19 milljarðar fyrir 10 gamla bíla Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2015 09:18 Dýrasti bíll í heimi. Þessi Ferrari 250 GTO frá 1962 seldist á 4,8 milljarða króna. Á nýliðnu ári var sett met í sölu eldri bíla sem boðnir voru upp í uppboðshúsum sem sérhæfa sig í sölu eldri bíla. Aldrei hefur einn bíll selst fyrir meira fé en í ár, en í Bonhams uppboðshúsinu í Monterey í Bandaríkjunum seldist Ferrari 250 GTO af árgerð 1962 fyrir 38.115.000 dollara, eða 4,8 milljarða króna. Af þeim 10 bílum sem seldust fyrir hæstu upphæðirnar á árinu voru 9 þeirra af gerðinni Ferrari. Það var einungis bíllinn í 10. sætinu sem ekki var af Ferrari gerð, en Ford GT40 Prototype seldist fyrir 880 milljónir króna á uppboði. Næst dýrasti bíllinn sem seldist á árinu var Ferrari GTB/C Speciale af árgerð 1964 en fyrir hann fékkst 26.400.000 dollarar, eða ríflega 3,3 milljarðar króna. Sá í þriðja sætinu var Ferrari 375-Plus Spider Competizione og seldist hann á 18.400.177 dollara og það samsvarar 2,3 milljörðum króna. Það að 9 dýrustu bílarnir séu af Ferrari gerð sýnir glögglega hve góð kaup geta verið í Ferrari bílum, sem ekki bara halda verði sínu vel heldur margfalda í mörgum tilvikum virði sitt með árunum. Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent
Á nýliðnu ári var sett met í sölu eldri bíla sem boðnir voru upp í uppboðshúsum sem sérhæfa sig í sölu eldri bíla. Aldrei hefur einn bíll selst fyrir meira fé en í ár, en í Bonhams uppboðshúsinu í Monterey í Bandaríkjunum seldist Ferrari 250 GTO af árgerð 1962 fyrir 38.115.000 dollara, eða 4,8 milljarða króna. Af þeim 10 bílum sem seldust fyrir hæstu upphæðirnar á árinu voru 9 þeirra af gerðinni Ferrari. Það var einungis bíllinn í 10. sætinu sem ekki var af Ferrari gerð, en Ford GT40 Prototype seldist fyrir 880 milljónir króna á uppboði. Næst dýrasti bíllinn sem seldist á árinu var Ferrari GTB/C Speciale af árgerð 1964 en fyrir hann fékkst 26.400.000 dollarar, eða ríflega 3,3 milljarðar króna. Sá í þriðja sætinu var Ferrari 375-Plus Spider Competizione og seldist hann á 18.400.177 dollara og það samsvarar 2,3 milljörðum króna. Það að 9 dýrustu bílarnir séu af Ferrari gerð sýnir glögglega hve góð kaup geta verið í Ferrari bílum, sem ekki bara halda verði sínu vel heldur margfalda í mörgum tilvikum virði sitt með árunum.
Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent