Velkomin til tíunda áratugarins Björn Teitsson skrifar 18. desember 2014 13:15 Lögin á plötunni eru hröð með melódískum viðlögum. vísir/gva Tónlist Bitter & Resentful Sindri Eldon Smekkleysa Sindri Eldon hefur verið viðloðandi tónlistarsenuna í Reykjavík í að minnsta kosti áratug. Ef út í það er farið var hann auðvitað kominn á svið þegar hann var enn í móðurkviði. Og ætli flestir beri ekki kennsl á hann einmitt vegna þess að hann er sonur Bjarkar Guðmundsdóttur. Má ekki viðurkenna það? Undanfarin tvö ár hefur Sindri hins vegar einbeitt sér að eigin lagasmíðum og haldið úti hljómsveit án þess að það hafi farið allt of mikið fyrir henni. Hún virðist þó yfirleitt dúkka upp í kringum Airwaves-hátíðina ár hvert og svei mér þá ef hún hefur ekki alltaf fengið fína dóma fyrir frammistöðu sína á þeirri hátíð og það er auðvelt að ímynda sér hvers vegna. Fyrsta breiðskífa Sindra heitir Bitter & Resentful. Í stuttu máli er flæðiþéttirinn (e. flux capacitor) settur á fullt og DeLorean-bifreiðin sett á fullt 20 ár aftur í tímann. Þessi diskur, og hér eftir verður rætt um „disk“ því svona músík á aðeins að heyrast á CD-formi, er einfaldlega þrælfínn. Þetta gengur upp. Um er að ræða tónlist sem gæti þess vegna komið frá Bandaríkjunum, „indí-americana“-áhrif alla leið – upp í hugann koma hljómsveitir eins og Weezer, Pavement og Green Day – jafnvel Pixies á köflum. Lögin eru hröð með melódískum viðlögum, textum sem fjalla um angistina sem fylgir táningsárunum eða upphafsárum fullorðinsaldursins, sungið af temmilegu kæruleysi eins og þessi tónlistarstefna gerir ráð fyrir. Diskurinn er sérstaklega á blússandi flugi um miðbikið, lög eins og „Almost Exactly,“ titillagið „Bitter & Resentful,“ „Honey Dew“ og „Doer“ hefðu öll náð beinustu leið á topp X-Dominos listans… árið 1995. En þetta gengur upp! Það liggur við að maður panti pizzu með nautahakki við hlustunina, gangi á ný í boxernærbuxum og hringi úr og í landlínusíma. Hressandi! Niðurstaða: Tímaflakk til 10. áratugar síðustu aldar sem gengur upp. „Teenage angst“ eins og hún gerist best, nú, eða verst. Gagnrýni Menning Tengdar fréttir Það er eitthvað Dave Roback/Hope Sandoval-legt við þetta Ylja vakti verðskuldaða athygli fyrir samnefndan frumburð sveitarinnar sem kom út fyrir réttum tveimur árum. Sveitin er að miklu leyti byggð í kringum söngkonurnar tvær, Bjarteyju Sveinsdóttur og Guðnýju Gígju Skjaldardóttur. 11. desember 2014 12:00 Miðaldra meðvirkni Það er erfitt að segja hvort meðlimir Nýdanskrar gangist við því að vera miðaldra. Í árum talið, jú, en aldur er afstæður og allt það. 16. desember 2014 10:00 Sorrí sigraði með yfirburðum Við höldum áfram þeim samkvæmisleik að velja verstu og bestu titla ársins og nú er komið að geisladiskunum. Þar bar diskur Prins Póló höfuð og herðar yfir keppinautana, tveir af hverjum þremur álitsgjöfum völdu Sorrí besta titil ársins. Mjórra var á munum í keppninni um versta titilinn en Liberté Gulla Briem marði sigur á Eru ekki allir sexí? Helga Björns. 6. desember 2014 12:45 Sumarsmellir í skammdeginu Það er varla hægt að tala um "reggí-endurreisn“ á Íslandi, því það er ekki eins og það hafi verið til einhverjar reggíhljómsveitir hér á landi fyrir aldamót. 4. desember 2014 10:00 Þetta er…fínt Uniimog er hliðarverkefni þeirra Þorsteins Einarssonar og Guðmundar Kristins Jónssonar, sem eru líklega þekktastir fyrir að vera meðlimir reggísveitarinnar Hjálma. 28. nóvember 2014 13:30 Viltu ekki vera með? Rökrétt framhald er önnur breiðskífa Grísalappalísu en fyrsta skífan, Ali, féll nokkuð í skugga framúrskarandi frammistöðu hljómsveitarinnar á fjölmörgum tónleikum undanfarin misseri, sem hafa vakið verðskuldaða athygli. 26. nóvember 2014 12:00 Einlægur óður um glataða ást Platan er einlæg og hefur að geyma góða spretti en vantar slagara. Og þótt það þurfi alltaf að vera vín… þá þarf ekki alltaf að vera rím. 9. desember 2014 12:30 Mjúkir taktar með klassískum áhrifum Kiasmos er samstarfsverkefni þeirra Ólafs Arnalds, sem hefur getið sér ágætis orð fyrir tilraunakennda tónlist undir klassískum áhrifum, og hins færeyska Janusar Rasmussen, sem er þekktastur sem aðaldriffjöðrin í rafpoppsveitinni Bloodgroup. 7. desember 2014 11:30 Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Bitter & Resentful Sindri Eldon Smekkleysa Sindri Eldon hefur verið viðloðandi tónlistarsenuna í Reykjavík í að minnsta kosti áratug. Ef út í það er farið var hann auðvitað kominn á svið þegar hann var enn í móðurkviði. Og ætli flestir beri ekki kennsl á hann einmitt vegna þess að hann er sonur Bjarkar Guðmundsdóttur. Má ekki viðurkenna það? Undanfarin tvö ár hefur Sindri hins vegar einbeitt sér að eigin lagasmíðum og haldið úti hljómsveit án þess að það hafi farið allt of mikið fyrir henni. Hún virðist þó yfirleitt dúkka upp í kringum Airwaves-hátíðina ár hvert og svei mér þá ef hún hefur ekki alltaf fengið fína dóma fyrir frammistöðu sína á þeirri hátíð og það er auðvelt að ímynda sér hvers vegna. Fyrsta breiðskífa Sindra heitir Bitter & Resentful. Í stuttu máli er flæðiþéttirinn (e. flux capacitor) settur á fullt og DeLorean-bifreiðin sett á fullt 20 ár aftur í tímann. Þessi diskur, og hér eftir verður rætt um „disk“ því svona músík á aðeins að heyrast á CD-formi, er einfaldlega þrælfínn. Þetta gengur upp. Um er að ræða tónlist sem gæti þess vegna komið frá Bandaríkjunum, „indí-americana“-áhrif alla leið – upp í hugann koma hljómsveitir eins og Weezer, Pavement og Green Day – jafnvel Pixies á köflum. Lögin eru hröð með melódískum viðlögum, textum sem fjalla um angistina sem fylgir táningsárunum eða upphafsárum fullorðinsaldursins, sungið af temmilegu kæruleysi eins og þessi tónlistarstefna gerir ráð fyrir. Diskurinn er sérstaklega á blússandi flugi um miðbikið, lög eins og „Almost Exactly,“ titillagið „Bitter & Resentful,“ „Honey Dew“ og „Doer“ hefðu öll náð beinustu leið á topp X-Dominos listans… árið 1995. En þetta gengur upp! Það liggur við að maður panti pizzu með nautahakki við hlustunina, gangi á ný í boxernærbuxum og hringi úr og í landlínusíma. Hressandi! Niðurstaða: Tímaflakk til 10. áratugar síðustu aldar sem gengur upp. „Teenage angst“ eins og hún gerist best, nú, eða verst.
Gagnrýni Menning Tengdar fréttir Það er eitthvað Dave Roback/Hope Sandoval-legt við þetta Ylja vakti verðskuldaða athygli fyrir samnefndan frumburð sveitarinnar sem kom út fyrir réttum tveimur árum. Sveitin er að miklu leyti byggð í kringum söngkonurnar tvær, Bjarteyju Sveinsdóttur og Guðnýju Gígju Skjaldardóttur. 11. desember 2014 12:00 Miðaldra meðvirkni Það er erfitt að segja hvort meðlimir Nýdanskrar gangist við því að vera miðaldra. Í árum talið, jú, en aldur er afstæður og allt það. 16. desember 2014 10:00 Sorrí sigraði með yfirburðum Við höldum áfram þeim samkvæmisleik að velja verstu og bestu titla ársins og nú er komið að geisladiskunum. Þar bar diskur Prins Póló höfuð og herðar yfir keppinautana, tveir af hverjum þremur álitsgjöfum völdu Sorrí besta titil ársins. Mjórra var á munum í keppninni um versta titilinn en Liberté Gulla Briem marði sigur á Eru ekki allir sexí? Helga Björns. 6. desember 2014 12:45 Sumarsmellir í skammdeginu Það er varla hægt að tala um "reggí-endurreisn“ á Íslandi, því það er ekki eins og það hafi verið til einhverjar reggíhljómsveitir hér á landi fyrir aldamót. 4. desember 2014 10:00 Þetta er…fínt Uniimog er hliðarverkefni þeirra Þorsteins Einarssonar og Guðmundar Kristins Jónssonar, sem eru líklega þekktastir fyrir að vera meðlimir reggísveitarinnar Hjálma. 28. nóvember 2014 13:30 Viltu ekki vera með? Rökrétt framhald er önnur breiðskífa Grísalappalísu en fyrsta skífan, Ali, féll nokkuð í skugga framúrskarandi frammistöðu hljómsveitarinnar á fjölmörgum tónleikum undanfarin misseri, sem hafa vakið verðskuldaða athygli. 26. nóvember 2014 12:00 Einlægur óður um glataða ást Platan er einlæg og hefur að geyma góða spretti en vantar slagara. Og þótt það þurfi alltaf að vera vín… þá þarf ekki alltaf að vera rím. 9. desember 2014 12:30 Mjúkir taktar með klassískum áhrifum Kiasmos er samstarfsverkefni þeirra Ólafs Arnalds, sem hefur getið sér ágætis orð fyrir tilraunakennda tónlist undir klassískum áhrifum, og hins færeyska Janusar Rasmussen, sem er þekktastur sem aðaldriffjöðrin í rafpoppsveitinni Bloodgroup. 7. desember 2014 11:30 Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Það er eitthvað Dave Roback/Hope Sandoval-legt við þetta Ylja vakti verðskuldaða athygli fyrir samnefndan frumburð sveitarinnar sem kom út fyrir réttum tveimur árum. Sveitin er að miklu leyti byggð í kringum söngkonurnar tvær, Bjarteyju Sveinsdóttur og Guðnýju Gígju Skjaldardóttur. 11. desember 2014 12:00
Miðaldra meðvirkni Það er erfitt að segja hvort meðlimir Nýdanskrar gangist við því að vera miðaldra. Í árum talið, jú, en aldur er afstæður og allt það. 16. desember 2014 10:00
Sorrí sigraði með yfirburðum Við höldum áfram þeim samkvæmisleik að velja verstu og bestu titla ársins og nú er komið að geisladiskunum. Þar bar diskur Prins Póló höfuð og herðar yfir keppinautana, tveir af hverjum þremur álitsgjöfum völdu Sorrí besta titil ársins. Mjórra var á munum í keppninni um versta titilinn en Liberté Gulla Briem marði sigur á Eru ekki allir sexí? Helga Björns. 6. desember 2014 12:45
Sumarsmellir í skammdeginu Það er varla hægt að tala um "reggí-endurreisn“ á Íslandi, því það er ekki eins og það hafi verið til einhverjar reggíhljómsveitir hér á landi fyrir aldamót. 4. desember 2014 10:00
Þetta er…fínt Uniimog er hliðarverkefni þeirra Þorsteins Einarssonar og Guðmundar Kristins Jónssonar, sem eru líklega þekktastir fyrir að vera meðlimir reggísveitarinnar Hjálma. 28. nóvember 2014 13:30
Viltu ekki vera með? Rökrétt framhald er önnur breiðskífa Grísalappalísu en fyrsta skífan, Ali, féll nokkuð í skugga framúrskarandi frammistöðu hljómsveitarinnar á fjölmörgum tónleikum undanfarin misseri, sem hafa vakið verðskuldaða athygli. 26. nóvember 2014 12:00
Einlægur óður um glataða ást Platan er einlæg og hefur að geyma góða spretti en vantar slagara. Og þótt það þurfi alltaf að vera vín… þá þarf ekki alltaf að vera rím. 9. desember 2014 12:30
Mjúkir taktar með klassískum áhrifum Kiasmos er samstarfsverkefni þeirra Ólafs Arnalds, sem hefur getið sér ágætis orð fyrir tilraunakennda tónlist undir klassískum áhrifum, og hins færeyska Janusar Rasmussen, sem er þekktastur sem aðaldriffjöðrin í rafpoppsveitinni Bloodgroup. 7. desember 2014 11:30