Morðin í París sögð lýsa fyrirlitlegum heigulshætti Jakob Bjarnar skrifar 8. janúar 2015 16:05 Egill Örn. Íslenskir bókaútgefendur, sem og Félag evrópskra bókaútgefenda, fordæma morðin í París afdráttarlaust. Félag evrópskra bókaútgefenda segjast, í tilkynningu, ganga í takt við samtök franskra bókaútgefenda sem og samtökum alþjóðlegra bókaútgefenda og vilja fordæma morðin í París í gær, afdráttarlaust. Dráp á höfundum, samstarfsfólki og þeim sem störfuðu við að verja þá, lýsir einstökum heigulshætti. En, tjáningarfrelsi mun sigra villimennskuna. Í tilkynningunni er áréttað að meðlimir samtaka bókaútgefenda berjist dag hvern fyrir því að tryggja raunverulegt frelsi til tjáningar og útgáfu, í Evrópu og um heim allan. Forseti samtakanna, Pierre Dutilleul, segir: „Líkt og kollegar mínir, er mér að sjálfsögðu brugðið vegna þessara viðurstyggilegu og villimannslegu glæpa gegn blaðamönnum Charlie Hebdo. Fyrir hönd allra evrópskra bókaútgefenda, mun ég eftir sem áður berjast í ræðu og riti gegn öllum atlögum gegn tjáningarfrelsinu; sem er grundvöllur lýðræðis.“ Egill Örn Jóhannsson er formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, sem eru aðilar að félagi evrópskra bókaútgefenda. Hann segir, í samtali við Vísi, að‘ íslenska útgefendur ætli ekki að bregðast sérstaklega við þessum atburðum að öðru leyti en því að standa heilshugar að ályktun félagsins. „Tjáningarfrelsið skiptir heimsbyggðina alla gríðarlegu máli, auðvitað hér á Íslandi sem og annars staðar. Maður fyllist óhug við þessi skelfilegu tíðindi og rétt að árétta að það er ekki síður ástæða til að vera á verði hér á Ísland, sem annars staðar, þegar þessi hornsteinn lýðræðis er annars vegar; tjáningarfrelsið.“ Charlie Hebdo Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Félag evrópskra bókaútgefenda segjast, í tilkynningu, ganga í takt við samtök franskra bókaútgefenda sem og samtökum alþjóðlegra bókaútgefenda og vilja fordæma morðin í París í gær, afdráttarlaust. Dráp á höfundum, samstarfsfólki og þeim sem störfuðu við að verja þá, lýsir einstökum heigulshætti. En, tjáningarfrelsi mun sigra villimennskuna. Í tilkynningunni er áréttað að meðlimir samtaka bókaútgefenda berjist dag hvern fyrir því að tryggja raunverulegt frelsi til tjáningar og útgáfu, í Evrópu og um heim allan. Forseti samtakanna, Pierre Dutilleul, segir: „Líkt og kollegar mínir, er mér að sjálfsögðu brugðið vegna þessara viðurstyggilegu og villimannslegu glæpa gegn blaðamönnum Charlie Hebdo. Fyrir hönd allra evrópskra bókaútgefenda, mun ég eftir sem áður berjast í ræðu og riti gegn öllum atlögum gegn tjáningarfrelsinu; sem er grundvöllur lýðræðis.“ Egill Örn Jóhannsson er formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, sem eru aðilar að félagi evrópskra bókaútgefenda. Hann segir, í samtali við Vísi, að‘ íslenska útgefendur ætli ekki að bregðast sérstaklega við þessum atburðum að öðru leyti en því að standa heilshugar að ályktun félagsins. „Tjáningarfrelsið skiptir heimsbyggðina alla gríðarlegu máli, auðvitað hér á Íslandi sem og annars staðar. Maður fyllist óhug við þessi skelfilegu tíðindi og rétt að árétta að það er ekki síður ástæða til að vera á verði hér á Ísland, sem annars staðar, þegar þessi hornsteinn lýðræðis er annars vegar; tjáningarfrelsið.“
Charlie Hebdo Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira