Gagnrýnir Warner vegna The Devils 11. desember 2014 14:00 Guillermo Del Toro Leikstjórinn er afar ósáttur við vinnubrögð Warner Bros. Vísir/Getty Guillermo del Toro hefur gagnrýnt kvikmyndaverið Warner Bros. fyrir að koma í veg fyrir að hið umdeilda breska trúardrama, The Devils, verði gefið út á mynddiski í Bandaríkjunum. Myndin kom út árið 1971 í leikstjórn Kens Russell en Warner Bros. fjármagnaði myndina. „Það eru öfl hjá Warner Bros. sem leyfa fólki ekki að sjá myndina,“ sagði del Toro í fyrirlestri í Toronto. Þar átti hann við umfjöllunarefni myndarinnar sem snýst um að djöfullinn taki sér bólfestu í fólki og einnig særingar á 18. öld í Frakklandi. Leikstjórinn, sem á að baki Pan's Labyrinth og Hellboy-myndirnar, er mikill aðdáandi The Devils. Að sögn del Toro hefur Warner Bros neitað að gefa út upprunalegu útgáfuna sem Russell bjó til upp úr bók Aldous Huxley, The Devils of Loudun, rúmlega 40 árum eftir að hún var gerð. „Mjög fáir hafa séð þessa mynd. Á Englandi er bara hægt að sjá hana ef það á að nota hana í menntunarskyni,“ sagði hann. „Þetta er ekkert slys. Þetta er ekki vegna skorts á eftirspurn. Þetta er ekkert annað en ritskoðun. Það er ekki verið að fara í kringum hlutina,“ bætti hann við. Í The Devils leikur Vanessa Redgrave brjálaða nunnu sem sakar prest, sem Oliver Reed leikur, um að vera seiðkarl. Breska kvikmyndastofnunin gaf út þessa upprunalegu útgáfu Russells á sínum tíma í Bretlandi. Bíó og sjónvarp Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Guillermo del Toro hefur gagnrýnt kvikmyndaverið Warner Bros. fyrir að koma í veg fyrir að hið umdeilda breska trúardrama, The Devils, verði gefið út á mynddiski í Bandaríkjunum. Myndin kom út árið 1971 í leikstjórn Kens Russell en Warner Bros. fjármagnaði myndina. „Það eru öfl hjá Warner Bros. sem leyfa fólki ekki að sjá myndina,“ sagði del Toro í fyrirlestri í Toronto. Þar átti hann við umfjöllunarefni myndarinnar sem snýst um að djöfullinn taki sér bólfestu í fólki og einnig særingar á 18. öld í Frakklandi. Leikstjórinn, sem á að baki Pan's Labyrinth og Hellboy-myndirnar, er mikill aðdáandi The Devils. Að sögn del Toro hefur Warner Bros neitað að gefa út upprunalegu útgáfuna sem Russell bjó til upp úr bók Aldous Huxley, The Devils of Loudun, rúmlega 40 árum eftir að hún var gerð. „Mjög fáir hafa séð þessa mynd. Á Englandi er bara hægt að sjá hana ef það á að nota hana í menntunarskyni,“ sagði hann. „Þetta er ekkert slys. Þetta er ekki vegna skorts á eftirspurn. Þetta er ekkert annað en ritskoðun. Það er ekki verið að fara í kringum hlutina,“ bætti hann við. Í The Devils leikur Vanessa Redgrave brjálaða nunnu sem sakar prest, sem Oliver Reed leikur, um að vera seiðkarl. Breska kvikmyndastofnunin gaf út þessa upprunalegu útgáfu Russells á sínum tíma í Bretlandi.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira