Al Attiyah vann París - Dakar Finnur Thorlacius skrifar 19. janúar 2015 09:21 Al Attiyah á fullu gasi í keppninni. Nasser Al Attiyah frá Qatar hafði sigur í bílaflokki þolakstursins París - Dakar, rétt eins og hann gerði árið 2011. Al Attiyah ók Mini bíl og er þetta fjórða árið í röð sem sigurvegarinn ekur á Mini. Það kórónar svo góðan árangur Mini í keppninni að í sætum 3, 4 og 5 vorum einnig bílar af Mini gerð. Í öðru sæti varð frakkinn Giniel de Villiers á Toyota Hilux bíl. Al Attiyah náði sigri á 5 dagleiðum af alls 13 og hafði á endanum ríflega hálftíma forystu á næsta keppanda. Í mótorhjólaflokki vann Spánverjinn Marco Coma á KTM 450 Rally hjóli, en Coma vann einnig í fyrra og hefur alls unnið mótorhjólaflokkinn fimm sinnum. Eins og oftast áður var það rússneska Kamaz liðið sem hafði sigur í trukkaflokki, en það hefur unnið síðustu 3 ár og í 12 skipti síðan árið 2000. Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent
Nasser Al Attiyah frá Qatar hafði sigur í bílaflokki þolakstursins París - Dakar, rétt eins og hann gerði árið 2011. Al Attiyah ók Mini bíl og er þetta fjórða árið í röð sem sigurvegarinn ekur á Mini. Það kórónar svo góðan árangur Mini í keppninni að í sætum 3, 4 og 5 vorum einnig bílar af Mini gerð. Í öðru sæti varð frakkinn Giniel de Villiers á Toyota Hilux bíl. Al Attiyah náði sigri á 5 dagleiðum af alls 13 og hafði á endanum ríflega hálftíma forystu á næsta keppanda. Í mótorhjólaflokki vann Spánverjinn Marco Coma á KTM 450 Rally hjóli, en Coma vann einnig í fyrra og hefur alls unnið mótorhjólaflokkinn fimm sinnum. Eins og oftast áður var það rússneska Kamaz liðið sem hafði sigur í trukkaflokki, en það hefur unnið síðustu 3 ár og í 12 skipti síðan árið 2000.
Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent