Verkalýðsfélag lögreglumanna í París gaf í dag út tilkynningu þar sem morðið var fordæmt. Nicolas Comte, aðstoðarformaður verkalýðsfélagsins, sagði samstarfsmenn Ahmed hafa orðið fyrir miklum áhrifum vegna myndbands sem sýnir mennina „slátra honum eins og hundi“.
Sá sem fyrstur notaði kassamerkið var Dyab Abou Jahjah. Hann skrifaði: „Ég er ekki Charlie, ég er látna löggan Ahmed. Charlie gerði lítið úr trú minni og menningu og ég lét lífið við að verja rétt þeirra til að gera það.“
I am not Charlie, I am Ahmed the dead cop. Charlie ridiculed my faith and culture and I died defending his right to do so. #JesuisAhmed
— Dyab Abou Jahjah (@Aboujahjah) January 8, 2015