Bræður sem voru smáglæpamenn en urðu róttæklingar Atli Ísleifsson skrifar 8. janúar 2015 12:08 Bræðurnir Chérif og Said Kouachi. Vísir/AFP Mikil leit stendur nú yfir í Frakklandi að bræðrunum Said og Chérif Kouachi sem grunaðir eru um hryðjuverkaárásina í París í gær. Yfirvöld hafa lengi fylgst með bræðrunum og hefur þeim meðal annars verið lýst sem „meðvituðum öfgamönnum“. Hryðjuverkadeild frönsku lögreglunnar hefur fylgst með yngri bróðurnum, hinum 32 ára Chérif, í um tíu ár. Said er 34 ára. Tólf manns létust og ellefu særðust þegar bræðurnir réðust inn á ritstjórnarskrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo í 11. hverfi Parísarborgar í gærmorgun. Chérif Kouachi, fæddist árið 1982 í 10. hverfi Parísarborgar, og eru foreldrar þeirra bræðra af alsírskum uppruna. Þeir urðu þá snemma munaðarlausir og ólust upp á heimili fyrir munaðarlaus börn í borginni Rennes. Chérif stundaði nám sem íþróttarakennari og flutti síðar til Parísarborgar með bróður sínum Said og flutti þá inn á Frakka sem hafði snúist til íslamstrúar. Chérif hefur einnig gengið undir nafninu „Abou Issen“. Chérif hóf störf sem pizzasendill í París og sótti oft í Stalingrad-moskuna á Rue Tanger. Í frétt Aftonbladet segir að hann hafi mikið litið upp til annars íslamista, Farid Benyettou, sem leitaði nýrra liðsmanna fyrir hryðjuverkasamtökin Al Qaeda í Írak.„Ekki með skegg“Lögregla hafði fyrst afskipti af Chérif í janúar 2005 eftir að hann missti af flugi til Sýrlands til að síðar ferðast til Íraks. Hann sat í fangelsi milli 2005 og 2006 og var síðast dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir að hafa tekið þátt í að safna nýrra liðsmanna hryðjuverkasamtaka til að ferðast til Íraks. Í frétt Libération segir að þáverandi lögmaður Chérif hafi sagt að hann væri meiri kannabisreykingamaður en íslamisti. Lýsti hann einnig skjólstæðingi sínum sem „tímabundnum múslíma“. „Hann reykir, drekkur, er ekki með skegg og á kærustur.“ Annar lögmaður lýsti Chérif sem „trufluðri sál sem sé móttækileg fyrir alls kyns hugmyndum“.Nýjar áherslur eftir stríðið Í fréttinni segir að Íraksstríðið og meðferðin á múslímskum föngum í Abu Ghraib fangelsinu hafi fengið hann til að skipta um fókus. Fyrir fangelsisdóminn vann hann í fiskborði í stórmarkaði. Árið 2010 kom nafn Chérif upp í tengslum við rannsókn máls þar sem hópur manna vann að því að ná íslamistanum Smain Ait Belkacem úr fangelsi. Belkacem var dæmdur fyrir að hafa borið ábyrgð á árásinni á neðanjarðarlestarstöðinni RER Musée d‘Orsay árið 1995 þar sem þrjátíu manns særðust.„Hafa ferðast til Sýrlands“Eldri bróðirinn, hinn 34 ára Said Kouachi, fæddist einnig í 10. hverfi Parísarborgar. Nafn hans kom einnig upp í tengslum við málið tengt Belkacem, en var ekki rannsakað frekar. Báðir bræðurnar eru sagðir hafa ferðast til Sýrlands, og hefur Le Point eftir heimildarmanni sínum innan lögreglunnar að þeir séu „smáglæpamenn sem hafi orðið róttækir“. Charlie Hebdo Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Mikil leit stendur nú yfir í Frakklandi að bræðrunum Said og Chérif Kouachi sem grunaðir eru um hryðjuverkaárásina í París í gær. Yfirvöld hafa lengi fylgst með bræðrunum og hefur þeim meðal annars verið lýst sem „meðvituðum öfgamönnum“. Hryðjuverkadeild frönsku lögreglunnar hefur fylgst með yngri bróðurnum, hinum 32 ára Chérif, í um tíu ár. Said er 34 ára. Tólf manns létust og ellefu særðust þegar bræðurnir réðust inn á ritstjórnarskrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo í 11. hverfi Parísarborgar í gærmorgun. Chérif Kouachi, fæddist árið 1982 í 10. hverfi Parísarborgar, og eru foreldrar þeirra bræðra af alsírskum uppruna. Þeir urðu þá snemma munaðarlausir og ólust upp á heimili fyrir munaðarlaus börn í borginni Rennes. Chérif stundaði nám sem íþróttarakennari og flutti síðar til Parísarborgar með bróður sínum Said og flutti þá inn á Frakka sem hafði snúist til íslamstrúar. Chérif hefur einnig gengið undir nafninu „Abou Issen“. Chérif hóf störf sem pizzasendill í París og sótti oft í Stalingrad-moskuna á Rue Tanger. Í frétt Aftonbladet segir að hann hafi mikið litið upp til annars íslamista, Farid Benyettou, sem leitaði nýrra liðsmanna fyrir hryðjuverkasamtökin Al Qaeda í Írak.„Ekki með skegg“Lögregla hafði fyrst afskipti af Chérif í janúar 2005 eftir að hann missti af flugi til Sýrlands til að síðar ferðast til Íraks. Hann sat í fangelsi milli 2005 og 2006 og var síðast dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir að hafa tekið þátt í að safna nýrra liðsmanna hryðjuverkasamtaka til að ferðast til Íraks. Í frétt Libération segir að þáverandi lögmaður Chérif hafi sagt að hann væri meiri kannabisreykingamaður en íslamisti. Lýsti hann einnig skjólstæðingi sínum sem „tímabundnum múslíma“. „Hann reykir, drekkur, er ekki með skegg og á kærustur.“ Annar lögmaður lýsti Chérif sem „trufluðri sál sem sé móttækileg fyrir alls kyns hugmyndum“.Nýjar áherslur eftir stríðið Í fréttinni segir að Íraksstríðið og meðferðin á múslímskum föngum í Abu Ghraib fangelsinu hafi fengið hann til að skipta um fókus. Fyrir fangelsisdóminn vann hann í fiskborði í stórmarkaði. Árið 2010 kom nafn Chérif upp í tengslum við rannsókn máls þar sem hópur manna vann að því að ná íslamistanum Smain Ait Belkacem úr fangelsi. Belkacem var dæmdur fyrir að hafa borið ábyrgð á árásinni á neðanjarðarlestarstöðinni RER Musée d‘Orsay árið 1995 þar sem þrjátíu manns særðust.„Hafa ferðast til Sýrlands“Eldri bróðirinn, hinn 34 ára Said Kouachi, fæddist einnig í 10. hverfi Parísarborgar. Nafn hans kom einnig upp í tengslum við málið tengt Belkacem, en var ekki rannsakað frekar. Báðir bræðurnar eru sagðir hafa ferðast til Sýrlands, og hefur Le Point eftir heimildarmanni sínum innan lögreglunnar að þeir séu „smáglæpamenn sem hafi orðið róttækir“.
Charlie Hebdo Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira