphafsstafir höfundarins og orðaleikur með forna mynd persónufornafnsins „ég“. EK útskýrir í þessum innskotum stöðu sögunnar innan flokksins sem heildar og rabbar við lesandann um söguefnið og aðra sem hafa fengist við það, ekki síst Thor Vilhjálmsson og skáldsögu hans um Sturlu Sighvatsson, Morgunþulu í stráum.Einar Kárason. „Fjórleikur Einars Kárasonar um Sturlungu sem heild er frábær skáldskapur sem varpar ljósi bæði á sögutímann og ritunartíma sinn,“ segir Jón Yngvi.Vísir/vilhelmÞessi innskot eru fróðleg en þau rjúfa líka frásögnina, rífa lesandann út úr sögunni og gera hlé á þeirri innlifun í örlög og tilfinningar persónanna sem gerir Sturlungubálk Einars annars að magnaðri lestrarreynslu. EK bendir raunar á að bækur fullar af slíkum innskotum séu „mjög í tísku þessi misserin“ (20), sem má til sanns vegar færa, en maður veltir því samt fyrir sér hvort þessi innskot hefðu átt betur heima sem eftirmáli höfundar en sem hluti af sögunni. Frásagnarkaflarnir í Skálmöld standast fyllilega samanburð við fyrri bækur Einars. Myndin sem smám saman er dregin upp af Sturlu Sighvatssyni, bæði með þeim orðum sem lögð eru honum sjálfum í munn og því sem aðrir segja um hann og hugsa er mögnuð úttekt á ofdrambi og valdasýki sem leiðir tortímingu yfir hann sjálfan og þá sem standa honum næst. Margir þeirra sem verða Sturlungu handgengnir eignast þar sína uppáhaldspersónu, höfðingja sem þeir standa með, og maður fær á tilfinninguna við lestur Skálmaldar að Gissur Þorvaldsson sé maður Einars. Andstæðingar hans, Sturlungar eru vandræðafólk í bókinni, flestir gæddir miklum mannkostum, en stórlega gallaðir, ýmist of djarfir eða of tregir til að grípa í taumana eins og Sighvatur faðir Sturlu sem grunar hvert hofmóður sonarins mun leiða, en finnst of gaman að taka þátt í veislunni og uppganginum til að stöðva hann. Sem fyrr eru líka í sögunni eftirminnilegar persónur sem standa utan beinna átaka, ekki síst konurnar í lífi Sturlunga. Skálmöld lýkur þar sem Óvinafagnaður hefst þannig að sem heild bítur bálkurinn rækilega í skottið á sér. Fjórleikur Einars Kárasonar um Sturlungu sem heild er frábær skáldskapur sem varpar ljósi bæði á sögutímann og ritunartíma sinn eins og þær sögulegu skáldsögur sem rísa hæst gera jafnan. Niðurstaða: Lokahlutinn í mögnuðum bálki sögulegra skáldsagna sem hófst með Óvinafagnaði árið 2001. Frásagnarkaflarnir eru margir magnaðir en innskot sögumanns orka tvímælis. Gagnrýni Menning Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur: Skálmöld Einar Kárason Mál og menningÁrið 2001 vaknaði Þórður kakali með einhverja rosalegustu timburmenn íslenskrar bókmenntasögu í skáldsögu Einars Kárasonar Óvinafagnaði. Ekki batnaði líðan Kakala þegar hann frétti af Örlygsstaðabardaga úti á Íslandi, faðir hans og bræður höfðu verið brytjaðir niður af Gissuri Þorvaldssyni, Kolbeini unga og mönnum þeirra. Í kjölfar Óvinafagnaðar fylgdu svo Ofsi og Skáld sem einnig lýstu atburðum og persónum úr Sturlungu og nú hefur Einar lokað hringnum með síðustu bókinni í flokknum, Skálmöld, sem lýsir aðdraganda Örlygsstaðabardaga, uppgangi Sturlu Sighvatssonar sem höfðingja og valdabrölti hans. Frásagnaraðferð Skálmaldar er að mestu leyti sú sama og í fyrstu bókunum. Persónur sögunnar, Sturla Sighvatsson, Solveig Sæmundsdóttir eiginkona hans, Guðmundur góði, Gissur Þorvaldsson og fleiri stórmenni Sturlungaaldar, segja búta úr sögunni frá sínu sjónarhorni í fyrstu persónu. Persónur Sturlungu eru þó ekki einar á sviðinu. Þrisvar í sögunni tekur til máls persóna sem nefnir sig „EK, árið 2014“. Nafnið er auðvitað hvort tveggja í senn, upphafsstafir höfundarins og orðaleikur með forna mynd persónufornafnsins „ég“. EK útskýrir í þessum innskotum stöðu sögunnar innan flokksins sem heildar og rabbar við lesandann um söguefnið og aðra sem hafa fengist við það, ekki síst Thor Vilhjálmsson og skáldsögu hans um Sturlu Sighvatsson, Morgunþulu í stráum.Einar Kárason. „Fjórleikur Einars Kárasonar um Sturlungu sem heild er frábær skáldskapur sem varpar ljósi bæði á sögutímann og ritunartíma sinn,“ segir Jón Yngvi.Vísir/vilhelmÞessi innskot eru fróðleg en þau rjúfa líka frásögnina, rífa lesandann út úr sögunni og gera hlé á þeirri innlifun í örlög og tilfinningar persónanna sem gerir Sturlungubálk Einars annars að magnaðri lestrarreynslu. EK bendir raunar á að bækur fullar af slíkum innskotum séu „mjög í tísku þessi misserin“ (20), sem má til sanns vegar færa, en maður veltir því samt fyrir sér hvort þessi innskot hefðu átt betur heima sem eftirmáli höfundar en sem hluti af sögunni. Frásagnarkaflarnir í Skálmöld standast fyllilega samanburð við fyrri bækur Einars. Myndin sem smám saman er dregin upp af Sturlu Sighvatssyni, bæði með þeim orðum sem lögð eru honum sjálfum í munn og því sem aðrir segja um hann og hugsa er mögnuð úttekt á ofdrambi og valdasýki sem leiðir tortímingu yfir hann sjálfan og þá sem standa honum næst. Margir þeirra sem verða Sturlungu handgengnir eignast þar sína uppáhaldspersónu, höfðingja sem þeir standa með, og maður fær á tilfinninguna við lestur Skálmaldar að Gissur Þorvaldsson sé maður Einars. Andstæðingar hans, Sturlungar eru vandræðafólk í bókinni, flestir gæddir miklum mannkostum, en stórlega gallaðir, ýmist of djarfir eða of tregir til að grípa í taumana eins og Sighvatur faðir Sturlu sem grunar hvert hofmóður sonarins mun leiða, en finnst of gaman að taka þátt í veislunni og uppganginum til að stöðva hann. Sem fyrr eru líka í sögunni eftirminnilegar persónur sem standa utan beinna átaka, ekki síst konurnar í lífi Sturlunga. Skálmöld lýkur þar sem Óvinafagnaður hefst þannig að sem heild bítur bálkurinn rækilega í skottið á sér. Fjórleikur Einars Kárasonar um Sturlungu sem heild er frábær skáldskapur sem varpar ljósi bæði á sögutímann og ritunartíma sinn eins og þær sögulegu skáldsögur sem rísa hæst gera jafnan. Niðurstaða: Lokahlutinn í mögnuðum bálki sögulegra skáldsagna sem hófst með Óvinafagnaði árið 2001. Frásagnarkaflarnir eru margir magnaðir en innskot sögumanns orka tvímælis.
Gagnrýni Menning Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira