Sérsveitarmenn ráðast inn í hús í leit að bræðrunum Atli Ísleifsson skrifar 8. janúar 2015 13:43 Mikill viðbúnaðar eru víða í Frakklandi. Hæsta viðbúnaðarstig er í París og Picardie. Vísir/AFP Fjölmenn lögregluaðgerð stendur nú yfir á svæðinu milli Villers-Cotterets og Crépy-en-Valois norður af París. Franska sjónvarpsstöðin France 3 Picardie greinir frá þessu og hafa yfirvöld í Oise-héraði staðfest fréttirnar. Um 20 lögreglumenn frá sérsveit lögreglunnar, þungvopnaðir og með grímur, hafa umkringt hús í grennd við Corcy, í Cillers-Cotterets, að sögn AFP. Samkvæmt sömu frétt eru sérsveitarmennirnir komnir inn í húsið og hafa fyrirskipað fjölmiðlamönnum að halda sig í fjarlgæð. Svipaðar aðgerðir hafa átt sér stað í öðrum þorpum og hverfum á svæðinu.Helstu vendingar í málinu má sjá í punktunum hér fyrir neðan. Nánari umfjöllun um málið er svo fyrir neðan þá. Tveggja manna er leitað vegna árásarinnar sem gerð var á ritstjórnarskrifstofu Charlie Hebdo í gær. Tólf voru drepnir í árásinni, þar af tveir lögreglumenn og átta starfsmenn blaðsins.Árasármennirnir tveir sem grunaðir eru um verknaðinn eru bræðurnir Chérif og Said Houachi. Í gær var þriðja mannsins leitað en hann gaf sig fram um þegar hann var eftirlýstur.Alls taka taka 88.150 lögreglumenn þátt í öryggisaðgerðum í Frakklandi, þar af 9.650 í París.Fjölmenn lögregluaðgerð stendur nú yfir á svæðinu milli Villers-Cotterets og Crépy-en-Valois norður af París. Talið er að aðgerðin tengist leitinni að mönnunum tveimur.Búið er að færa viðbúnað á hæsta stig norður af svæðinu þar sem síðast sást til mannanna sem er leitað. Hæsta viðbúnaðarstig hefur verið í París frá árásinni.Franska lögreglan staðfestir að farið sé með rannsókn málsins sem hryðjuverk.Staðfest er að næsta tölublað af Charlie Hebdo komi út á áætluðum útgáfudegi. Blaðið verður prentað í milljón eintökum. Venjulega er blaðið gefið út í tæplega 50 þúsund eintökum.Franski miðillinn Libération hefur boðið starfsmönnum Charlie Hebdo að nota húsnæði sitt við útgáfu næsta tölublaðs. Libération bauð Charlie Hebdo einni afnot af húsnæði sínu þegar ráðist var á skrifstofur tímaritsins árið 2011.Breska leyniþjónustan MI5 hefur boðið fram aðstoð sína við leit að árásarmönnunum. Viðbúnaðarstig í Bretlandi hefur verið hækkað í kringum landamærastöðvar; flugvelli og hafnir. Fyrr í dag bárust fréttir af því að bræðurnir hafi rænt bensínstöð nálægt Villers-Cotterets í Aisne-héraði.Vísir/AFPViðbúnaðarstig hækkað Fullvíst er talið að aðgerðin tengist leitinni að bræðrunum Chérif og Said Houachi sem eru grunaðir um að hafa ráðist inn á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í gærmorgun og myrt tólf manns og sært ellefu. Búið er að færa viðbúnað á hæsta stig norður af svæðinu þar sem síðast sást til mannanna sem er leitað. Fyrr í dag bárust fréttir af því að bræðurnir hafi rænt bensínstöð nálægt Villers-Cotterets í Aisne-héraði. Mennirnir voru hettuklæddir og óku um á Renault Clio. Í aftursætinu hafi svo sést nokkur vopn. Hluti vegarins hefur verið lokaður og á Twitter má sjá að fjöldi lögreglumanna sé að finna í bænum Vauciennes. Þyrlur lögreglunnar sveima einnig um svæðið.Rannsaka málið sem hryðjuverk Franskir fjölmiðlar að bíl bræðranna hafi líklegast fundist. Í honum hafi fundist molotov-kokteilar og fánar tengdum íslömskum hryðjuverkasamtökum. Frönsk lögregla hefur staðfest að formlega sé nú farið með mál árásarinnar á ritstjórnarskrifstofu Charlie Hebdo sem hryðjuverk. Að sögn Le Figaro er nú leitað á svæði sem er 15 sinnum 20 kílómetra stórt.Mikill viðbúnaðar eru víða í Frakklandi. Hæsta viðbúnaðarstig er í París og Picardie.Vísir/AFPKalla eftir samstöðu Francois Hollande Frakklandsforseti átti fund með Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseta, í forsetahöllinni í París í morgun. Að sögn var fundurinn stuttur og sneri að öryggismálum og einingu þjóðarinnar „Siðmenntað fólk, hverrar trúar sem þeir eru, þurfa að standa saman gegn barbarisma og ofstæki,“ sagði Sarkozy eftir fundinn. Ljósin á Eiffelturninum verða slökkt klukkan átta í kvöld að staðartíma í Frakklandi. Anne Hidalgo, borgarstjóri í París, sagði frá því í viðtali á franskri útvarpsstöð. Boðað hefur verið til samstöðufundar á Place de la Republique torginu klukkan sex. Blaðið kemur útLögmaður Charlie Hebdo hefur staðfest að blaðið verður gefið út á tilsettum tíma í næstu viku. Blaðið verður prentað í milljón eintökum en venjulegt upplag er tæplega 50 þúsund eintök. Franskir fjölmiðlar hafa boðið fram aðstoð við að tryggja útgáfu blaðsins. Útvarpsstöð á vegum hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkið hafa fagnað árásinni á Charlie Hebdo. Talað er um árásarmennina sem hetjur.Síðast uppfært klukkan 16.41#BREAKING Jihadist flags, Molotov cocktails found in car abandoned by Paris attackers: source— Agence France-Presse (@AFP) January 8, 2015 Huge convoy of police incl black armoured truck just flew through Crepy en Valois. pic.twitter.com/tE84tm2WHc— Piers Scholfield (@inglesi) January 8, 2015 Deux hélicoptères Puma au-dessus de Crépy-en-Valois, Oise #CharlieHebdo pic.twitter.com/iy49aVKilo— France 3 Picardie (@F3Picardie) January 8, 2015 》》《 los sospechosos se han atrincherado en Crépy-en-Valois. pic.twitter.com/mJtmPHChmG"— Andy Jud (@AndyjudxUSA) January 8, 2015 Charlie Hebdo Tengdar fréttir Hryðjuverkin í París: Bræðurnir rændu bensínstöð í Norður-Frakklandi Bensínstöðin er í Villers-Cotteret í Aisne-héraði, austur af París. 8. janúar 2015 11:22 Sjö handteknir: Leit að bræðrunum stendur enn yfir Umfangsmikil leit stendur nú yfir í Frakklandi að tveimur bræðrum sem grunaðir eru um að hafa gert árásina á skopblaðið Charlie Hebdo. 8. janúar 2015 08:05 Ritstjóri Charlie Hebdo: „Ég vil frekar deyja standandi en lifa á hnjánum“ Charlie Hebdo gerði grín að öllu og öllum í vikulegri útgáfu. Ritstjóri blaðsins segist standa vörð um tjáningarfrelsið. 8. janúar 2015 12:00 Bræður sem voru smáglæpamenn en urðu róttæklingar Hryðjuverkadeild frönsku lögreglunnar hefur fylgst með yngri bróðurnum, hinum 32 ára Chérif, í um tíu ár. 8. janúar 2015 12:08 Forsíður frönsku blaðanna: "Við erum öll Charlie“ Franskir fjölmiðlar hafa brugðist við hryðjuverkaárásum gærdagsins með því að birta röð sláandi mynda og fyrirsagna. 8. janúar 2015 10:36 Þetta fólk lést í árás gærdagsins í París Tólf manns létust og ellefu særðust í árás manna á ritstjórnarskrifstofur franska tímaritsins Charlie Hebdo í 11. hverfi Parísarborgar í gær. 8. janúar 2015 10:11 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Fjölmenn lögregluaðgerð stendur nú yfir á svæðinu milli Villers-Cotterets og Crépy-en-Valois norður af París. Franska sjónvarpsstöðin France 3 Picardie greinir frá þessu og hafa yfirvöld í Oise-héraði staðfest fréttirnar. Um 20 lögreglumenn frá sérsveit lögreglunnar, þungvopnaðir og með grímur, hafa umkringt hús í grennd við Corcy, í Cillers-Cotterets, að sögn AFP. Samkvæmt sömu frétt eru sérsveitarmennirnir komnir inn í húsið og hafa fyrirskipað fjölmiðlamönnum að halda sig í fjarlgæð. Svipaðar aðgerðir hafa átt sér stað í öðrum þorpum og hverfum á svæðinu.Helstu vendingar í málinu má sjá í punktunum hér fyrir neðan. Nánari umfjöllun um málið er svo fyrir neðan þá. Tveggja manna er leitað vegna árásarinnar sem gerð var á ritstjórnarskrifstofu Charlie Hebdo í gær. Tólf voru drepnir í árásinni, þar af tveir lögreglumenn og átta starfsmenn blaðsins.Árasármennirnir tveir sem grunaðir eru um verknaðinn eru bræðurnir Chérif og Said Houachi. Í gær var þriðja mannsins leitað en hann gaf sig fram um þegar hann var eftirlýstur.Alls taka taka 88.150 lögreglumenn þátt í öryggisaðgerðum í Frakklandi, þar af 9.650 í París.Fjölmenn lögregluaðgerð stendur nú yfir á svæðinu milli Villers-Cotterets og Crépy-en-Valois norður af París. Talið er að aðgerðin tengist leitinni að mönnunum tveimur.Búið er að færa viðbúnað á hæsta stig norður af svæðinu þar sem síðast sást til mannanna sem er leitað. Hæsta viðbúnaðarstig hefur verið í París frá árásinni.Franska lögreglan staðfestir að farið sé með rannsókn málsins sem hryðjuverk.Staðfest er að næsta tölublað af Charlie Hebdo komi út á áætluðum útgáfudegi. Blaðið verður prentað í milljón eintökum. Venjulega er blaðið gefið út í tæplega 50 þúsund eintökum.Franski miðillinn Libération hefur boðið starfsmönnum Charlie Hebdo að nota húsnæði sitt við útgáfu næsta tölublaðs. Libération bauð Charlie Hebdo einni afnot af húsnæði sínu þegar ráðist var á skrifstofur tímaritsins árið 2011.Breska leyniþjónustan MI5 hefur boðið fram aðstoð sína við leit að árásarmönnunum. Viðbúnaðarstig í Bretlandi hefur verið hækkað í kringum landamærastöðvar; flugvelli og hafnir. Fyrr í dag bárust fréttir af því að bræðurnir hafi rænt bensínstöð nálægt Villers-Cotterets í Aisne-héraði.Vísir/AFPViðbúnaðarstig hækkað Fullvíst er talið að aðgerðin tengist leitinni að bræðrunum Chérif og Said Houachi sem eru grunaðir um að hafa ráðist inn á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í gærmorgun og myrt tólf manns og sært ellefu. Búið er að færa viðbúnað á hæsta stig norður af svæðinu þar sem síðast sást til mannanna sem er leitað. Fyrr í dag bárust fréttir af því að bræðurnir hafi rænt bensínstöð nálægt Villers-Cotterets í Aisne-héraði. Mennirnir voru hettuklæddir og óku um á Renault Clio. Í aftursætinu hafi svo sést nokkur vopn. Hluti vegarins hefur verið lokaður og á Twitter má sjá að fjöldi lögreglumanna sé að finna í bænum Vauciennes. Þyrlur lögreglunnar sveima einnig um svæðið.Rannsaka málið sem hryðjuverk Franskir fjölmiðlar að bíl bræðranna hafi líklegast fundist. Í honum hafi fundist molotov-kokteilar og fánar tengdum íslömskum hryðjuverkasamtökum. Frönsk lögregla hefur staðfest að formlega sé nú farið með mál árásarinnar á ritstjórnarskrifstofu Charlie Hebdo sem hryðjuverk. Að sögn Le Figaro er nú leitað á svæði sem er 15 sinnum 20 kílómetra stórt.Mikill viðbúnaðar eru víða í Frakklandi. Hæsta viðbúnaðarstig er í París og Picardie.Vísir/AFPKalla eftir samstöðu Francois Hollande Frakklandsforseti átti fund með Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseta, í forsetahöllinni í París í morgun. Að sögn var fundurinn stuttur og sneri að öryggismálum og einingu þjóðarinnar „Siðmenntað fólk, hverrar trúar sem þeir eru, þurfa að standa saman gegn barbarisma og ofstæki,“ sagði Sarkozy eftir fundinn. Ljósin á Eiffelturninum verða slökkt klukkan átta í kvöld að staðartíma í Frakklandi. Anne Hidalgo, borgarstjóri í París, sagði frá því í viðtali á franskri útvarpsstöð. Boðað hefur verið til samstöðufundar á Place de la Republique torginu klukkan sex. Blaðið kemur útLögmaður Charlie Hebdo hefur staðfest að blaðið verður gefið út á tilsettum tíma í næstu viku. Blaðið verður prentað í milljón eintökum en venjulegt upplag er tæplega 50 þúsund eintök. Franskir fjölmiðlar hafa boðið fram aðstoð við að tryggja útgáfu blaðsins. Útvarpsstöð á vegum hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkið hafa fagnað árásinni á Charlie Hebdo. Talað er um árásarmennina sem hetjur.Síðast uppfært klukkan 16.41#BREAKING Jihadist flags, Molotov cocktails found in car abandoned by Paris attackers: source— Agence France-Presse (@AFP) January 8, 2015 Huge convoy of police incl black armoured truck just flew through Crepy en Valois. pic.twitter.com/tE84tm2WHc— Piers Scholfield (@inglesi) January 8, 2015 Deux hélicoptères Puma au-dessus de Crépy-en-Valois, Oise #CharlieHebdo pic.twitter.com/iy49aVKilo— France 3 Picardie (@F3Picardie) January 8, 2015 》》《 los sospechosos se han atrincherado en Crépy-en-Valois. pic.twitter.com/mJtmPHChmG"— Andy Jud (@AndyjudxUSA) January 8, 2015
Charlie Hebdo Tengdar fréttir Hryðjuverkin í París: Bræðurnir rændu bensínstöð í Norður-Frakklandi Bensínstöðin er í Villers-Cotteret í Aisne-héraði, austur af París. 8. janúar 2015 11:22 Sjö handteknir: Leit að bræðrunum stendur enn yfir Umfangsmikil leit stendur nú yfir í Frakklandi að tveimur bræðrum sem grunaðir eru um að hafa gert árásina á skopblaðið Charlie Hebdo. 8. janúar 2015 08:05 Ritstjóri Charlie Hebdo: „Ég vil frekar deyja standandi en lifa á hnjánum“ Charlie Hebdo gerði grín að öllu og öllum í vikulegri útgáfu. Ritstjóri blaðsins segist standa vörð um tjáningarfrelsið. 8. janúar 2015 12:00 Bræður sem voru smáglæpamenn en urðu róttæklingar Hryðjuverkadeild frönsku lögreglunnar hefur fylgst með yngri bróðurnum, hinum 32 ára Chérif, í um tíu ár. 8. janúar 2015 12:08 Forsíður frönsku blaðanna: "Við erum öll Charlie“ Franskir fjölmiðlar hafa brugðist við hryðjuverkaárásum gærdagsins með því að birta röð sláandi mynda og fyrirsagna. 8. janúar 2015 10:36 Þetta fólk lést í árás gærdagsins í París Tólf manns létust og ellefu særðust í árás manna á ritstjórnarskrifstofur franska tímaritsins Charlie Hebdo í 11. hverfi Parísarborgar í gær. 8. janúar 2015 10:11 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Hryðjuverkin í París: Bræðurnir rændu bensínstöð í Norður-Frakklandi Bensínstöðin er í Villers-Cotteret í Aisne-héraði, austur af París. 8. janúar 2015 11:22
Sjö handteknir: Leit að bræðrunum stendur enn yfir Umfangsmikil leit stendur nú yfir í Frakklandi að tveimur bræðrum sem grunaðir eru um að hafa gert árásina á skopblaðið Charlie Hebdo. 8. janúar 2015 08:05
Ritstjóri Charlie Hebdo: „Ég vil frekar deyja standandi en lifa á hnjánum“ Charlie Hebdo gerði grín að öllu og öllum í vikulegri útgáfu. Ritstjóri blaðsins segist standa vörð um tjáningarfrelsið. 8. janúar 2015 12:00
Bræður sem voru smáglæpamenn en urðu róttæklingar Hryðjuverkadeild frönsku lögreglunnar hefur fylgst með yngri bróðurnum, hinum 32 ára Chérif, í um tíu ár. 8. janúar 2015 12:08
Forsíður frönsku blaðanna: "Við erum öll Charlie“ Franskir fjölmiðlar hafa brugðist við hryðjuverkaárásum gærdagsins með því að birta röð sláandi mynda og fyrirsagna. 8. janúar 2015 10:36
Þetta fólk lést í árás gærdagsins í París Tólf manns létust og ellefu særðust í árás manna á ritstjórnarskrifstofur franska tímaritsins Charlie Hebdo í 11. hverfi Parísarborgar í gær. 8. janúar 2015 10:11
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent