Láttu hendur standa fram úr ermum Edda Jónsdóttir og markþjálfi skrifa 8. desember 2014 09:00 visir/getty Leiðin til árangurs er ekki leyndarmál – heldur kerfi!? Þessi orð frumspekingsins Florence Scovel Shinn urðu upphafið að því að ég fór að líta markmiðasetningu og gerð framkvæmdaáætlana öðrum augum. Þegar þú byrjar að koma markmiðum þínum í framkvæmd með kerfisbundnum hætti, aukast líkurnar á að ná árangri á öllum sviðum lífsins. Hálfnað verk þá hafið er Sumir eiga það til að slá hlutum á frest. Sér í lagi verkefnum sem virðast flókin í framkvæmd. Góð leið til að koma sér af stað er að ákveða hver lokaútkoman á að vera. Þarna koma vel skilgreind markmið að góðum notum. Þegar þú getur séð lokaútkomuna skýrt fyrir þér, er komið að því að brjóta verkefnið niður í einingar. Spurðu þig hvað þarf að gera fyrst, hvað næst og svo koll af kolli. Ef þú notast við blað og penna til að skrá niður ferlið, prófaðu þá að nota stórar arkir og sjálflímandi miða í mismunandi litum til að aðgreina ólíka þætti verkefnisins. Einnig geturðu notað mismunandi lita penna og myndir til að veita þér innblástur. Ef þú ert meiri tölvumanneskja, geturðu kynnt þér forrit sem eru ætluð til þess að hjálpa þér að skipuleggja verkefnin þín og koma þeim í verk. Sum þessara forrita eru án endurgjalds eins og til dæmis trello.com. Trello er bæði vefsíða og snjallforrit fyrir síma. Með hjálp Trello geturðu hlutað verkefnið niður í meðfærilegar einingar. Þú getur búið til tékklista og deilt út verkefnum meðal samstarfsfólks. Það er tilvalið að nota myndir til hvatningar.Hagnýt ráð Eitt af því sem hefur reynst mér best þegar ég upplifi að eitthvað sé yfirþyrmandi og ég á erfitt með að koma mér að verki, er að hreyfa mig meira. Líkamleg hreyfing kemur hlutunum á hreyfingu. Prófaðu að standa upp frá tölvunni, hlustaðu á uppáhaldslagið þitt og dansaðu um skrifstofuna. Eða farðu í kraftgöngu með teyminu þínu í stað þess að halda hefðbundinn fund. Þetta á sérstaklega vel við ef þið þurfið að finna lausnir eða fá nýjar hugmyndir. Kærar kveðjur,Edda Heilsa Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Leiðin til árangurs er ekki leyndarmál – heldur kerfi!? Þessi orð frumspekingsins Florence Scovel Shinn urðu upphafið að því að ég fór að líta markmiðasetningu og gerð framkvæmdaáætlana öðrum augum. Þegar þú byrjar að koma markmiðum þínum í framkvæmd með kerfisbundnum hætti, aukast líkurnar á að ná árangri á öllum sviðum lífsins. Hálfnað verk þá hafið er Sumir eiga það til að slá hlutum á frest. Sér í lagi verkefnum sem virðast flókin í framkvæmd. Góð leið til að koma sér af stað er að ákveða hver lokaútkoman á að vera. Þarna koma vel skilgreind markmið að góðum notum. Þegar þú getur séð lokaútkomuna skýrt fyrir þér, er komið að því að brjóta verkefnið niður í einingar. Spurðu þig hvað þarf að gera fyrst, hvað næst og svo koll af kolli. Ef þú notast við blað og penna til að skrá niður ferlið, prófaðu þá að nota stórar arkir og sjálflímandi miða í mismunandi litum til að aðgreina ólíka þætti verkefnisins. Einnig geturðu notað mismunandi lita penna og myndir til að veita þér innblástur. Ef þú ert meiri tölvumanneskja, geturðu kynnt þér forrit sem eru ætluð til þess að hjálpa þér að skipuleggja verkefnin þín og koma þeim í verk. Sum þessara forrita eru án endurgjalds eins og til dæmis trello.com. Trello er bæði vefsíða og snjallforrit fyrir síma. Með hjálp Trello geturðu hlutað verkefnið niður í meðfærilegar einingar. Þú getur búið til tékklista og deilt út verkefnum meðal samstarfsfólks. Það er tilvalið að nota myndir til hvatningar.Hagnýt ráð Eitt af því sem hefur reynst mér best þegar ég upplifi að eitthvað sé yfirþyrmandi og ég á erfitt með að koma mér að verki, er að hreyfa mig meira. Líkamleg hreyfing kemur hlutunum á hreyfingu. Prófaðu að standa upp frá tölvunni, hlustaðu á uppáhaldslagið þitt og dansaðu um skrifstofuna. Eða farðu í kraftgöngu með teyminu þínu í stað þess að halda hefðbundinn fund. Þetta á sérstaklega vel við ef þið þurfið að finna lausnir eða fá nýjar hugmyndir. Kærar kveðjur,Edda
Heilsa Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira