Ekki orðinn betri en pabbi Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. desember 2014 08:00 Háflug. Egill Magnússon svífur hér hátt yfir vörn Valsmanna og skorar eitt af 17 mörkum sínum á Hlíðarenda á fimmtudagskvöldið. Hann er í U21 árs landsliðshópnum sem spilar forkeppni HM hér á landi í byrjun janúar. Fréttablaðið/Ernir „Ég leit upp á stigatöfluna og sá ég var kominn með tíu mörk. Þá hélt ég bara áfram að skjóta,“ segir Egill Magnússon, stórskytta Stjörnunnar í Olís-deild karla, en hann gerði sér lítið fyrir og skoraði 17 mörk gegn besta liði deildarinnar, Val, á fimmtudaginn. Því miður fyrir Egil dugðu mörkin 17 skammt því Stjarnan tapaði leiknum, 26-23. Egill er 18 ára gamall og hefur spilað með Stjörnunni allan sinn stutta feril. Hann hefur verið öflugur fyrir Garðabæjarliðið í 1. deildinni undanfarin ár en er nú mættur á stóra sviðið þar sem hann blómstrar. Hann er langmarkahæstur Stjörnunnar á tímabilinu með 77 mörk, 19 mörkum á undan næsta manni. Fyrir leikinn á móti Val skoraði hann 23 mörk í þremur leikjum gegn HK, Akureyri og Haukum; leiki sem Stjarnan safnaði fimm stigum, helming stiga liðsins í deildinni til þessa.Stefnan sett út Egill segir sjálfstraustið vera í fínu lagi eftir mörkin 17, en í rauninni var í botni fyrir leikinn gegn Val. „Ég er bara fullur sjálfstrausts og ætla að halda áfram,“ segir Egill sem setur stefnuna út. „Stefnan er að gera handboltann að lifibrauði og fara í atvinnumennsku til Þýskalands eða eitthvað.“ Stjörnumenn hafa tapað nokkrum leikjum í vetur með minnsta mun, en Egill segir liðið staðráðið í að halda sér uppi þótt það sé við botn deildarinnar. „Að sjálfsögðu ætlum við að gera það. Mér finnst við eiga fullt erindi í þessa deild og mér finnst við hafa sýnt það. Það vantar kannski pínulítið upp á reynsluna. Við erum búnir að tapa 4-5 leikjum með einu marki sem er að verða svolítið þreytt, en nú erum við byrjaðir að klára leiki.“ Lykilinn er þó ekki að hann skori áfram 17 mörk í leik. „Það þýðir ekkert að ég skori 17 mörk ef enginn annar skorar neitt,“ segir hann.Pabbi náði bara 16 Egill er sonur Magnúsar Sveins Sigurðssonar, fyrrverandi leikmanns Stjörnunnar og landsliðsmanns í handbolta. „Ég fór alltaf með pabba þegar hann var að spila þegar ég var lítill,“ segir Egill sem er handbolti í blóð borinn. En er hann orðinn betri en pabbinn? „Nei, ég held það nú ekki. Ekki enn.“ Magnús er eðlilega stoltur af stráknum sem er búinn að skora fleiri mörk í einum leik en hann gerði. „Ég held hann hafi náð að toppa mig. Ég þykist muna eftir 16 marka leik en ég náði ekki sautján mörkum. Hann er föðurbetrungur í þessu,“ segir Magnús. Pabbi hefur fulla trú á að strákurinn geti farið alla leið. „Ef hann heldur rétt á spilunum og notar næstu ár til að byggja sig upp þá getur hann náð langt. Hann er töluvert fjölhæfari en ég var, en ekki nægilega sterkur í varnarleiknum. Það er eitthvað sem kemur með árunum. Hver veit samt nema maður fái að sjá hann spila í Þýskalandi,“ segir Magnús Sveinn Sigurðsson. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 26-23 | 17 mörk Egils dugðu skammt Valur lagði Stjörnuna 26-23 í Olís deild karla í handbolta í kvöld þrátt fyrir að 17 mörk Egils Magnússonar fyrir Stjörnuna. Valur var 13-12 yfir í hálfleik. 4. desember 2014 14:19 Sautján marka maðurinn: Allt sem ég gerði virtist virka "Við klúðruðum dauðafærum, það er það sem fór með leikinn. Hann lokaði vel í dauðafærum,“ sagði Egill Magnússon stórskyttan unga í liði Stjörnunnar en hann skoraði 17 mörk í leiknum gegn Val. Það dugði ekki til fyrir Garðbæinga. 4. desember 2014 22:06 Mest lesið Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
„Ég leit upp á stigatöfluna og sá ég var kominn með tíu mörk. Þá hélt ég bara áfram að skjóta,“ segir Egill Magnússon, stórskytta Stjörnunnar í Olís-deild karla, en hann gerði sér lítið fyrir og skoraði 17 mörk gegn besta liði deildarinnar, Val, á fimmtudaginn. Því miður fyrir Egil dugðu mörkin 17 skammt því Stjarnan tapaði leiknum, 26-23. Egill er 18 ára gamall og hefur spilað með Stjörnunni allan sinn stutta feril. Hann hefur verið öflugur fyrir Garðabæjarliðið í 1. deildinni undanfarin ár en er nú mættur á stóra sviðið þar sem hann blómstrar. Hann er langmarkahæstur Stjörnunnar á tímabilinu með 77 mörk, 19 mörkum á undan næsta manni. Fyrir leikinn á móti Val skoraði hann 23 mörk í þremur leikjum gegn HK, Akureyri og Haukum; leiki sem Stjarnan safnaði fimm stigum, helming stiga liðsins í deildinni til þessa.Stefnan sett út Egill segir sjálfstraustið vera í fínu lagi eftir mörkin 17, en í rauninni var í botni fyrir leikinn gegn Val. „Ég er bara fullur sjálfstrausts og ætla að halda áfram,“ segir Egill sem setur stefnuna út. „Stefnan er að gera handboltann að lifibrauði og fara í atvinnumennsku til Þýskalands eða eitthvað.“ Stjörnumenn hafa tapað nokkrum leikjum í vetur með minnsta mun, en Egill segir liðið staðráðið í að halda sér uppi þótt það sé við botn deildarinnar. „Að sjálfsögðu ætlum við að gera það. Mér finnst við eiga fullt erindi í þessa deild og mér finnst við hafa sýnt það. Það vantar kannski pínulítið upp á reynsluna. Við erum búnir að tapa 4-5 leikjum með einu marki sem er að verða svolítið þreytt, en nú erum við byrjaðir að klára leiki.“ Lykilinn er þó ekki að hann skori áfram 17 mörk í leik. „Það þýðir ekkert að ég skori 17 mörk ef enginn annar skorar neitt,“ segir hann.Pabbi náði bara 16 Egill er sonur Magnúsar Sveins Sigurðssonar, fyrrverandi leikmanns Stjörnunnar og landsliðsmanns í handbolta. „Ég fór alltaf með pabba þegar hann var að spila þegar ég var lítill,“ segir Egill sem er handbolti í blóð borinn. En er hann orðinn betri en pabbinn? „Nei, ég held það nú ekki. Ekki enn.“ Magnús er eðlilega stoltur af stráknum sem er búinn að skora fleiri mörk í einum leik en hann gerði. „Ég held hann hafi náð að toppa mig. Ég þykist muna eftir 16 marka leik en ég náði ekki sautján mörkum. Hann er föðurbetrungur í þessu,“ segir Magnús. Pabbi hefur fulla trú á að strákurinn geti farið alla leið. „Ef hann heldur rétt á spilunum og notar næstu ár til að byggja sig upp þá getur hann náð langt. Hann er töluvert fjölhæfari en ég var, en ekki nægilega sterkur í varnarleiknum. Það er eitthvað sem kemur með árunum. Hver veit samt nema maður fái að sjá hann spila í Þýskalandi,“ segir Magnús Sveinn Sigurðsson.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 26-23 | 17 mörk Egils dugðu skammt Valur lagði Stjörnuna 26-23 í Olís deild karla í handbolta í kvöld þrátt fyrir að 17 mörk Egils Magnússonar fyrir Stjörnuna. Valur var 13-12 yfir í hálfleik. 4. desember 2014 14:19 Sautján marka maðurinn: Allt sem ég gerði virtist virka "Við klúðruðum dauðafærum, það er það sem fór með leikinn. Hann lokaði vel í dauðafærum,“ sagði Egill Magnússon stórskyttan unga í liði Stjörnunnar en hann skoraði 17 mörk í leiknum gegn Val. Það dugði ekki til fyrir Garðbæinga. 4. desember 2014 22:06 Mest lesið Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 26-23 | 17 mörk Egils dugðu skammt Valur lagði Stjörnuna 26-23 í Olís deild karla í handbolta í kvöld þrátt fyrir að 17 mörk Egils Magnússonar fyrir Stjörnuna. Valur var 13-12 yfir í hálfleik. 4. desember 2014 14:19
Sautján marka maðurinn: Allt sem ég gerði virtist virka "Við klúðruðum dauðafærum, það er það sem fór með leikinn. Hann lokaði vel í dauðafærum,“ sagði Egill Magnússon stórskyttan unga í liði Stjörnunnar en hann skoraði 17 mörk í leiknum gegn Val. Það dugði ekki til fyrir Garðbæinga. 4. desember 2014 22:06