Verða alltaf til leiðir til að horfa á Netflix Atli Ísleifsson skrifar 4. janúar 2015 21:46 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir málið mögulega vera tímabundin vandræði sem verða kannski ekki einu sinni sjáanleg. „Það verða alltaf til leiðir til að horfa á Netflix, sama hvaða pólitík sé til staðar hverju sinni,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. „Það er löglegt og þetta er bara tímabundin möguleg vandræði sem verða kannski ekki einu sinni sjáanleg.“ Vísir sagði frá því fyrr í dag að Netflix ynni nú að því, að beiðni kvikmyndaframleiðslufyrirtækja, að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. Jón Þór segir nýju miðlana vera beitta þrýstingi af „gömlu viðskiptamódelunum“. „Þau reyna að þrýsta á sína hagsmuni. Það hefur alltaf gerst þegar hafa orðið stórar og miklar tæknibyltingar að gömlu viðskiptamódelin hafa tapað. Nýju viðskiptamódelin verða að minnsta kosti þykjast að spila með þeim gömlu þar til að risaeðlurnar deyja.“ Jón Þór segir Evrópudómstólinn þegar hafa kveðið upp dóm í sambærilegu máli þannig að Íslendingar ættu alltaf að geta sótt efni frá Netflix frá Evrópu, en talið er að allt að 20 þúsund íslensk heimili séu með aðgang að Netflix. „Það var breskur bar sem keypti sjónvarpsþjónustu frá réttarhöfum í Grikklandi – mig minnir að þetta hafi verið rétthafar enska boltans – í stað réttarhafans í Bretlandi. Þjónustan var einfaldlega ódýrari í Grikklandi. Hann var því búinn að gera samning við þessa réttarhafa í Grikklandi og gat sýnt þetta á barnum sínum í Bretlandi. Réttarhafarnir í Bretlandi voru hins vegar hundóánægðir með þetta, fóru með þetta fyrir dómstóla og töpuðu.“ Hann segir að í dómnum bendi Evrópudómstóllinn mjög skýrt á að ekki megi takmarka sölu á vöru og þjónustu innan evrópska efnahagssvæðisins.Svo íslenskir Netflix-notendur geta alltaf sótt þetta um Evrópu?„Ef Netflix ætlar að segja að þið séuð borgendur á Íslandi og getið þar af leiðandi ekki sótt þetta innan evrópska efnahagssvæðisins, þá verða þeir að taka ákvörðun um það hvort þeir ætli að lenda í einhvers konar málaferlum. Það er alltaf ákvörðun sem menn geta tekið. Miðað við löggjöfina eins og hún er núna, að menn noti einhvers konar „proxy-a“ til að sækja efni frá Netflix sem sé öðruvísi en á vissum stöðum í Evrópu, sækja það til Bandaríkjanna til dæmis, þá gætu forsvarsmenn Netflix sagt eitthvað. En ef menn borga sína Netflix-áskrift og eru að sækja efnið innan evrópska efnahagssvæðisins, þá sýnist mér það vera nokkuð ljóst – og þetta erum við búin að skoða með okkar lögfræðingum – að Netflix væri með sínum notendaskilmálum og hegðun að brjóta evrópska löggjöf.“Þessi dómur sé sem sagt fordæmisgefandi?„Þessi dómur er algerlega fordæmisgefandi.“ Netflix Tengdar fréttir Lokað endanlega fyrir Netflix á Íslandi? Netflix vinnur nú að því að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. 4. janúar 2015 16:39 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Það verða alltaf til leiðir til að horfa á Netflix, sama hvaða pólitík sé til staðar hverju sinni,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. „Það er löglegt og þetta er bara tímabundin möguleg vandræði sem verða kannski ekki einu sinni sjáanleg.“ Vísir sagði frá því fyrr í dag að Netflix ynni nú að því, að beiðni kvikmyndaframleiðslufyrirtækja, að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. Jón Þór segir nýju miðlana vera beitta þrýstingi af „gömlu viðskiptamódelunum“. „Þau reyna að þrýsta á sína hagsmuni. Það hefur alltaf gerst þegar hafa orðið stórar og miklar tæknibyltingar að gömlu viðskiptamódelin hafa tapað. Nýju viðskiptamódelin verða að minnsta kosti þykjast að spila með þeim gömlu þar til að risaeðlurnar deyja.“ Jón Þór segir Evrópudómstólinn þegar hafa kveðið upp dóm í sambærilegu máli þannig að Íslendingar ættu alltaf að geta sótt efni frá Netflix frá Evrópu, en talið er að allt að 20 þúsund íslensk heimili séu með aðgang að Netflix. „Það var breskur bar sem keypti sjónvarpsþjónustu frá réttarhöfum í Grikklandi – mig minnir að þetta hafi verið rétthafar enska boltans – í stað réttarhafans í Bretlandi. Þjónustan var einfaldlega ódýrari í Grikklandi. Hann var því búinn að gera samning við þessa réttarhafa í Grikklandi og gat sýnt þetta á barnum sínum í Bretlandi. Réttarhafarnir í Bretlandi voru hins vegar hundóánægðir með þetta, fóru með þetta fyrir dómstóla og töpuðu.“ Hann segir að í dómnum bendi Evrópudómstóllinn mjög skýrt á að ekki megi takmarka sölu á vöru og þjónustu innan evrópska efnahagssvæðisins.Svo íslenskir Netflix-notendur geta alltaf sótt þetta um Evrópu?„Ef Netflix ætlar að segja að þið séuð borgendur á Íslandi og getið þar af leiðandi ekki sótt þetta innan evrópska efnahagssvæðisins, þá verða þeir að taka ákvörðun um það hvort þeir ætli að lenda í einhvers konar málaferlum. Það er alltaf ákvörðun sem menn geta tekið. Miðað við löggjöfina eins og hún er núna, að menn noti einhvers konar „proxy-a“ til að sækja efni frá Netflix sem sé öðruvísi en á vissum stöðum í Evrópu, sækja það til Bandaríkjanna til dæmis, þá gætu forsvarsmenn Netflix sagt eitthvað. En ef menn borga sína Netflix-áskrift og eru að sækja efnið innan evrópska efnahagssvæðisins, þá sýnist mér það vera nokkuð ljóst – og þetta erum við búin að skoða með okkar lögfræðingum – að Netflix væri með sínum notendaskilmálum og hegðun að brjóta evrópska löggjöf.“Þessi dómur sé sem sagt fordæmisgefandi?„Þessi dómur er algerlega fordæmisgefandi.“
Netflix Tengdar fréttir Lokað endanlega fyrir Netflix á Íslandi? Netflix vinnur nú að því að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. 4. janúar 2015 16:39 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Lokað endanlega fyrir Netflix á Íslandi? Netflix vinnur nú að því að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. 4. janúar 2015 16:39