Segja skýringar ráðherrans slappar og lélegar Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 12. janúar 2015 20:45 Ísland er eina landið í Vestur-Evrópu sem sendi engan ráðamann í samstöðugönguna í París. Þingmenn stjórnarandstöðu segja yfirlýsingar forsætisráðherra sem ber fyrir sig skamman fyrirvara, ferðatíma og dagskrá ekki halda vatni. Stjórnarandstaðan vill að forsætisráðherra skýri betur út fyrir þjóðinni hvað annað hafi verið svona mikilvægt. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður VG segir að þær skýringar sem ráðherrann hafi gefið séu með ólíkindum, þær séu svo slappar og lélegar. ,,Að nefna ástæðuna, margir samverkandi þættir, þegar rætt er um svona krefjandi spurningu, er óboðlegt.“ „Við hljótum að gera ráð fyrir því að það séu gildar ástæður sem liggja að baki því að það mæti enginn háttsettari en staðgengill sendiherra á svona mikilvægan viðburð,“ segir Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar og bætir við að ef það séu engar skárri skýringar en ráðherrann hafi gefið upp, þá hljóti þetta einfaldlega að vera mistök. „Við verðum að treysta því að menn læri af þeim mistökum.“ Birgitta Jónsdóttir kapteinn pírata segist ekki hafa séð neinar almennilegar skýringar frá ráðherranum. Þarna hafi menn verið að koma mjög langt að og komist þó. Og flestir fari þeir fyrir stærri þjóðum en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og hafi því væntanlega meira að sýsla. Hún segist gera ráð fyrir því að hann hafi ekki lesið rétt í kringumstæðurnar. Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar segist farinn að hafa óeðlilega litlar væntingar til forystu ríkisstjórnarinnar í þessu sem öðru. Það komi því ekki sérstaklega á óvart að enginn forystumaður ríkisstjórnarinnar hafi verið viðstaddur og skýringarnar svo lélegar sem þær eru, komi heldur ekki á óvart. „Þetta verðskuldar bara skömm í hattinn og refsistig. Og forsætisráðherra er bara ekki að standa sig.“ Charlie Hebdo Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Fleiri fréttir Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Sjá meira
Ísland er eina landið í Vestur-Evrópu sem sendi engan ráðamann í samstöðugönguna í París. Þingmenn stjórnarandstöðu segja yfirlýsingar forsætisráðherra sem ber fyrir sig skamman fyrirvara, ferðatíma og dagskrá ekki halda vatni. Stjórnarandstaðan vill að forsætisráðherra skýri betur út fyrir þjóðinni hvað annað hafi verið svona mikilvægt. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður VG segir að þær skýringar sem ráðherrann hafi gefið séu með ólíkindum, þær séu svo slappar og lélegar. ,,Að nefna ástæðuna, margir samverkandi þættir, þegar rætt er um svona krefjandi spurningu, er óboðlegt.“ „Við hljótum að gera ráð fyrir því að það séu gildar ástæður sem liggja að baki því að það mæti enginn háttsettari en staðgengill sendiherra á svona mikilvægan viðburð,“ segir Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar og bætir við að ef það séu engar skárri skýringar en ráðherrann hafi gefið upp, þá hljóti þetta einfaldlega að vera mistök. „Við verðum að treysta því að menn læri af þeim mistökum.“ Birgitta Jónsdóttir kapteinn pírata segist ekki hafa séð neinar almennilegar skýringar frá ráðherranum. Þarna hafi menn verið að koma mjög langt að og komist þó. Og flestir fari þeir fyrir stærri þjóðum en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og hafi því væntanlega meira að sýsla. Hún segist gera ráð fyrir því að hann hafi ekki lesið rétt í kringumstæðurnar. Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar segist farinn að hafa óeðlilega litlar væntingar til forystu ríkisstjórnarinnar í þessu sem öðru. Það komi því ekki sérstaklega á óvart að enginn forystumaður ríkisstjórnarinnar hafi verið viðstaddur og skýringarnar svo lélegar sem þær eru, komi heldur ekki á óvart. „Þetta verðskuldar bara skömm í hattinn og refsistig. Og forsætisráðherra er bara ekki að standa sig.“
Charlie Hebdo Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Fleiri fréttir Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Sjá meira