Rúmlega 30 skjálftar hafa mælst við Bárðarbungu á síðasta sólarhring. Um fimm skjálftar eru milli 4 og 5.
Stærsti skjálftinn varð klukkan 18:47 í gær 5,1 af stærð við norðausturbrún Bárðarbunguöskjunnar. Á annan tug skjálfta hafa mælst í ganginum, flestir um og innan við eitt stig.
Ágætlega sést til gossins á vefmyndavélum og virðist svipaður gangur í því og verið hefur undanfarið.
