Besta ár Opel í langan tíma Finnur Thorlacius skrifar 7. janúar 2015 13:44 Opel Corsa er að koma af nýrri kynslóð og pantanir í bílinn streyma inn. Opel er á ágætu flugi og bætti við sig í sölu í Evrópu í fyrra þrátt fyrir erfiðar efnahagslegar aðstæður í álfunni, ekki síst í austurhluta hennar. Opel seldi alls 1,1 milljón bíla í Evrópu og voru sumir þeirra undir merkjum Vauxhall, en í Bretlandi bera Opel bílar merki Vauxhall. Var þetta 3% meiri sala en árið á undan og er það prósentinu hærra en vöxtur í sölu bíla í álfunni reyndist árið 2014. Markaðshlutdeild Opel óx fyrir vikið, eða um 0,1% og var 5,74% í Evrópu árið 2014. Opel jók við markaðshlutdeild sína á mörgum af lykilmörkuðum fyrirtækisins, eins og í Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu og á Spáni. Salan í Póllandi jókst um 42%, í Írlandi um 33% og 28% í Portúgal. Annað var uppá teningnum í Rússlandi, en sala allra framleiðenda minnkaði umtalsvert þar. Rússland er mjög mikilvægur markaður fyrir Opel og því var höggið þar afar þungt. Ný kynslóð Opel Corsa verður kynnt í löndum Evrópu á næstu vikum og hafa 85.000 pantanir borist í bílinn og er eftirspurn eftir honum mjög mikil. Ekki er heldur langt í minnsta bíl Opel, Karl, sem er ný bílgerð framleiðandans og verður hann kominn í sölu í sumar. Ný Astra verður svo kynnt í lok þessa árs. Opel er í mikilli sókn og ætlar að kynna 27 nýja og endurnýja bíla til ársins 2018 og 17 nýjar vélargerðir. Stefnt er á að ná 8% markaðshlutdeild Opel í Evrópu þegar árið 2022 gengur í garð. Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent
Opel er á ágætu flugi og bætti við sig í sölu í Evrópu í fyrra þrátt fyrir erfiðar efnahagslegar aðstæður í álfunni, ekki síst í austurhluta hennar. Opel seldi alls 1,1 milljón bíla í Evrópu og voru sumir þeirra undir merkjum Vauxhall, en í Bretlandi bera Opel bílar merki Vauxhall. Var þetta 3% meiri sala en árið á undan og er það prósentinu hærra en vöxtur í sölu bíla í álfunni reyndist árið 2014. Markaðshlutdeild Opel óx fyrir vikið, eða um 0,1% og var 5,74% í Evrópu árið 2014. Opel jók við markaðshlutdeild sína á mörgum af lykilmörkuðum fyrirtækisins, eins og í Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu og á Spáni. Salan í Póllandi jókst um 42%, í Írlandi um 33% og 28% í Portúgal. Annað var uppá teningnum í Rússlandi, en sala allra framleiðenda minnkaði umtalsvert þar. Rússland er mjög mikilvægur markaður fyrir Opel og því var höggið þar afar þungt. Ný kynslóð Opel Corsa verður kynnt í löndum Evrópu á næstu vikum og hafa 85.000 pantanir borist í bílinn og er eftirspurn eftir honum mjög mikil. Ekki er heldur langt í minnsta bíl Opel, Karl, sem er ný bílgerð framleiðandans og verður hann kominn í sölu í sumar. Ný Astra verður svo kynnt í lok þessa árs. Opel er í mikilli sókn og ætlar að kynna 27 nýja og endurnýja bíla til ársins 2018 og 17 nýjar vélargerðir. Stefnt er á að ná 8% markaðshlutdeild Opel í Evrópu þegar árið 2022 gengur í garð.
Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent