Gunnar Nelson yrði ekki hissa á því ef Conor McGregor kláraði Dennis Siver á innan við tveim mínútum í nótt.
Írinn, og góðvinur Gunnars, stígur þá inn í hringinn í sínum stærsta bardaga til þessa. Staðan er einföld. Ef Conor vinnur þá fær hann að keppa við meistarann, Jose Aldo, næst.
Bardaginn fer fram í Boston og stemningin verður engri lík. Haugur af Írum býr í Boston og fjölmargir Írar hafa líka flogið til Boston og munu gera allt geðbilað í nótt.
Viðtal við Gunnar um bardagann má sjá hér að ofan.
Bardagakvöldið hefst klukkan þrjú í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
