Betri stjórnarstefna er möguleg Árni Páll Árnason skrifar 4. desember 2014 07:00 Stjórnarandstaðan hefur sameinast um breytingartillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar til að freista þess að draga úr verstu ágöllum frumvarpsins. Ríkisstjórnin sýnir í hverju málinu á fætur öðru þann ásetning sinn að vinna í þágu hinna fáu. Ríkisstjórn ríka fólksins hefur reynst fullkomið réttnefni. Það er mikilvægt að þjóðin sjái að önnur stjórnarstefna er möguleg og að samstaða er um hana í stjórnarandstöðunni. Við leggjum til að fallið verði frá stórauknum álögum á almenning vegna heilbrigðisþjónustu. Ef allt er talið stefnir í að kostnaðarhlutdeild sjúklinga í heilbrigðisþjónustu – komugjöld í heilsugæslunni, greiðsluþátttaka hjá sérfræðilæknum, í lyfjum, hjálpartækjum og þjálfun – hækki um nærri 2 milljarða frá því sem var í tíð síðustu ríkisstjórnar. Það er ótrúlegt að heyra stjórnarflokkana stæra sig af skattalækkunum á sama tíma og nýr 2 milljarða skattur er með þessum hætti felldur á heimilin í landinu. Við leggjum líka til að framhaldsskólinn verði áfram opinn fyrir nemendum óháð aldri. Ríkisstjórnin vill loka þessari leið fyrir fólki yfir 25 ára aldri og vísa því á margfalt dýrari einkareknar leiðir. Fólk yfir 25 ára aldri er borgarar eins og aðrir og á sama rétt til að afla sér menntunar og fá að nýta tækifæri, óháð efnahag. Allt ber að sama brunni í stefnumörkun ríkisstjórnarinnar: Lögð eru gjöld á allt sem á að vera hluti opinberrar þjónustu. Nýir skattar heita öðrum nöfnum: Hærri kostnaðarhlutdeild sjúklinga, hærri gjöld fyrir aðgang að framhaldsskólamenntun og ný gjöld fyrir að fá að ganga um náttúru Íslands. Við þessari stefnumörkun þarf að bregðast með því að sýna alvöruvalkost. Við setjum heilbrigðismál og menntamál í forgang og sækjum kjarabætur fyrir lífeyrisþega með auknum framlögum til almannatrygginga. Við viljum verja umsamin réttindi á vinnumarkaði, eins og rétt til atvinnuleysisbóta og bæta úr brýnni þörf fyrir fjárfestingu í innviðum. Þetta er betri stefna og um hana er hægt að byggja víðtæka sátt meðal þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun Virkjum tækifærin sem nýsköpun færir heilbrigðismálum Freyr Hólm Ketilsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Stjórnarandstaðan hefur sameinast um breytingartillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar til að freista þess að draga úr verstu ágöllum frumvarpsins. Ríkisstjórnin sýnir í hverju málinu á fætur öðru þann ásetning sinn að vinna í þágu hinna fáu. Ríkisstjórn ríka fólksins hefur reynst fullkomið réttnefni. Það er mikilvægt að þjóðin sjái að önnur stjórnarstefna er möguleg og að samstaða er um hana í stjórnarandstöðunni. Við leggjum til að fallið verði frá stórauknum álögum á almenning vegna heilbrigðisþjónustu. Ef allt er talið stefnir í að kostnaðarhlutdeild sjúklinga í heilbrigðisþjónustu – komugjöld í heilsugæslunni, greiðsluþátttaka hjá sérfræðilæknum, í lyfjum, hjálpartækjum og þjálfun – hækki um nærri 2 milljarða frá því sem var í tíð síðustu ríkisstjórnar. Það er ótrúlegt að heyra stjórnarflokkana stæra sig af skattalækkunum á sama tíma og nýr 2 milljarða skattur er með þessum hætti felldur á heimilin í landinu. Við leggjum líka til að framhaldsskólinn verði áfram opinn fyrir nemendum óháð aldri. Ríkisstjórnin vill loka þessari leið fyrir fólki yfir 25 ára aldri og vísa því á margfalt dýrari einkareknar leiðir. Fólk yfir 25 ára aldri er borgarar eins og aðrir og á sama rétt til að afla sér menntunar og fá að nýta tækifæri, óháð efnahag. Allt ber að sama brunni í stefnumörkun ríkisstjórnarinnar: Lögð eru gjöld á allt sem á að vera hluti opinberrar þjónustu. Nýir skattar heita öðrum nöfnum: Hærri kostnaðarhlutdeild sjúklinga, hærri gjöld fyrir aðgang að framhaldsskólamenntun og ný gjöld fyrir að fá að ganga um náttúru Íslands. Við þessari stefnumörkun þarf að bregðast með því að sýna alvöruvalkost. Við setjum heilbrigðismál og menntamál í forgang og sækjum kjarabætur fyrir lífeyrisþega með auknum framlögum til almannatrygginga. Við viljum verja umsamin réttindi á vinnumarkaði, eins og rétt til atvinnuleysisbóta og bæta úr brýnni þörf fyrir fjárfestingu í innviðum. Þetta er betri stefna og um hana er hægt að byggja víðtæka sátt meðal þjóðarinnar.
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun