Bræður sem voru smáglæpamenn en urðu róttæklingar Atli Ísleifsson skrifar 8. janúar 2015 12:08 Bræðurnir Chérif og Said Kouachi. Vísir/AFP Mikil leit stendur nú yfir í Frakklandi að bræðrunum Said og Chérif Kouachi sem grunaðir eru um hryðjuverkaárásina í París í gær. Yfirvöld hafa lengi fylgst með bræðrunum og hefur þeim meðal annars verið lýst sem „meðvituðum öfgamönnum“. Hryðjuverkadeild frönsku lögreglunnar hefur fylgst með yngri bróðurnum, hinum 32 ára Chérif, í um tíu ár. Said er 34 ára. Tólf manns létust og ellefu særðust þegar bræðurnir réðust inn á ritstjórnarskrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo í 11. hverfi Parísarborgar í gærmorgun. Chérif Kouachi, fæddist árið 1982 í 10. hverfi Parísarborgar, og eru foreldrar þeirra bræðra af alsírskum uppruna. Þeir urðu þá snemma munaðarlausir og ólust upp á heimili fyrir munaðarlaus börn í borginni Rennes. Chérif stundaði nám sem íþróttarakennari og flutti síðar til Parísarborgar með bróður sínum Said og flutti þá inn á Frakka sem hafði snúist til íslamstrúar. Chérif hefur einnig gengið undir nafninu „Abou Issen“. Chérif hóf störf sem pizzasendill í París og sótti oft í Stalingrad-moskuna á Rue Tanger. Í frétt Aftonbladet segir að hann hafi mikið litið upp til annars íslamista, Farid Benyettou, sem leitaði nýrra liðsmanna fyrir hryðjuverkasamtökin Al Qaeda í Írak.„Ekki með skegg“Lögregla hafði fyrst afskipti af Chérif í janúar 2005 eftir að hann missti af flugi til Sýrlands til að síðar ferðast til Íraks. Hann sat í fangelsi milli 2005 og 2006 og var síðast dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir að hafa tekið þátt í að safna nýrra liðsmanna hryðjuverkasamtaka til að ferðast til Íraks. Í frétt Libération segir að þáverandi lögmaður Chérif hafi sagt að hann væri meiri kannabisreykingamaður en íslamisti. Lýsti hann einnig skjólstæðingi sínum sem „tímabundnum múslíma“. „Hann reykir, drekkur, er ekki með skegg og á kærustur.“ Annar lögmaður lýsti Chérif sem „trufluðri sál sem sé móttækileg fyrir alls kyns hugmyndum“.Nýjar áherslur eftir stríðið Í fréttinni segir að Íraksstríðið og meðferðin á múslímskum föngum í Abu Ghraib fangelsinu hafi fengið hann til að skipta um fókus. Fyrir fangelsisdóminn vann hann í fiskborði í stórmarkaði. Árið 2010 kom nafn Chérif upp í tengslum við rannsókn máls þar sem hópur manna vann að því að ná íslamistanum Smain Ait Belkacem úr fangelsi. Belkacem var dæmdur fyrir að hafa borið ábyrgð á árásinni á neðanjarðarlestarstöðinni RER Musée d‘Orsay árið 1995 þar sem þrjátíu manns særðust.„Hafa ferðast til Sýrlands“Eldri bróðirinn, hinn 34 ára Said Kouachi, fæddist einnig í 10. hverfi Parísarborgar. Nafn hans kom einnig upp í tengslum við málið tengt Belkacem, en var ekki rannsakað frekar. Báðir bræðurnar eru sagðir hafa ferðast til Sýrlands, og hefur Le Point eftir heimildarmanni sínum innan lögreglunnar að þeir séu „smáglæpamenn sem hafi orðið róttækir“. Charlie Hebdo Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Sjá meira
Mikil leit stendur nú yfir í Frakklandi að bræðrunum Said og Chérif Kouachi sem grunaðir eru um hryðjuverkaárásina í París í gær. Yfirvöld hafa lengi fylgst með bræðrunum og hefur þeim meðal annars verið lýst sem „meðvituðum öfgamönnum“. Hryðjuverkadeild frönsku lögreglunnar hefur fylgst með yngri bróðurnum, hinum 32 ára Chérif, í um tíu ár. Said er 34 ára. Tólf manns létust og ellefu særðust þegar bræðurnir réðust inn á ritstjórnarskrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo í 11. hverfi Parísarborgar í gærmorgun. Chérif Kouachi, fæddist árið 1982 í 10. hverfi Parísarborgar, og eru foreldrar þeirra bræðra af alsírskum uppruna. Þeir urðu þá snemma munaðarlausir og ólust upp á heimili fyrir munaðarlaus börn í borginni Rennes. Chérif stundaði nám sem íþróttarakennari og flutti síðar til Parísarborgar með bróður sínum Said og flutti þá inn á Frakka sem hafði snúist til íslamstrúar. Chérif hefur einnig gengið undir nafninu „Abou Issen“. Chérif hóf störf sem pizzasendill í París og sótti oft í Stalingrad-moskuna á Rue Tanger. Í frétt Aftonbladet segir að hann hafi mikið litið upp til annars íslamista, Farid Benyettou, sem leitaði nýrra liðsmanna fyrir hryðjuverkasamtökin Al Qaeda í Írak.„Ekki með skegg“Lögregla hafði fyrst afskipti af Chérif í janúar 2005 eftir að hann missti af flugi til Sýrlands til að síðar ferðast til Íraks. Hann sat í fangelsi milli 2005 og 2006 og var síðast dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir að hafa tekið þátt í að safna nýrra liðsmanna hryðjuverkasamtaka til að ferðast til Íraks. Í frétt Libération segir að þáverandi lögmaður Chérif hafi sagt að hann væri meiri kannabisreykingamaður en íslamisti. Lýsti hann einnig skjólstæðingi sínum sem „tímabundnum múslíma“. „Hann reykir, drekkur, er ekki með skegg og á kærustur.“ Annar lögmaður lýsti Chérif sem „trufluðri sál sem sé móttækileg fyrir alls kyns hugmyndum“.Nýjar áherslur eftir stríðið Í fréttinni segir að Íraksstríðið og meðferðin á múslímskum föngum í Abu Ghraib fangelsinu hafi fengið hann til að skipta um fókus. Fyrir fangelsisdóminn vann hann í fiskborði í stórmarkaði. Árið 2010 kom nafn Chérif upp í tengslum við rannsókn máls þar sem hópur manna vann að því að ná íslamistanum Smain Ait Belkacem úr fangelsi. Belkacem var dæmdur fyrir að hafa borið ábyrgð á árásinni á neðanjarðarlestarstöðinni RER Musée d‘Orsay árið 1995 þar sem þrjátíu manns særðust.„Hafa ferðast til Sýrlands“Eldri bróðirinn, hinn 34 ára Said Kouachi, fæddist einnig í 10. hverfi Parísarborgar. Nafn hans kom einnig upp í tengslum við málið tengt Belkacem, en var ekki rannsakað frekar. Báðir bræðurnar eru sagðir hafa ferðast til Sýrlands, og hefur Le Point eftir heimildarmanni sínum innan lögreglunnar að þeir séu „smáglæpamenn sem hafi orðið róttækir“.
Charlie Hebdo Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Sjá meira