Lokaútgáfa Lancer Evo er 473 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2015 09:23 Mitsubishi Lancer Evo X Final Edition. Mitsubishi ætlar að hætta að framleiða hinn öfluga Lancer Evo og hefur það legið fyrir lengi. Mitsubishi hafði einnig sagst ætla að framleiða lokaútgáfu bílsins sem yrði öflugri en fyrri gerðir hans. Það ætla þeir svo sannarlega að standa við því lokaútgáfa bílsins verður ógnaröflug. Lancer Evo verður áfram með aðeins 2,0 lítra vél, en Mitsubishi hefur tekist að kreista út heil 473 hestöfl úr henni með því að stækka keflablásarana og loftflæði til vélarinnar og með breytingum á kælikerfinu og pústkerfinu. Þetta er ekki lítil aflaukning, en hún nemur heilum 183 hestöflum, sem þætti bara ágætt afl fyrir bíl sem ekki er stærri en Lancer Evo. Nýi bíllinn fær stillanlega loftpúðafjöðrun frá HKS og stendur á 19 tommu felgum. Þessi lokaútgáfa bílsins heitir Lancer Evo X Final Edition og kemur á markað á næsta ári og það í takmörkuðu upplagi, eða aðeins 2.000 bílar. Því er hætt við því að um þessi eintök verði slegist. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent
Mitsubishi ætlar að hætta að framleiða hinn öfluga Lancer Evo og hefur það legið fyrir lengi. Mitsubishi hafði einnig sagst ætla að framleiða lokaútgáfu bílsins sem yrði öflugri en fyrri gerðir hans. Það ætla þeir svo sannarlega að standa við því lokaútgáfa bílsins verður ógnaröflug. Lancer Evo verður áfram með aðeins 2,0 lítra vél, en Mitsubishi hefur tekist að kreista út heil 473 hestöfl úr henni með því að stækka keflablásarana og loftflæði til vélarinnar og með breytingum á kælikerfinu og pústkerfinu. Þetta er ekki lítil aflaukning, en hún nemur heilum 183 hestöflum, sem þætti bara ágætt afl fyrir bíl sem ekki er stærri en Lancer Evo. Nýi bíllinn fær stillanlega loftpúðafjöðrun frá HKS og stendur á 19 tommu felgum. Þessi lokaútgáfa bílsins heitir Lancer Evo X Final Edition og kemur á markað á næsta ári og það í takmörkuðu upplagi, eða aðeins 2.000 bílar. Því er hætt við því að um þessi eintök verði slegist.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent