Volkswagen hyggur á verksmiðju í Nígeríu Finnur Thorlacius skrifar 7. janúar 2015 09:00 Þung bílaumferð í Nígeríu. Mjög stutt gæti orðið í að Volkswagen hefji samsetningu á bílum sínum í Afríkuríkinu Nígeríu og það jafnvel strax á næsta ári. Yrði þetta fyrsta bílasamsetnignarverksmiðja Volkswagen í Afríku utan S-Afríku. Volkswagen setur saman Polo bíl sinn í S-Afríku og einnig eru MAN vörubílar settir saman í tveimur verksmiðjum þarlendis, en Volkswagen á MAN. Með því að setja upp eigin verksmiðju í Nígeríu mun Volkwsagen sneiða hjá sköttum sem lagðir eru á innflutta bíla og verða því bílar Volkswagen enn samkeppnisfærari þar. Nígería er fjölmennasta ríki Afríku með 170 milljónir íbúa og þar er stærsta hagkerfi álfunnar og vöxtur þess mjög vaxandi undanfarið. Volkswagen á einar 107 verksmiðjur um allan heim. Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent
Mjög stutt gæti orðið í að Volkswagen hefji samsetningu á bílum sínum í Afríkuríkinu Nígeríu og það jafnvel strax á næsta ári. Yrði þetta fyrsta bílasamsetnignarverksmiðja Volkswagen í Afríku utan S-Afríku. Volkswagen setur saman Polo bíl sinn í S-Afríku og einnig eru MAN vörubílar settir saman í tveimur verksmiðjum þarlendis, en Volkswagen á MAN. Með því að setja upp eigin verksmiðju í Nígeríu mun Volkwsagen sneiða hjá sköttum sem lagðir eru á innflutta bíla og verða því bílar Volkswagen enn samkeppnisfærari þar. Nígería er fjölmennasta ríki Afríku með 170 milljónir íbúa og þar er stærsta hagkerfi álfunnar og vöxtur þess mjög vaxandi undanfarið. Volkswagen á einar 107 verksmiðjur um allan heim.
Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent