Vektu kynveruna þína Sigga Dögg skrifar 13. desember 2014 14:00 visir/getty Meyjarhaft, meydómur, víð píka, of þröng píka, drusla, óhrein, lauslæti, hóra, sársauki, blæðing, rifna, rjúfa, putta, sveppasýking, þurrkur. Það að fjalla um kynlíf kvenna er ekki alltaf tekið út með sældinni. Í hverri einustu kennslustund fæ ég spurningu sem inniheldur eitthvert þessara orða, oftar en ekki nokkur saman. Mig hefði aldrei grunað að árið 2014 væru algengustu spurningarnar frá stúlkum og konum tengdar sársauka í kynlífi, sérstaklega í samförum og auðvitað fullnægingarleysi og kyndeyfð. Fyrst komu þessar spurningar mér á óvart og ég játa að þær stungu í kynferðislega frjálsa hjartað mitt en nú er komið nóg. Nú segi ég stopp. Konur eru helmingur mannkyns og það er engum greiði gerður að stunda kynlíf sem þú hefur ekki áhuga á eða löngun til. Kynlífið byrjar og endar á þér. Jólagjöfin þín í ár verður þú sjálf og þitt kynlíf. Þú ætlar að hugsa meira, oftar og öðruvísi um kynlíf. Þú ætlar að stunda það því þig langar til þess, þegar þig langar til þess, ein eða með einstaklingi sem er einnig til í tuskið. Þú lætur ekki glanstímarit segja þér hvernig eigi að stunda kynlíf með öðrum einstaklingum, stundum langar þig til þess, ein eða með einstaklingi, sem er einnig til þess að þú lærir fyrst á líkama þinn áður en þú lærir á líkama bólfélagans. Þú ætlar að fara lengra en líkami þinn. Þú ert ekki bumban, aldurinn, gráu hárin, bólurnar, svitalyktin, hrukkurnar, appelsínuhúðin og líkamshárin. Þú ert kynvera. Þú ert sexí. Lokaðu augunum. Gleymdu stað og stund. Leyfðu þér að hugsa um kynlíf, allskonar kynlíf, með hinum og þessum bólfélögum, elskhugum og þér sjálfri. Það má vera letilegt, hratt, sóðalegt, snyrtilegt og einfalt, allt í senn. Það má gerast hvar sem er og hvernig sem er. Þetta er þitt kynlíf, fyrir þig, inni í þínum haus. Gleymdu því hvað er rétt og hvað er rangt. Hér er þetta bara þú og þín kynferðislega stund. Ekkert annað er til. Finnurðu hvernig líkaminn bregst við? Píkan, brjóstin, lærin, maginn? Ef þú ert ekki viss, prófaðu að snerta þig. Leyfðu þér að nota sleipiefni eða olíu, það getur aukið unaðinn. Eigðu stund, bara með þér, fyrir þig. Þegar þú hefur vakið kynveruna þína þá getur þú farið að tala um kynlíf út frá eigin forsendum og unaði. Þú styrkir sjálfsmynd þína og það skilar sér í betra kynlífi. Margar konur greina frá skömm í tengslum við sjálfsfróun en það er grundvallarhugarfarsbreyting sem þarf að verða ef við ætlum að njóta kynlífs og líkama okkar. Það sem er hvað mest aðlaðandi í fari annarra manneskju er sjálfstraust og gleði. Þú ætlar að sigla inn í nýtt ár með gleði og ánægju í hjarta, haus og píku. Heilsa Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Meyjarhaft, meydómur, víð píka, of þröng píka, drusla, óhrein, lauslæti, hóra, sársauki, blæðing, rifna, rjúfa, putta, sveppasýking, þurrkur. Það að fjalla um kynlíf kvenna er ekki alltaf tekið út með sældinni. Í hverri einustu kennslustund fæ ég spurningu sem inniheldur eitthvert þessara orða, oftar en ekki nokkur saman. Mig hefði aldrei grunað að árið 2014 væru algengustu spurningarnar frá stúlkum og konum tengdar sársauka í kynlífi, sérstaklega í samförum og auðvitað fullnægingarleysi og kyndeyfð. Fyrst komu þessar spurningar mér á óvart og ég játa að þær stungu í kynferðislega frjálsa hjartað mitt en nú er komið nóg. Nú segi ég stopp. Konur eru helmingur mannkyns og það er engum greiði gerður að stunda kynlíf sem þú hefur ekki áhuga á eða löngun til. Kynlífið byrjar og endar á þér. Jólagjöfin þín í ár verður þú sjálf og þitt kynlíf. Þú ætlar að hugsa meira, oftar og öðruvísi um kynlíf. Þú ætlar að stunda það því þig langar til þess, þegar þig langar til þess, ein eða með einstaklingi sem er einnig til í tuskið. Þú lætur ekki glanstímarit segja þér hvernig eigi að stunda kynlíf með öðrum einstaklingum, stundum langar þig til þess, ein eða með einstaklingi, sem er einnig til þess að þú lærir fyrst á líkama þinn áður en þú lærir á líkama bólfélagans. Þú ætlar að fara lengra en líkami þinn. Þú ert ekki bumban, aldurinn, gráu hárin, bólurnar, svitalyktin, hrukkurnar, appelsínuhúðin og líkamshárin. Þú ert kynvera. Þú ert sexí. Lokaðu augunum. Gleymdu stað og stund. Leyfðu þér að hugsa um kynlíf, allskonar kynlíf, með hinum og þessum bólfélögum, elskhugum og þér sjálfri. Það má vera letilegt, hratt, sóðalegt, snyrtilegt og einfalt, allt í senn. Það má gerast hvar sem er og hvernig sem er. Þetta er þitt kynlíf, fyrir þig, inni í þínum haus. Gleymdu því hvað er rétt og hvað er rangt. Hér er þetta bara þú og þín kynferðislega stund. Ekkert annað er til. Finnurðu hvernig líkaminn bregst við? Píkan, brjóstin, lærin, maginn? Ef þú ert ekki viss, prófaðu að snerta þig. Leyfðu þér að nota sleipiefni eða olíu, það getur aukið unaðinn. Eigðu stund, bara með þér, fyrir þig. Þegar þú hefur vakið kynveruna þína þá getur þú farið að tala um kynlíf út frá eigin forsendum og unaði. Þú styrkir sjálfsmynd þína og það skilar sér í betra kynlífi. Margar konur greina frá skömm í tengslum við sjálfsfróun en það er grundvallarhugarfarsbreyting sem þarf að verða ef við ætlum að njóta kynlífs og líkama okkar. Það sem er hvað mest aðlaðandi í fari annarra manneskju er sjálfstraust og gleði. Þú ætlar að sigla inn í nýtt ár með gleði og ánægju í hjarta, haus og píku.
Heilsa Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira