Umsátrinu í París lokið: Gíslatökumennirnir féllu í aðgerðum lögreglu Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2015 08:54 Allir gíslatökumennirnir þrír féllu í aðgerðum lögreglu. Minnst fjórir gíslar létust einnig. Vísir/AFP Lögregla réðst til atlögu gegn báðum gíslatökustöðunum í og í kringum París um klukkan 16. AFP greinir frá því að bræðurnir Said og Cherif Kouachi séu báðir látnir og að takist hafi að bjarga gíslinum í prentsmiðjunni í Dammartin. Greint hefur verið frá því að gíslatökumaðurinn í París hafi fallið í aðgerðum lögreglu auk að minnsta kosti fjögurra gísla sem voru í versluninni. Áður hafði verið greint frá því að allir gíslarnir hefðu komist lífs af. Ekki liggur fyrir hvort þeir hafi látist fyrir eða eftir áhlaup lögreglu.Umsátur hófst í morgun Mikil lögregluaðgerð hefur staðið yfir í Dammartin-en-Goële, 35 kílómetra norðaustur af París, í allan dag en Kouachi-bræðurnir, sem grunaðir eru um árásina á skrifstofur Charlie Hebdo, hafa haldið þar til með minnst einn gísl í haldi. AFP greinir frá því að bræðurnir hafi haldið út úr prentsmiðjunni og byrjað að skjóta í átt að lögreglu. Hafi þeir verið skotnir til bana. Skothljóð og fjórar eða fimm sprengingar heyrðust í sjónvarpsútsendingum frá staðnum. Tveir lögreglumenn særðust í aðgerðum við verslunina í austurhluta Parísarborgar. Minnst fjórir gíslar létu lífið í umsátrinu í austurhluta Parísar. Franska lögreglan réðist til atlögu gegn gíslatökustöðunum í samræmdri aðgerð. Alsírska leyniþjónustan varaði á þriðjudag frönsk yfirvöld við yfirvofandi hryðjuverkaárás. Það var daginn áður en að ráðist var á skrifstofur satírublaðsins Charlie Hebdo. Franska sjónvarpsstöðin iTele greinir frá þessu. Bræðurnir eru ættaðir frá Alsír.Tengdist bræðrunum Amedy Coulibaly réðist þungvopnaður inn í kosher matvöruverslun í Porte de Vincennes í austurhluta Parísar og tók minnst fimm gíslingu, þar á meðal börn í dag eftir að umsátur í Dammartin-en-Goële hafði staðið í nokkurn tíma. Samkvæmt sjónarvottum var hann vopnaður tveimur Kalashnikov-hríðskotarifflum. Coulibaly hafði krafist þess við lögreglu að Kouachi-bræðrunum yrði sleppt úr umsátri lögreglunnar. Samkvæmt frönskum fjölmiðlum tengdist Coulibaly bræðrunum. Coulibaly er með langan sakaferil og hefur margoft verið dæmdur vegna þjófnaðar- og fíkniefnamála. Þá hefur nafn hans komið upp í tengslum við lögreglurannsóknir þar sem nafn Cherif Kouachi hefur komið upp. Að sögn Le Monde voru Coulibaly og Cherif Kouachi tveir af nánustu fylgjendum hins dæmda hryðjuverkamanns, Djamel Beghal . Símahleranir lögreglu hafi leitt í ljós að tvímenningarnir hafi heimsótt heimili Beghal í bænum Murat í suðurhluta Frakklands.Reyndu að drepa prentfrelsið Bræðurnir eru grunaðir eru um árásina á ritstjórnarskrifstofum Charlie Hebdo á miðvikudaginn. Tólf manns létust í árásinni, þar af tveir lögreglumenn og átta starfsmenn blaðsins. Þjóðarsorg var í Frakklandi í gær og hefur viðbúnaður verið færður á hæsta stig í París og á þeim stöðum sem mannanna hefur verið leitað. Mikill víðbúnaður var við ritstjórnarskrifstofur Liberation í París í morgun þar sem blaðamenn og teiknarar hafa komið saman til að vinna að útgáfu næsta tölublaðs Charlie Hebdo. Valls forsætisráðherra heimsótti ritstjórnarskrifstofurnar um hádegisbil. Sagði hann árásarmennina reynt að drepa prentfrelsið og sterkasta svarið við því væri að halda útgáfu blaðsins Charlie Hebdo áfram. Stór hluti ritstjórnarinnar lést í árásinni og hafa aðrir fjölmiðlar boðið fram starfskrafta til að tryggja útgáfu blaðsins, þar á meðal Liberation. Þá hefur franska ríkið einnig boðið fram stuðning. Tölublaðið verður gefið út í milljón eintaka, en blaðið var vanalega gefið út í minna en 60 þúsund eintökum. Charlie Hebdo Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Lögregla réðst til atlögu gegn báðum gíslatökustöðunum í og í kringum París um klukkan 16. AFP greinir frá því að bræðurnir Said og Cherif Kouachi séu báðir látnir og að takist hafi að bjarga gíslinum í prentsmiðjunni í Dammartin. Greint hefur verið frá því að gíslatökumaðurinn í París hafi fallið í aðgerðum lögreglu auk að minnsta kosti fjögurra gísla sem voru í versluninni. Áður hafði verið greint frá því að allir gíslarnir hefðu komist lífs af. Ekki liggur fyrir hvort þeir hafi látist fyrir eða eftir áhlaup lögreglu.Umsátur hófst í morgun Mikil lögregluaðgerð hefur staðið yfir í Dammartin-en-Goële, 35 kílómetra norðaustur af París, í allan dag en Kouachi-bræðurnir, sem grunaðir eru um árásina á skrifstofur Charlie Hebdo, hafa haldið þar til með minnst einn gísl í haldi. AFP greinir frá því að bræðurnir hafi haldið út úr prentsmiðjunni og byrjað að skjóta í átt að lögreglu. Hafi þeir verið skotnir til bana. Skothljóð og fjórar eða fimm sprengingar heyrðust í sjónvarpsútsendingum frá staðnum. Tveir lögreglumenn særðust í aðgerðum við verslunina í austurhluta Parísarborgar. Minnst fjórir gíslar létu lífið í umsátrinu í austurhluta Parísar. Franska lögreglan réðist til atlögu gegn gíslatökustöðunum í samræmdri aðgerð. Alsírska leyniþjónustan varaði á þriðjudag frönsk yfirvöld við yfirvofandi hryðjuverkaárás. Það var daginn áður en að ráðist var á skrifstofur satírublaðsins Charlie Hebdo. Franska sjónvarpsstöðin iTele greinir frá þessu. Bræðurnir eru ættaðir frá Alsír.Tengdist bræðrunum Amedy Coulibaly réðist þungvopnaður inn í kosher matvöruverslun í Porte de Vincennes í austurhluta Parísar og tók minnst fimm gíslingu, þar á meðal börn í dag eftir að umsátur í Dammartin-en-Goële hafði staðið í nokkurn tíma. Samkvæmt sjónarvottum var hann vopnaður tveimur Kalashnikov-hríðskotarifflum. Coulibaly hafði krafist þess við lögreglu að Kouachi-bræðrunum yrði sleppt úr umsátri lögreglunnar. Samkvæmt frönskum fjölmiðlum tengdist Coulibaly bræðrunum. Coulibaly er með langan sakaferil og hefur margoft verið dæmdur vegna þjófnaðar- og fíkniefnamála. Þá hefur nafn hans komið upp í tengslum við lögreglurannsóknir þar sem nafn Cherif Kouachi hefur komið upp. Að sögn Le Monde voru Coulibaly og Cherif Kouachi tveir af nánustu fylgjendum hins dæmda hryðjuverkamanns, Djamel Beghal . Símahleranir lögreglu hafi leitt í ljós að tvímenningarnir hafi heimsótt heimili Beghal í bænum Murat í suðurhluta Frakklands.Reyndu að drepa prentfrelsið Bræðurnir eru grunaðir eru um árásina á ritstjórnarskrifstofum Charlie Hebdo á miðvikudaginn. Tólf manns létust í árásinni, þar af tveir lögreglumenn og átta starfsmenn blaðsins. Þjóðarsorg var í Frakklandi í gær og hefur viðbúnaður verið færður á hæsta stig í París og á þeim stöðum sem mannanna hefur verið leitað. Mikill víðbúnaður var við ritstjórnarskrifstofur Liberation í París í morgun þar sem blaðamenn og teiknarar hafa komið saman til að vinna að útgáfu næsta tölublaðs Charlie Hebdo. Valls forsætisráðherra heimsótti ritstjórnarskrifstofurnar um hádegisbil. Sagði hann árásarmennina reynt að drepa prentfrelsið og sterkasta svarið við því væri að halda útgáfu blaðsins Charlie Hebdo áfram. Stór hluti ritstjórnarinnar lést í árásinni og hafa aðrir fjölmiðlar boðið fram starfskrafta til að tryggja útgáfu blaðsins, þar á meðal Liberation. Þá hefur franska ríkið einnig boðið fram stuðning. Tölublaðið verður gefið út í milljón eintaka, en blaðið var vanalega gefið út í minna en 60 þúsund eintökum.
Charlie Hebdo Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira