Harald gengur til liðs við Sagafilm Þórður Ingi Jónsson skrifar 27. desember 2014 10:30 Harald Haraldsson hefur getið sér gott orð sem leikstjóri. vísir/stefán „Mín aðkoma verður sem leikstjóri fyrir tilfallandi kvikmynduð auglýsingaverkefni á Íslandi, að öðru leyti haldast mínir hagir óbreyttir í öðrum verkefnum erlendis og eigin rekstri,“ segir Harald Haraldsson, leikstjóri og listamaður. Hann hefur nú gengið til liðs við fyrirtækið Sagafilm. „Þetta samstarf er nokkuð nýtilkomið og verður spennandi að hefjast handa strax á nýju ári.“ Harald er búsettur í New York og hefur unnið jöfnum höndum að auglýsingum, tónlistarmyndböndum og gagnvirkum listaverkum. Hann hefur getið sér gott orð sem leikstjóri með framsækinn stíl sem sækir oft innblástur í list og tækni, til dæmis í auglýsingu fyrir Símann og Samsung þar sem iðnaðarvélmenni voru forrituð til að stjórna upptökuferlinu. „Okkar samstarf verður ekki drifið áfram af tækni heldur frekar fyrsta flokks auglýsingaframleiðslu og kvikmyndagerð sem á erindi við fólk. Samanborið við mín fyrri verkefni þá held ég að okkar samstarf verði að vissu leyti hefðbundnara, en engu að síður með mínum stílbrigðum sem oft eru vissulega innblásin af tækni,“ segir Harald. Bíó og sjónvarp Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
„Mín aðkoma verður sem leikstjóri fyrir tilfallandi kvikmynduð auglýsingaverkefni á Íslandi, að öðru leyti haldast mínir hagir óbreyttir í öðrum verkefnum erlendis og eigin rekstri,“ segir Harald Haraldsson, leikstjóri og listamaður. Hann hefur nú gengið til liðs við fyrirtækið Sagafilm. „Þetta samstarf er nokkuð nýtilkomið og verður spennandi að hefjast handa strax á nýju ári.“ Harald er búsettur í New York og hefur unnið jöfnum höndum að auglýsingum, tónlistarmyndböndum og gagnvirkum listaverkum. Hann hefur getið sér gott orð sem leikstjóri með framsækinn stíl sem sækir oft innblástur í list og tækni, til dæmis í auglýsingu fyrir Símann og Samsung þar sem iðnaðarvélmenni voru forrituð til að stjórna upptökuferlinu. „Okkar samstarf verður ekki drifið áfram af tækni heldur frekar fyrsta flokks auglýsingaframleiðslu og kvikmyndagerð sem á erindi við fólk. Samanborið við mín fyrri verkefni þá held ég að okkar samstarf verði að vissu leyti hefðbundnara, en engu að síður með mínum stílbrigðum sem oft eru vissulega innblásin af tækni,“ segir Harald.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira