
Við viljum samráð
Borgarstjórinn hafði góðar og gildar ástæður fyrir þessari skoðun sinni. Blind samkeppni sveitarfélaganna á stór-höfuðborgarsvæðinu, sem nær frá Akranesi að Reykjanesi og austur á Selfoss, leiddi til mikillar offjárfestingar í dreifðri og óhagkvæmri byggð, tómu húsnæði og auðum byggingarlóðum. Fyrsti áratugur 21. aldarinnar mun líklega fara í sögubækurnar sem áratugur takmarkalausrar þenslu, ó(sam)ráðs og hruns.
Ástæðunnar fyrir öllu því klúðri er ekki bara að leita í ódýru lánsfé, heldur líka í skipulagsáætlunum sveitarfélaga sem gáfu sér stökkbreytingu í mannfjölda á sínu svæði. Um það er fjallað í merkri skýrslu „Veðjað á vöxt“ sem Háskólinn í Reykjavík gaf út fyrir nokkrum misserum.
Ég reikna með að borgarstjóranum hafi blöskrað öll sú mikla sóun á fjármunum, verðmætu landi, auðlindum, orku og tíma sem veðjað-á-vöxt-stefnan hafði í för með sér.
Hvað er til ráða. Undanfarin ár hafa fulltrúar sveitarfélaganna sjö á höfuðborgarsvæðinu unnið að gerð nýs svæðisskipulags sem á að gilda frá 2015 til 2040. Það byggir á skuldbindandi samkomulagi sveitarfélaganna frá 24. ágúst 2012 um að stefna að hagkvæmri og sjálfbærri borgarþróun. Í fylgisskjali samkomulagsins er hnykkt sérstaklega á því. Þar segir að markmið um sjálfbæra þróun verði „ráðandi í skipulagi svæðisins með blandaðri landnotkun, þéttingu byggðar og vistvænum samgöngum“.
Í svæðisskipulaginu er gengið út frá því að höfuðborgarsvæðið sé eitt búsetusvæði, einn atvinnu- og húsnæðismarkaður, með sameiginleg grunnkerfi, útivistarsvæði, auðlindir, útmörk, landslag og náttúru.
Það sem meira er: Svæðisskipulagið er virk skipulagsáætlun sem verður fylgt eftir allan tímann sem það verður í gildi. Í samkomulagi sveitarfélaganna segir að sveitarfélögin skuldbindi sig til að virða skipulagið og hafa það að leiðarljósi við gerð aðalskipulags og endurskoðunar þess.
Skoðun

Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli?
Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar

Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta?
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana
Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar

Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims
Sigvaldi Einarsson skrifar

Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu
Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar

Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar
Finnur Th. Eiríksson skrifar

Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu
Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar

Hið landlæga fúsk
Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Þetta þarftu að vita: 12 atriði
Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar

Ég frétti af konu
Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar

Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Eineltið endaði með örkumlun
Davíð Bergmann skrifar

Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs
Finnur Ulf Dellsén skrifar

Við megum ekki tapa leiknum utan vallar
Eysteinn Pétur Lárusson skrifar

Börnin heyra bara sprengjugnýinn
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Gagnslausa fólkið
Þröstur Friðfinnsson skrifar

Tjáningarfrelsi
Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar

Allt mun fara vel
Bjarni Karlsson skrifar

Normið á ekki síðasta orðið
Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar

Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað?
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar

Við lifum á tíma fasisma
Una Margrét Jónsdóttir skrifar

Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Hinir miklu lýðræðissinnar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Kolefnishlutleysi eftir 15 ár?
Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar

Gleði eða ógleði?
Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar

Tískuorð eða sjálfsögð réttindi?
Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar

Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir
Freyr Ólafsson skrifar

Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí
Snæbjörn Guðmundsson skrifar