Anna María sá strax þjálfarataktana hjá Jenny fyrir 17 árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2014 07:00 Jenny Boucek með liðsfélögum sínum í Íslands- og bikarmeistaraliði Keflavíkur vorið 1998. . Vísir/Brynjar Gauti Það verða örugglega ánægjulegir endurfundir hjá Önnu Maríu Sveinsdóttur og félögum hennar úr Íslandsmeistaraliði Keflavíkur frá 1998 þegar hin bandaríska Jenny Boucek kemur til Íslands í janúar. Boucek heillaði alla fyrir tæpum sautján árum og heillaðist sjálf af landi og þjóð. Nú snýr hún aftur og heldur æfingabúðir fyrir stelpur á aldrinum átta til sautján ára. „Björg (Hafsteinsdóttir) fékk þessa hugmynd í haust þegar við settumst niður og fórum yfir það hvernig fjáröflun vetrarins yrði. Okkur datt í hug að athuga það hvort hún væri til í að koma,“ segir Anna María Sveinsdóttir, sem var spilandi þjálfari Keflavíkurliðsins fyrir sautján árum. „Þegar hún var hérna þá varð hún alveg heilluð af landi og þjóð. Fannst allt æðislegt, fiskurinn og allt þetta. Mamma hennar og pabbi komu og afi hennar og amma komu líka. Það kom öll fjölskyldan til hennar og þetta var mjög sérstakt fyrir erlendan leikmann og öðruvísi en við áttum að venjast,“ segir Anna María. Jenny Boucek hefur ekki komið til Ísland allan þennan tíma en Anna María segir að þær hafi haldið sambandi við hana. „Okkur datt því í hug að spyrja hana hvort hún hefði áhuga á því að koma, setja upp æfingabúðir og jafnvel þjálfarafundi og eitthvað svoleiðis. Hún var meira en lítið til í það,“ segir Anna María. Leikir Jenny Boucek með Keflavík voru síðustu leikir hennar á atvinnumannaferlinum en hún meiddist um sumarið og var ekkert með Cleveland Rockers í WNBA-deildinni eins og árið áður. Jenny Boucek fór strax út í þjálfun. Hún var aðalþjálfari WNBA-liðsins Sacramento Monarchs frá 2007 til 2009 en hefur lengst af verið aðstoðarþjálfari hjá Seattle Storm og sinnir því starfi í dag. Jenny Boucek kom til Keflavíkur í nóvember 1997 og spilaði alls 18 leiki í öllum keppnum. Keflavík vann 16 af þessum 18 leikjum og varð bæði Íslands- og bikarmeistari. Boucek skoraði 27 stig í bikarúrslitaleiknum og var með 18,2 stig, 5 stolna bolta og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni.Jenny Boucek í leik með Keflavíkurliðinu vorið 1998.Vísir/Brynjar Gauti„Þetta var algjör sigurvegari sem leikmaður og hún er frábær karakter og algjör liðsleikmaður. Þó að hún hafi verið svakalega góð hjá okkur þá var liðið alltaf í fyrsta sæti hjá henni. Þetta er svakalega flottur karakter. Ég var spilandi þjálfari á þessum tíma og hún hjálpaði mér helling. Hún var oft að grípa inn í og koma með hugmyndir. Ég sá því strax þjálfaratakta hjá henni,“ segir Anna María sem hefur engar áhyggjur af einhverjum stjörnustælum hjá WNBA-þjálfaranum. „Við vorum að spyrja hana út í það hvort hún væri með einhverjar kröfur. Nei það var ekkert svoleiðis. Hún vildi bara vera með okkur og okkar fjölskyldum og komast síðan í ræktina einu sinni á dag. Það voru einu skilyrðin sem hún setti. Hún er enn á fullu að æfa og þegar ég talaði við hana á Skype um daginn þá var eins og hún hefði verið geymd í formalíni því það var eins og ég hefði hitt hana í gær,“ segir Anna María í léttum tón. Anna María mælir með því að lauma námskeiðinu í jólapakkann fyrir upprennandi körfuboltakonur. „Krakkar eiga nú allt í dag þannig að okkur fannst það mjög sniðugt að geta boðið þetta sem jólagjöf. Þess vegna vorum við að auglýsa þetta svona snemma og gefum út gjafabréf fyrir þá sem vilja,“ segir Anna María. Æfingabúðirnar verða í Keflavík 10. til 11. janúar og er hægt að skrá sig á kvennarad@keflavik.is. Jenny Boucek er yfirþjálfari búðanna og stýrir þeim ásamt fjölda valinkunnra þjálfara og leikmanna úr körfuboltahreyfingunni. Íslenski körfuboltinn Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Sport Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira
Það verða örugglega ánægjulegir endurfundir hjá Önnu Maríu Sveinsdóttur og félögum hennar úr Íslandsmeistaraliði Keflavíkur frá 1998 þegar hin bandaríska Jenny Boucek kemur til Íslands í janúar. Boucek heillaði alla fyrir tæpum sautján árum og heillaðist sjálf af landi og þjóð. Nú snýr hún aftur og heldur æfingabúðir fyrir stelpur á aldrinum átta til sautján ára. „Björg (Hafsteinsdóttir) fékk þessa hugmynd í haust þegar við settumst niður og fórum yfir það hvernig fjáröflun vetrarins yrði. Okkur datt í hug að athuga það hvort hún væri til í að koma,“ segir Anna María Sveinsdóttir, sem var spilandi þjálfari Keflavíkurliðsins fyrir sautján árum. „Þegar hún var hérna þá varð hún alveg heilluð af landi og þjóð. Fannst allt æðislegt, fiskurinn og allt þetta. Mamma hennar og pabbi komu og afi hennar og amma komu líka. Það kom öll fjölskyldan til hennar og þetta var mjög sérstakt fyrir erlendan leikmann og öðruvísi en við áttum að venjast,“ segir Anna María. Jenny Boucek hefur ekki komið til Ísland allan þennan tíma en Anna María segir að þær hafi haldið sambandi við hana. „Okkur datt því í hug að spyrja hana hvort hún hefði áhuga á því að koma, setja upp æfingabúðir og jafnvel þjálfarafundi og eitthvað svoleiðis. Hún var meira en lítið til í það,“ segir Anna María. Leikir Jenny Boucek með Keflavík voru síðustu leikir hennar á atvinnumannaferlinum en hún meiddist um sumarið og var ekkert með Cleveland Rockers í WNBA-deildinni eins og árið áður. Jenny Boucek fór strax út í þjálfun. Hún var aðalþjálfari WNBA-liðsins Sacramento Monarchs frá 2007 til 2009 en hefur lengst af verið aðstoðarþjálfari hjá Seattle Storm og sinnir því starfi í dag. Jenny Boucek kom til Keflavíkur í nóvember 1997 og spilaði alls 18 leiki í öllum keppnum. Keflavík vann 16 af þessum 18 leikjum og varð bæði Íslands- og bikarmeistari. Boucek skoraði 27 stig í bikarúrslitaleiknum og var með 18,2 stig, 5 stolna bolta og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni.Jenny Boucek í leik með Keflavíkurliðinu vorið 1998.Vísir/Brynjar Gauti„Þetta var algjör sigurvegari sem leikmaður og hún er frábær karakter og algjör liðsleikmaður. Þó að hún hafi verið svakalega góð hjá okkur þá var liðið alltaf í fyrsta sæti hjá henni. Þetta er svakalega flottur karakter. Ég var spilandi þjálfari á þessum tíma og hún hjálpaði mér helling. Hún var oft að grípa inn í og koma með hugmyndir. Ég sá því strax þjálfaratakta hjá henni,“ segir Anna María sem hefur engar áhyggjur af einhverjum stjörnustælum hjá WNBA-þjálfaranum. „Við vorum að spyrja hana út í það hvort hún væri með einhverjar kröfur. Nei það var ekkert svoleiðis. Hún vildi bara vera með okkur og okkar fjölskyldum og komast síðan í ræktina einu sinni á dag. Það voru einu skilyrðin sem hún setti. Hún er enn á fullu að æfa og þegar ég talaði við hana á Skype um daginn þá var eins og hún hefði verið geymd í formalíni því það var eins og ég hefði hitt hana í gær,“ segir Anna María í léttum tón. Anna María mælir með því að lauma námskeiðinu í jólapakkann fyrir upprennandi körfuboltakonur. „Krakkar eiga nú allt í dag þannig að okkur fannst það mjög sniðugt að geta boðið þetta sem jólagjöf. Þess vegna vorum við að auglýsa þetta svona snemma og gefum út gjafabréf fyrir þá sem vilja,“ segir Anna María. Æfingabúðirnar verða í Keflavík 10. til 11. janúar og er hægt að skrá sig á kvennarad@keflavik.is. Jenny Boucek er yfirþjálfari búðanna og stýrir þeim ásamt fjölda valinkunnra þjálfara og leikmanna úr körfuboltahreyfingunni.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Sport Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira