Íbúar Reykhóla vakna á nýju ári við enga verslun Kristján Már Unnarsson skrifar 1. janúar 2015 10:15 Eyvindur Magnússon og Ólafía Sigurvinsdóttir í viðtali í þættinum "Um land allt" í fyrra. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Einu matvöruversluninni á Reykhólum, Hólakaupum, var lokað á gamlársdag. Eigendurnir, þau Eyvindur Magnússon og Ólafía Sigurvinsdóttir, ákváðu að hætta rekstrinum vegna mikillar bindingar og vinnuálags fyrir fjölskylduna, að því er fram hefur komið á fréttamiðlunum Reykhólar.is og Skessuhorn.is. Eyvindur segir að hagnaður hafi verið af rekstrinum og segir sannarlega grundvöll til að reka verslun á Reykhólum. Tilraunir til að fá aðra til að kaupa reksturinn hafa hins vegar ekki tekist. Þau Eyvindur og Ólafía eru þó ekki á förum og hafa ákveðið í staðinn að snúa sér að uppbyggingu rútufyrirtækis til að aka með ferðamenn um Vestfirði. Þá munu þau áfram enn um sinn hafa umsjón með eldsneytisdælunum við verslunina.Verslunin Hólakaup á Reykhólum.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Um 130 manns búa í þorpinu á Reykhólum en um 270 manns alls í Reykhólahreppi. Langt er í næstu matvöruverslanir, 40 kílómetrar til Skriðulands í Saurbæ, 58 kílómetrar til Hólmavíkur og 75 kílómetrar í Búðardal. Hér má sjá þátt „Um land allt“ á Stöð 2 í fyrra þar sem fjallað var um barnasprengju á Reykhólum og rætt við þau Eyvind og Ólafíu en þau eru í hópi þeirra sem eiga þátt í óvenju mikilli barnafjölgun á svæðinu. Þar greindi Eyvindur frá því að þau hefðu flutt úr Reykjavík eftir hrun þegar nær engin verkefni voru í sendibílaakstri, sem Eyvindur stundaði áður. Ólafía á rætur í Reykhólahrepp. Í þættinum kom fram að skortur á íbúðarhúsnæði hamlar því að fleira fólk geti sest að á Reykhólum. Reykhólahreppur Um land allt Tengdar fréttir Fluttu úr borginni og vöktu vegasjoppuna Draumur ungs pars um að flytja úr borginni út í sveit hefur nú ræst. Í Dalasýslu fundu þau gamla þjóðvegasjoppu sem farin var á hausinn.. 13. júní 2014 21:15 Barnasprengja á Reykhólum eftir að oddvitinn lofaði peysu Óvenju mörg börn hafa fæðst í Reykhólasveit að undanförnu og er hlutfall barna orðið það hæsta á Vestfjörðum. 11. febrúar 2014 18:00 Mónakó Supermarket opin tvo tíma á dag Eina búðin á Bakkafirði er bara opin tvo tíma á dag og er um leið helsti samkomustaður þorpsins. 24. mars 2011 18:42 Svona gerist þegar lofað er lopapeysu á hvert barn Oddvitinn í Reykhólahreppi, sem lofaði lopapeysu á hvert barn sem fæddist í sveitinni, hefur enn þurft að herða prjónaskapinn. 8. maí 2014 21:15 Mest lesið „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Einu matvöruversluninni á Reykhólum, Hólakaupum, var lokað á gamlársdag. Eigendurnir, þau Eyvindur Magnússon og Ólafía Sigurvinsdóttir, ákváðu að hætta rekstrinum vegna mikillar bindingar og vinnuálags fyrir fjölskylduna, að því er fram hefur komið á fréttamiðlunum Reykhólar.is og Skessuhorn.is. Eyvindur segir að hagnaður hafi verið af rekstrinum og segir sannarlega grundvöll til að reka verslun á Reykhólum. Tilraunir til að fá aðra til að kaupa reksturinn hafa hins vegar ekki tekist. Þau Eyvindur og Ólafía eru þó ekki á förum og hafa ákveðið í staðinn að snúa sér að uppbyggingu rútufyrirtækis til að aka með ferðamenn um Vestfirði. Þá munu þau áfram enn um sinn hafa umsjón með eldsneytisdælunum við verslunina.Verslunin Hólakaup á Reykhólum.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Um 130 manns búa í þorpinu á Reykhólum en um 270 manns alls í Reykhólahreppi. Langt er í næstu matvöruverslanir, 40 kílómetrar til Skriðulands í Saurbæ, 58 kílómetrar til Hólmavíkur og 75 kílómetrar í Búðardal. Hér má sjá þátt „Um land allt“ á Stöð 2 í fyrra þar sem fjallað var um barnasprengju á Reykhólum og rætt við þau Eyvind og Ólafíu en þau eru í hópi þeirra sem eiga þátt í óvenju mikilli barnafjölgun á svæðinu. Þar greindi Eyvindur frá því að þau hefðu flutt úr Reykjavík eftir hrun þegar nær engin verkefni voru í sendibílaakstri, sem Eyvindur stundaði áður. Ólafía á rætur í Reykhólahrepp. Í þættinum kom fram að skortur á íbúðarhúsnæði hamlar því að fleira fólk geti sest að á Reykhólum.
Reykhólahreppur Um land allt Tengdar fréttir Fluttu úr borginni og vöktu vegasjoppuna Draumur ungs pars um að flytja úr borginni út í sveit hefur nú ræst. Í Dalasýslu fundu þau gamla þjóðvegasjoppu sem farin var á hausinn.. 13. júní 2014 21:15 Barnasprengja á Reykhólum eftir að oddvitinn lofaði peysu Óvenju mörg börn hafa fæðst í Reykhólasveit að undanförnu og er hlutfall barna orðið það hæsta á Vestfjörðum. 11. febrúar 2014 18:00 Mónakó Supermarket opin tvo tíma á dag Eina búðin á Bakkafirði er bara opin tvo tíma á dag og er um leið helsti samkomustaður þorpsins. 24. mars 2011 18:42 Svona gerist þegar lofað er lopapeysu á hvert barn Oddvitinn í Reykhólahreppi, sem lofaði lopapeysu á hvert barn sem fæddist í sveitinni, hefur enn þurft að herða prjónaskapinn. 8. maí 2014 21:15 Mest lesið „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Fluttu úr borginni og vöktu vegasjoppuna Draumur ungs pars um að flytja úr borginni út í sveit hefur nú ræst. Í Dalasýslu fundu þau gamla þjóðvegasjoppu sem farin var á hausinn.. 13. júní 2014 21:15
Barnasprengja á Reykhólum eftir að oddvitinn lofaði peysu Óvenju mörg börn hafa fæðst í Reykhólasveit að undanförnu og er hlutfall barna orðið það hæsta á Vestfjörðum. 11. febrúar 2014 18:00
Mónakó Supermarket opin tvo tíma á dag Eina búðin á Bakkafirði er bara opin tvo tíma á dag og er um leið helsti samkomustaður þorpsins. 24. mars 2011 18:42
Svona gerist þegar lofað er lopapeysu á hvert barn Oddvitinn í Reykhólahreppi, sem lofaði lopapeysu á hvert barn sem fæddist í sveitinni, hefur enn þurft að herða prjónaskapinn. 8. maí 2014 21:15