Tók þyrluna þrjá tíma að ná í veikan mann á sjó Viktoría Hermannsdóttir skrifar 12. desember 2014 07:00 Örfirisey RE Skipverji á frystitogaranum Örfirisey RE fékk hjartaáfall um borð þann 5. desember síðastliðinn. Það tók þyrlu Landhelgisgæslunnar tæpa þrjá tíma að komast á staðinn þar sem þyrlan var stödd í verkefni fyrir Almannavarnir við eldstöðvarnar í Bárðarbungu. „Það sem við erum ósáttir við er að þetta er björgunarþyrla. Þó þeir séu í góðum verkefnum, þá verður að vera björgunarþyrla til taks þegar verða slys eða menn veikjast alvarlega. Þetta er svo mikið öryggisleysi,“ segir Trausti Egilsson, skipstjóri á Örfirisey RE. Hann er ósáttur við hversu langan tíma það tók þyrluna að ná í manninn. Hefði þyrlan verið í Reykjavík hefði það tekið um klukkustund en þar sem hún var við gosstöðvarnar í fyrrnefndu verkefni, þurfti fyrst að fara með farþega þyrlunnar til Akureyrar áður en hægt var að ná í manninn. Það tók því um þrjár klukkustundir. Útkallið kom um klukkan 12.40, þyrlan var komin að skipinu um 15.30 og á Landspítalann í Fossvogi klukkan 17. „Hann var meðvitundarlaus í hjartastoppi. Hann var hnoðaður og blásinn fyrst, síðan settum við á hann hjartastuðtæki sem skaut honum í gang. Síðan var fylgst með honum, gefið súrefni og annað sem lög gera ráð fyrir,“ segir Trausti. Skipinu var strax stefnt í land en það var statt 30 sjómílur norðvestur af Ísafjarðardjúpi. „Við vorum komnir inn í mynni Önundarfjarðar þegar þyrlan kom. Þetta voru ansi langar klukkustundir þangað til maður fór að heyra í þyrlunni,“ segir hann. Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að verkefnið sem þyrlan var í sé hluti af lögbundinni skyldu gæslunnar. „Það var farið um morguninn með tækni- og vísindamenn að Bárðarbungu,“ segir Hrafnhildur. Danska varðskipið Triton sem er með þyrlu um borð hjá sér var á bakvakt. Þegar útkallið barst var niðurstaðan hins vegar sú að þyrla gæslunnar yrði fljótari á staðinn en þyrla Triton. Aðspurð hvort það sé ekki óábyrgt að fara í slík verkefni þegar ekki er önnur þyrluvakt hjá gæslunni segir Hrafnhildur: „Þú veist aldrei hvar útköllin gerast. Landhelgisgæslan fær ákveðið fjármagn. Þennan dag var ekki hægt að vera með tvær áhafnir, samt var danska þyrlan hérna, við vorum því í raun með ágæta stöðu þennan dag,“ segir hún. Trausti segir það óásættanlegt að þyrlan sé í slíkum verkefnum. „Í svona tilfellum skiptir tíminn svo miklu máli,“ og bætir við að það snúist um lífslíkur fólks að stytta viðbragðstíma gæslunnar. „Hvaða forgang vilja menn hafa í þessu? Þetta er ekkert ólíkt því að sjúkrabílarnir í Reykjavík væru í leigubílaakstri og svo þegar þyrfti á aðstoð að halda þá skiluðu þeir fólkinu heim og færu svo að athuga með mann,“ segir Trausti og vill koma þökkum til áhafnarinnar fyrir björgunarafrekið. Bárðarbunga Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Skipverji á frystitogaranum Örfirisey RE fékk hjartaáfall um borð þann 5. desember síðastliðinn. Það tók þyrlu Landhelgisgæslunnar tæpa þrjá tíma að komast á staðinn þar sem þyrlan var stödd í verkefni fyrir Almannavarnir við eldstöðvarnar í Bárðarbungu. „Það sem við erum ósáttir við er að þetta er björgunarþyrla. Þó þeir séu í góðum verkefnum, þá verður að vera björgunarþyrla til taks þegar verða slys eða menn veikjast alvarlega. Þetta er svo mikið öryggisleysi,“ segir Trausti Egilsson, skipstjóri á Örfirisey RE. Hann er ósáttur við hversu langan tíma það tók þyrluna að ná í manninn. Hefði þyrlan verið í Reykjavík hefði það tekið um klukkustund en þar sem hún var við gosstöðvarnar í fyrrnefndu verkefni, þurfti fyrst að fara með farþega þyrlunnar til Akureyrar áður en hægt var að ná í manninn. Það tók því um þrjár klukkustundir. Útkallið kom um klukkan 12.40, þyrlan var komin að skipinu um 15.30 og á Landspítalann í Fossvogi klukkan 17. „Hann var meðvitundarlaus í hjartastoppi. Hann var hnoðaður og blásinn fyrst, síðan settum við á hann hjartastuðtæki sem skaut honum í gang. Síðan var fylgst með honum, gefið súrefni og annað sem lög gera ráð fyrir,“ segir Trausti. Skipinu var strax stefnt í land en það var statt 30 sjómílur norðvestur af Ísafjarðardjúpi. „Við vorum komnir inn í mynni Önundarfjarðar þegar þyrlan kom. Þetta voru ansi langar klukkustundir þangað til maður fór að heyra í þyrlunni,“ segir hann. Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að verkefnið sem þyrlan var í sé hluti af lögbundinni skyldu gæslunnar. „Það var farið um morguninn með tækni- og vísindamenn að Bárðarbungu,“ segir Hrafnhildur. Danska varðskipið Triton sem er með þyrlu um borð hjá sér var á bakvakt. Þegar útkallið barst var niðurstaðan hins vegar sú að þyrla gæslunnar yrði fljótari á staðinn en þyrla Triton. Aðspurð hvort það sé ekki óábyrgt að fara í slík verkefni þegar ekki er önnur þyrluvakt hjá gæslunni segir Hrafnhildur: „Þú veist aldrei hvar útköllin gerast. Landhelgisgæslan fær ákveðið fjármagn. Þennan dag var ekki hægt að vera með tvær áhafnir, samt var danska þyrlan hérna, við vorum því í raun með ágæta stöðu þennan dag,“ segir hún. Trausti segir það óásættanlegt að þyrlan sé í slíkum verkefnum. „Í svona tilfellum skiptir tíminn svo miklu máli,“ og bætir við að það snúist um lífslíkur fólks að stytta viðbragðstíma gæslunnar. „Hvaða forgang vilja menn hafa í þessu? Þetta er ekkert ólíkt því að sjúkrabílarnir í Reykjavík væru í leigubílaakstri og svo þegar þyrfti á aðstoð að halda þá skiluðu þeir fólkinu heim og færu svo að athuga með mann,“ segir Trausti og vill koma þökkum til áhafnarinnar fyrir björgunarafrekið.
Bárðarbunga Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira