Hreppaflutningar og hagsmunir fyrirtækja Ólafur Stephensen skrifar 20. desember 2014 07:00 Stefna ríkisstjórnarinnar um að flytja opinber störf út á land virðist framkvæmd af meira kappi en forsjá. Ákveðið var að flytja Fiskistofu til Akureyrar án þess að nokkuð lægi fyrir um hagkvæmni þeirrar ráðstöfunar. Flest bendir til að flutningur stofnunarinnar muni bæði kosta mikið og rekstur hennar verða dýrari fyrir norðan, til dæmis af því að starfsfólkið ætlar ekki með og það kostar mikið að ráða og þjálfa nýtt fólk. Þá hefur engin úttekt verið gerð á faglegum ávinningi flutningsins; hvort Fiskistofa muni geta rækt eftirlits- og þjónustuhlutverk sitt gagnvart atvinnulífinu jafn vel, betur eða verr en áður. Enginn hefur heldur spurt hvort það verði hugsanlega flóknara og dýrara fyrir sjávarútveginn að vera í samskiptum við stofnunina eftir flutning.Þvert á hagræðingarmarkmiðin Nú skjóta upp kollinum nýjar tillögur um flutning opinberra stofnana frá höfuðborgarsvæðinu, sem eru sama marki brenndar. Ekkert mat á kostnaði, rekstrarhagræði eða faglegum ávinningi liggur að baki óskalista um hreppaflutninga stofnana í þágu meintrar byggðastefnu. Þetta er þvert á ákvæði stjórnarsáttmálans um aukinn aga og sparnað í ríkisfjármálunum, lækkun skatta og niðurgreiðslu skulda. Ríkisstjórnin stofnaði sérstakan hagræðingarhóp, sem á að „velta við hverjum steini“ í leit að möguleikum til að „hagræða og forgangsraða og auka skilvirkni stofnana ríkisins“. Á sama tíma starfa nefndir á vegum stjórnvalda við að gera tillögur um dýra og vanhugsaða flutninga stofnana landshorna á milli. Það eru sanngirnisrök fyrir því að landsbyggðin eigi sinn hlut í opinberum rekstri. En þá er hugsanlega nær að setja nýjar stofnanir niður utan höfuðborgarsvæðisins en að flytja rótgróna starfsemi á milli byggðarlaga með tilheyrandi kostnaði og raski.Áhyggjuefni fyrir fyrirtækin Fyrir fyrirtækin í landinu er sérstakt áhyggjuefni þegar rætt er um að færa á milli landshluta eftirlits- og þjónustustofnanir sem sinna atvinnulífinu, án þess að nokkurt mat á kostnaðinum liggi fyrir. Verði afleiðingin sú að rekstur þeirra verði óhagkvæmari og dýrari eftir flutning, getur það þýtt þrennt fyrir fyrirtækin sem þurfa að leita til þessara stofnana. Í fyrsta lagi getur orðið dýrara að vera í samskiptum við þær, einfaldlega vegna fjarlægða. Það er ástæða fyrir því að mikill meirihluti fyrirtækja landsins er staðsettur á suðvesturhorninu þar sem flestir búa og sama ástæða fyrir því að þar eru opinberar þjónustustofnanir settar niður. Í öðru lagi er afar líklegt að með hærri rekstrarkostnaði verði tilhneigingin sú að hækka þjónustu- og eftirlitsgjöld á fyrirtæki. Þau eru nógu há og íþyngjandi eins og staðan er núna og engan veginn á þau bætandi. Í þriðja lagi hefur þróunin verið sú hjá hinu opinbera undanfarin ár að hætta að rukka fyrirtæki um gjöld fyrir það eftirlit eða þjónustu sem raunverulega er látið í té og færa gjaldtökuna fremur yfir í skattheimtu, þar sem stofnunum eru markaðir tekjustofnar með því að gera fyrirtækjunum til dæmis að greiða ákveðið hlutfall af veltu í skatt. Dýrari rekstur opinberra eftirlitsstofnana hefði mjög líklega í för með sér hækkun á þessum sköttum. Atvinnulífið á því heimtingu á að ekki séu teknar vanhugsaðar ákvarðanir um að flytja eftirlits- og þjónustustofnanir á milli landshluta án þess að fyrir liggi vönduð greining á hagkvæmni flutningsins, áhrifum á faglegt starf viðkomandi stofnunar og á hagsmuni þeirra sem þurfa eitthvað til hennar að sækja. Annað eru einfaldlega ekki boðleg vinnubrögð við framkvæmd opinberrar stefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Stefna ríkisstjórnarinnar um að flytja opinber störf út á land virðist framkvæmd af meira kappi en forsjá. Ákveðið var að flytja Fiskistofu til Akureyrar án þess að nokkuð lægi fyrir um hagkvæmni þeirrar ráðstöfunar. Flest bendir til að flutningur stofnunarinnar muni bæði kosta mikið og rekstur hennar verða dýrari fyrir norðan, til dæmis af því að starfsfólkið ætlar ekki með og það kostar mikið að ráða og þjálfa nýtt fólk. Þá hefur engin úttekt verið gerð á faglegum ávinningi flutningsins; hvort Fiskistofa muni geta rækt eftirlits- og þjónustuhlutverk sitt gagnvart atvinnulífinu jafn vel, betur eða verr en áður. Enginn hefur heldur spurt hvort það verði hugsanlega flóknara og dýrara fyrir sjávarútveginn að vera í samskiptum við stofnunina eftir flutning.Þvert á hagræðingarmarkmiðin Nú skjóta upp kollinum nýjar tillögur um flutning opinberra stofnana frá höfuðborgarsvæðinu, sem eru sama marki brenndar. Ekkert mat á kostnaði, rekstrarhagræði eða faglegum ávinningi liggur að baki óskalista um hreppaflutninga stofnana í þágu meintrar byggðastefnu. Þetta er þvert á ákvæði stjórnarsáttmálans um aukinn aga og sparnað í ríkisfjármálunum, lækkun skatta og niðurgreiðslu skulda. Ríkisstjórnin stofnaði sérstakan hagræðingarhóp, sem á að „velta við hverjum steini“ í leit að möguleikum til að „hagræða og forgangsraða og auka skilvirkni stofnana ríkisins“. Á sama tíma starfa nefndir á vegum stjórnvalda við að gera tillögur um dýra og vanhugsaða flutninga stofnana landshorna á milli. Það eru sanngirnisrök fyrir því að landsbyggðin eigi sinn hlut í opinberum rekstri. En þá er hugsanlega nær að setja nýjar stofnanir niður utan höfuðborgarsvæðisins en að flytja rótgróna starfsemi á milli byggðarlaga með tilheyrandi kostnaði og raski.Áhyggjuefni fyrir fyrirtækin Fyrir fyrirtækin í landinu er sérstakt áhyggjuefni þegar rætt er um að færa á milli landshluta eftirlits- og þjónustustofnanir sem sinna atvinnulífinu, án þess að nokkurt mat á kostnaðinum liggi fyrir. Verði afleiðingin sú að rekstur þeirra verði óhagkvæmari og dýrari eftir flutning, getur það þýtt þrennt fyrir fyrirtækin sem þurfa að leita til þessara stofnana. Í fyrsta lagi getur orðið dýrara að vera í samskiptum við þær, einfaldlega vegna fjarlægða. Það er ástæða fyrir því að mikill meirihluti fyrirtækja landsins er staðsettur á suðvesturhorninu þar sem flestir búa og sama ástæða fyrir því að þar eru opinberar þjónustustofnanir settar niður. Í öðru lagi er afar líklegt að með hærri rekstrarkostnaði verði tilhneigingin sú að hækka þjónustu- og eftirlitsgjöld á fyrirtæki. Þau eru nógu há og íþyngjandi eins og staðan er núna og engan veginn á þau bætandi. Í þriðja lagi hefur þróunin verið sú hjá hinu opinbera undanfarin ár að hætta að rukka fyrirtæki um gjöld fyrir það eftirlit eða þjónustu sem raunverulega er látið í té og færa gjaldtökuna fremur yfir í skattheimtu, þar sem stofnunum eru markaðir tekjustofnar með því að gera fyrirtækjunum til dæmis að greiða ákveðið hlutfall af veltu í skatt. Dýrari rekstur opinberra eftirlitsstofnana hefði mjög líklega í för með sér hækkun á þessum sköttum. Atvinnulífið á því heimtingu á að ekki séu teknar vanhugsaðar ákvarðanir um að flytja eftirlits- og þjónustustofnanir á milli landshluta án þess að fyrir liggi vönduð greining á hagkvæmni flutningsins, áhrifum á faglegt starf viðkomandi stofnunar og á hagsmuni þeirra sem þurfa eitthvað til hennar að sækja. Annað eru einfaldlega ekki boðleg vinnubrögð við framkvæmd opinberrar stefnu.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun