Hefðbundið að veita orðu án tilkynningar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. desember 2014 09:00 Forsætisráðherra var veittur stórkross þann 13. desember. vísir/gva Hefðbundið er að handhafar forsetavalds, forseti Alþingis, forsætisráðherra og forseti Hæstaréttar, séu sæmdir fálkaorðunni og að athöfnin fari fram á Bessastöðum. Ekki er hefð fyrir því að tilkynnt sé sérstaklega um veitinguna heldur sé hún skráð á heimasíðu forsetaembættisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands til fjölmiðla. Sami háttur hefur verið hafður á orðuveitingum til sendiherra erlendra ríkja. Í tilkynningunni kemur einnig fram að sá háttur hafi verið hafður á að fálkaorðan sé veitt tvisvar á ári, á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, og nýársdag, 1. janúar. Þeim veitingum séu fjölmiðlar látnir vita af. Fáeinar orðuveitingar séu utan þessara tveggja daga og hafi ekki þótt ástæða fyrir því að tilkynna þær sérstaklega. Þann 13. desember síðastliðinn var Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra veittur stórkross hinnar íslensku fálkaorðu og Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis, veittur stórriddarakross degi áður. Það spurðist af orðuveitingunni núna um jólin og vakti hún nokkur viðbrögð í samfélaginu þegar fréttir af henni bárust á vefmiðlum. Allir forsætisráðherrar lýðveldisins, að fjórum undanskildum, hafa hlotið orðuna. Þeir sem hlutu hana ekki eru feðgarnir Hermann Jónasson og Steingrímur Hermannsson auk þeirra Benedikts Gröndal og Jóhönnu Sigurðardóttur. Stig fálkaorðunnar eru fimm talsins. Hið fyrsta er riddarakrossinn og flestir orðuþegar eru sæmdir honum. Næst kemur stórriddarakross, þar næst stórriddarakross með stjörnu og loks stórkross. Æðsta stig orðunnar er keðja ásamt stórkrossstjörnu en hún er eingöngu borin af þjóðhöfðingjum. „Íslendingar hafa ekki mikla hefð fyrir svona vegtyllum og lengi framan af þótti þetta vafasamur heiður,“ sagði Guðmundur Hálfdánarson sagnfræðingur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Það þótti bera vott um konungshollustu að vera sæmdur orðunum. Fálkaorðunni var komið á fót í opinberri heimsókn Kristjáns X. Danakonungs árið 1921 og var konungur fyrsti stórmeistari orðunnar. Sá titill er nú forsetans. „Þetta er auðvitað ákveðin arfleifð frá eldri tíma og sérstaklega þessi riddaranafnbót sem tengist þessu og þessi mismunandi stig regluverksins. Það kannski hljómar svolítið einkennilega nú til dags að sumir séu á einhvern hátt merkilegri en aðrir,“ segir Guðmundur Hálfdánarson og bætir við að ræturnar liggi í löngu horfnu samfélagi. Fálkaorðan Tengdar fréttir Segir orðuveitinguna falla illa að lýðræðishugmyndum okkar í dag Veiting fálkaorðunnar á sér rætur í gamalgrónum aðalsiðum þar sem riddarareglur eru við lýði og skipa fólki í virðingarstiga þótt engin afrek stæðu að baki. 26. desember 2014 13:37 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Sjá meira
Hefðbundið er að handhafar forsetavalds, forseti Alþingis, forsætisráðherra og forseti Hæstaréttar, séu sæmdir fálkaorðunni og að athöfnin fari fram á Bessastöðum. Ekki er hefð fyrir því að tilkynnt sé sérstaklega um veitinguna heldur sé hún skráð á heimasíðu forsetaembættisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands til fjölmiðla. Sami háttur hefur verið hafður á orðuveitingum til sendiherra erlendra ríkja. Í tilkynningunni kemur einnig fram að sá háttur hafi verið hafður á að fálkaorðan sé veitt tvisvar á ári, á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, og nýársdag, 1. janúar. Þeim veitingum séu fjölmiðlar látnir vita af. Fáeinar orðuveitingar séu utan þessara tveggja daga og hafi ekki þótt ástæða fyrir því að tilkynna þær sérstaklega. Þann 13. desember síðastliðinn var Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra veittur stórkross hinnar íslensku fálkaorðu og Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis, veittur stórriddarakross degi áður. Það spurðist af orðuveitingunni núna um jólin og vakti hún nokkur viðbrögð í samfélaginu þegar fréttir af henni bárust á vefmiðlum. Allir forsætisráðherrar lýðveldisins, að fjórum undanskildum, hafa hlotið orðuna. Þeir sem hlutu hana ekki eru feðgarnir Hermann Jónasson og Steingrímur Hermannsson auk þeirra Benedikts Gröndal og Jóhönnu Sigurðardóttur. Stig fálkaorðunnar eru fimm talsins. Hið fyrsta er riddarakrossinn og flestir orðuþegar eru sæmdir honum. Næst kemur stórriddarakross, þar næst stórriddarakross með stjörnu og loks stórkross. Æðsta stig orðunnar er keðja ásamt stórkrossstjörnu en hún er eingöngu borin af þjóðhöfðingjum. „Íslendingar hafa ekki mikla hefð fyrir svona vegtyllum og lengi framan af þótti þetta vafasamur heiður,“ sagði Guðmundur Hálfdánarson sagnfræðingur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Það þótti bera vott um konungshollustu að vera sæmdur orðunum. Fálkaorðunni var komið á fót í opinberri heimsókn Kristjáns X. Danakonungs árið 1921 og var konungur fyrsti stórmeistari orðunnar. Sá titill er nú forsetans. „Þetta er auðvitað ákveðin arfleifð frá eldri tíma og sérstaklega þessi riddaranafnbót sem tengist þessu og þessi mismunandi stig regluverksins. Það kannski hljómar svolítið einkennilega nú til dags að sumir séu á einhvern hátt merkilegri en aðrir,“ segir Guðmundur Hálfdánarson og bætir við að ræturnar liggi í löngu horfnu samfélagi.
Fálkaorðan Tengdar fréttir Segir orðuveitinguna falla illa að lýðræðishugmyndum okkar í dag Veiting fálkaorðunnar á sér rætur í gamalgrónum aðalsiðum þar sem riddarareglur eru við lýði og skipa fólki í virðingarstiga þótt engin afrek stæðu að baki. 26. desember 2014 13:37 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Sjá meira
Segir orðuveitinguna falla illa að lýðræðishugmyndum okkar í dag Veiting fálkaorðunnar á sér rætur í gamalgrónum aðalsiðum þar sem riddarareglur eru við lýði og skipa fólki í virðingarstiga þótt engin afrek stæðu að baki. 26. desember 2014 13:37
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent