Tesla Model S P85D gegn Ferrari 458 Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2015 15:50 Ávallt er forvitnilegt að sjá rafmagnsbíla keppa við ofursportbíla og flestir myndu halda að þar ættu rafmagnsbílar lítinn séns. Hér sést nýjasta gerð Tesla Model S, sem er með stærri rafhlöður en upphaflega gerð Model S, taka sprettinn á móti Ferrari 458 Italia. Þessi nýja gerð Tesla Model, S P85D, er 691 hestafl og með 864 pund-feta togkraft. Ferrari 458 Italia er 562 hestöfl og skortir því ein 129 hestöfl á Tesluna og er auk þess með talsvert minna tog. Það sýnir sig vel í upptakinu en þar stingur Teslan Ferrari bílinn af, en þar sem spyrnan er kvartmíla þá nær Ferrari bíllinn Teslunni alveg við lok kvartmílunnar, enda er hámarkshraði Ferrari bílsins nokkru meiri en Teslunnar. Sjá má sprettinn milli þessara öflugu ökutækja í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent
Ávallt er forvitnilegt að sjá rafmagnsbíla keppa við ofursportbíla og flestir myndu halda að þar ættu rafmagnsbílar lítinn séns. Hér sést nýjasta gerð Tesla Model S, sem er með stærri rafhlöður en upphaflega gerð Model S, taka sprettinn á móti Ferrari 458 Italia. Þessi nýja gerð Tesla Model, S P85D, er 691 hestafl og með 864 pund-feta togkraft. Ferrari 458 Italia er 562 hestöfl og skortir því ein 129 hestöfl á Tesluna og er auk þess með talsvert minna tog. Það sýnir sig vel í upptakinu en þar stingur Teslan Ferrari bílinn af, en þar sem spyrnan er kvartmíla þá nær Ferrari bíllinn Teslunni alveg við lok kvartmílunnar, enda er hámarkshraði Ferrari bílsins nokkru meiri en Teslunnar. Sjá má sprettinn milli þessara öflugu ökutækja í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent