Glöggt er gestsaugað Stjórnarmaðurinn skrifar 3. desember 2014 09:00 Stjórnarmanninum þykir sem málaferli breska kaupsýslumannsins Vincents Tchenguiz gegn Kaupþingi og öðrum hafi ekki farið jafn hátt í fjölmiðlum hér á landi og efni standa til. Fréttir af málinu hafa einblínt á þær upphæðir sem deilt er um, en krafa Tchenguiz nemur ríflega 400 milljörðum íslenskra króna, eða sem samsvarar rúmlega helmingi uppgefinna heildareigna Kaupþings. Minna hefur hins vegar farið fyrir því að skoða þær forsendur sem að baki liggja. Forsagamálsins er sú að snemma árs 2011 réðst breska efnahagsbrotadeildin SFO í húsleit hjá Tchenguiz-bræðrum í London, og handtók þá í kjölfarið. Síðar kom á daginn að húsleitirnar og handtökurnar höfðu verið ólögmætar, og gekk þetta mál svo nærri SFO að rætt var um það af fullri alvöru í Bretlandi að leggja þyrfti stofnunina niður. Fór þó svo að lokum að SFO greiddi Vincent Tchenguiz þrjár milljónir punda í skaðabætur og birti opinberlega afsökunarbeiðni. Í skaðabótakröfu Tchenguiz gegn Kaupþingi kemur fram að aðgerðir SFO voru byggðar á gögnum frá endurskoðunarfyrirtækinu Grant Thornton og slitastjórn Kaupþings. SFO taldi sig ekki hafa næg gögn til að rannsaka Tchenguiz, og fékk því Grant Thornton til að útbúa skýrslu þar sem fram komu ásakanir á hendur Tchenguiz um saknæmt athæfi. Þar með fékk SFO átyllu til að ráðast gegn Tchenguiz, en í þessu ferli öllu virðist sem slitastjórn Kaupþings og Sérstakur saksóknari á Íslandi hafi verið með í ráðum. Örlög SFO eru dæmi um hverjar afleiðingar misbeiting valds getur haft í siðuðum réttarríkjum. Það er nefnilega ekki þannig að tilgangurinn helgi alltaf meðalið. Glöggt er gestsaugað og þessi áfellisdómur yfir vinnubrögðum SFO, Kaupþings og Sérstaks saksóknara vekur okkur vonandi til umhugsunar um hvort rétt hafi verið haldið á spilunum við rannsóknir síðustu ára hér á landi.Þrætuepli til söluÁkvörðun atvinnuveganefndar að setja átta virkjanakosti í nýtingarflokk fór misvel í menn og talaði stjórnarandstaðan um fruntaskap ríkisstjórnarinnar. Það stóð ekki á svörunum frá fulltrúum ríkisstjórnarinnar: „Þið byrjuðuð!“ Atkvæðaveiðar og kjördæmapólitík hafa lengi ráðið ferðinni þegar kemur að ákvörðunartöku sem snýr að þessum málaflokki. Ljóst er að ef arðsemissjónarmið væru höfð að leiðarljósi væri öðru vísi haldið á spilunum. Tímabært er að skoða alvarlega þann möguleika að selja Landsvirkjun, í hluta eða heild, samhliða eflingu regluverksins. Langtímahagsmunum þjóðarinnar er alltént ekki þjónað í núverandi kerfi.Tweets by @stjornarmadur Stjórnarmaðurinn Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Stjórnarmanninum þykir sem málaferli breska kaupsýslumannsins Vincents Tchenguiz gegn Kaupþingi og öðrum hafi ekki farið jafn hátt í fjölmiðlum hér á landi og efni standa til. Fréttir af málinu hafa einblínt á þær upphæðir sem deilt er um, en krafa Tchenguiz nemur ríflega 400 milljörðum íslenskra króna, eða sem samsvarar rúmlega helmingi uppgefinna heildareigna Kaupþings. Minna hefur hins vegar farið fyrir því að skoða þær forsendur sem að baki liggja. Forsagamálsins er sú að snemma árs 2011 réðst breska efnahagsbrotadeildin SFO í húsleit hjá Tchenguiz-bræðrum í London, og handtók þá í kjölfarið. Síðar kom á daginn að húsleitirnar og handtökurnar höfðu verið ólögmætar, og gekk þetta mál svo nærri SFO að rætt var um það af fullri alvöru í Bretlandi að leggja þyrfti stofnunina niður. Fór þó svo að lokum að SFO greiddi Vincent Tchenguiz þrjár milljónir punda í skaðabætur og birti opinberlega afsökunarbeiðni. Í skaðabótakröfu Tchenguiz gegn Kaupþingi kemur fram að aðgerðir SFO voru byggðar á gögnum frá endurskoðunarfyrirtækinu Grant Thornton og slitastjórn Kaupþings. SFO taldi sig ekki hafa næg gögn til að rannsaka Tchenguiz, og fékk því Grant Thornton til að útbúa skýrslu þar sem fram komu ásakanir á hendur Tchenguiz um saknæmt athæfi. Þar með fékk SFO átyllu til að ráðast gegn Tchenguiz, en í þessu ferli öllu virðist sem slitastjórn Kaupþings og Sérstakur saksóknari á Íslandi hafi verið með í ráðum. Örlög SFO eru dæmi um hverjar afleiðingar misbeiting valds getur haft í siðuðum réttarríkjum. Það er nefnilega ekki þannig að tilgangurinn helgi alltaf meðalið. Glöggt er gestsaugað og þessi áfellisdómur yfir vinnubrögðum SFO, Kaupþings og Sérstaks saksóknara vekur okkur vonandi til umhugsunar um hvort rétt hafi verið haldið á spilunum við rannsóknir síðustu ára hér á landi.Þrætuepli til söluÁkvörðun atvinnuveganefndar að setja átta virkjanakosti í nýtingarflokk fór misvel í menn og talaði stjórnarandstaðan um fruntaskap ríkisstjórnarinnar. Það stóð ekki á svörunum frá fulltrúum ríkisstjórnarinnar: „Þið byrjuðuð!“ Atkvæðaveiðar og kjördæmapólitík hafa lengi ráðið ferðinni þegar kemur að ákvörðunartöku sem snýr að þessum málaflokki. Ljóst er að ef arðsemissjónarmið væru höfð að leiðarljósi væri öðru vísi haldið á spilunum. Tímabært er að skoða alvarlega þann möguleika að selja Landsvirkjun, í hluta eða heild, samhliða eflingu regluverksins. Langtímahagsmunum þjóðarinnar er alltént ekki þjónað í núverandi kerfi.Tweets by @stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun