Volkswagen hyggur á verksmiðju í Nígeríu Finnur Thorlacius skrifar 7. janúar 2015 09:00 Þung bílaumferð í Nígeríu. Mjög stutt gæti orðið í að Volkswagen hefji samsetningu á bílum sínum í Afríkuríkinu Nígeríu og það jafnvel strax á næsta ári. Yrði þetta fyrsta bílasamsetnignarverksmiðja Volkswagen í Afríku utan S-Afríku. Volkswagen setur saman Polo bíl sinn í S-Afríku og einnig eru MAN vörubílar settir saman í tveimur verksmiðjum þarlendis, en Volkswagen á MAN. Með því að setja upp eigin verksmiðju í Nígeríu mun Volkwsagen sneiða hjá sköttum sem lagðir eru á innflutta bíla og verða því bílar Volkswagen enn samkeppnisfærari þar. Nígería er fjölmennasta ríki Afríku með 170 milljónir íbúa og þar er stærsta hagkerfi álfunnar og vöxtur þess mjög vaxandi undanfarið. Volkswagen á einar 107 verksmiðjur um allan heim. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent
Mjög stutt gæti orðið í að Volkswagen hefji samsetningu á bílum sínum í Afríkuríkinu Nígeríu og það jafnvel strax á næsta ári. Yrði þetta fyrsta bílasamsetnignarverksmiðja Volkswagen í Afríku utan S-Afríku. Volkswagen setur saman Polo bíl sinn í S-Afríku og einnig eru MAN vörubílar settir saman í tveimur verksmiðjum þarlendis, en Volkswagen á MAN. Með því að setja upp eigin verksmiðju í Nígeríu mun Volkwsagen sneiða hjá sköttum sem lagðir eru á innflutta bíla og verða því bílar Volkswagen enn samkeppnisfærari þar. Nígería er fjölmennasta ríki Afríku með 170 milljónir íbúa og þar er stærsta hagkerfi álfunnar og vöxtur þess mjög vaxandi undanfarið. Volkswagen á einar 107 verksmiðjur um allan heim.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent