Skammur fyrirvari, ferðatími og dagskrá meðal ástæðna fyrir fjarveru forsætisráðherra Aðalsteinn Kjartansson skrifar 11. janúar 2015 22:25 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Vísir/Daníel „Vegna ýmissa samverkandi þátta, einkum skamms fyrirvara, ferðatíma og dagskrár ráðherra, var hvorki forsætis- né utanríkisráðherra fært að taka þátt í göngunni,“ segir í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í dag. Ákvörðun hans um að þekkjast ekki boð franskra stjórnvalda um að sækja fundinn hefur verið gagrýnd harðlega. Í yfirlýsingunni, sem var uppfærð eftir að hún var fyrst birt, kemur fram að Sigmundur Davíð hafi látið kanna hvort möguleiki væri á að hann gæti mætt til athafnarinnar. „Strax og tilkynning barst um samstöðufundinn var hafist handa við að gera ráðstafanir svo hægt yrði að þiggja boðið og tryggt yrði að fulltrúi Íslands mætti,“ segir í hinni uppfærðu tilkynningu. Þar kemur einnig fram að boð franskra stjórnvalda hafi ekki beinst að ákveðnum ráðherrum heldur hafi Íslendingum verið boðið að senda fulltrúa. Nína Björk Jónsdóttir, staðgengill sendiherra Íslands í Frakklandi, var fulltrúi Íslands. Hún ræddi við Vísi fyrr í dag um gönguna. Engar skýringar voru gefnar þegar eftir því var leitað í dag á fjarveru ráðherrans en upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar sagði við Vísi fyrr í kvöld að ekki hafi komið til tals að annar ráðherra færi til Frakklands í stað forsætisráðherra. Boð um að koma á fundinn barst á föstudag og segir í yfirlýsingu ráðuneytisins það vera einn þessara samverkandi þátta. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra útskýrði fjarveru sína í samtali við fréttastofu í dag en hann er staddur í New York þar sem hann undirbýr jafnréttisráðstefnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Fjöldi þjóðarleiðtoga mættu til fundarins sem fram fór í dag en um 1,5 milljón manna sóttu fundinn, sem er sá fjölmennasti sem haldinn hefur verið í Frakklandi. Fundurinn var haldinn í kjölfar voðaverkanna sem framin voru í vikunni. Í yfirlýsingu forsætisráðuneytisins kemur fram að Sigmundur Davíð hafi átt fund með sendiherra Frakklands á Íslandi. „Á fundinum kom forsætisráðherra formlega á framfæri samstöðu- og samúðarkveðjum frá ríkisstjórninni og íslensku þjóðinni vegna hryðjuverkaárásanna á ritstjórnarskrifstofu Charlie Hebdo í París og sagði árásina grimmúðlega atlögu að tjáningar- og prentfrelsi, sem eru grundvallargildi og mannréttindi sem brýnt er að standa vörð um,“ segir í yfirlýsingunni.Uppfært klukkan 23.18 eftir að yfirlýsingu ráðuneytisins var breytt. Post by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Alþingi Charlie Hebdo Tengdar fréttir Ekki kom til tals að annar ráðherra færi til Parísar Engar skýringar komnar á fjarveru forsætisráðherra. 11. janúar 2015 21:46 Utanríkisráðherra er að undirbúa jafnréttisráðstefnu í New York Ástæða þess að Gunnar Bragi Sveinsson var ekki á samstöðufundinum í París er að hann undirbýr rakarastofuráðstefnu í New York. 11. janúar 2015 20:45 Gys gert að forsætisráðherra á Twitter Notendur síðunnar íhuga mögulegar ástæður fyrir fjarveru Sigmundar Davíðs. 11. janúar 2015 22:30 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
„Vegna ýmissa samverkandi þátta, einkum skamms fyrirvara, ferðatíma og dagskrár ráðherra, var hvorki forsætis- né utanríkisráðherra fært að taka þátt í göngunni,“ segir í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í dag. Ákvörðun hans um að þekkjast ekki boð franskra stjórnvalda um að sækja fundinn hefur verið gagrýnd harðlega. Í yfirlýsingunni, sem var uppfærð eftir að hún var fyrst birt, kemur fram að Sigmundur Davíð hafi látið kanna hvort möguleiki væri á að hann gæti mætt til athafnarinnar. „Strax og tilkynning barst um samstöðufundinn var hafist handa við að gera ráðstafanir svo hægt yrði að þiggja boðið og tryggt yrði að fulltrúi Íslands mætti,“ segir í hinni uppfærðu tilkynningu. Þar kemur einnig fram að boð franskra stjórnvalda hafi ekki beinst að ákveðnum ráðherrum heldur hafi Íslendingum verið boðið að senda fulltrúa. Nína Björk Jónsdóttir, staðgengill sendiherra Íslands í Frakklandi, var fulltrúi Íslands. Hún ræddi við Vísi fyrr í dag um gönguna. Engar skýringar voru gefnar þegar eftir því var leitað í dag á fjarveru ráðherrans en upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar sagði við Vísi fyrr í kvöld að ekki hafi komið til tals að annar ráðherra færi til Frakklands í stað forsætisráðherra. Boð um að koma á fundinn barst á föstudag og segir í yfirlýsingu ráðuneytisins það vera einn þessara samverkandi þátta. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra útskýrði fjarveru sína í samtali við fréttastofu í dag en hann er staddur í New York þar sem hann undirbýr jafnréttisráðstefnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Fjöldi þjóðarleiðtoga mættu til fundarins sem fram fór í dag en um 1,5 milljón manna sóttu fundinn, sem er sá fjölmennasti sem haldinn hefur verið í Frakklandi. Fundurinn var haldinn í kjölfar voðaverkanna sem framin voru í vikunni. Í yfirlýsingu forsætisráðuneytisins kemur fram að Sigmundur Davíð hafi átt fund með sendiherra Frakklands á Íslandi. „Á fundinum kom forsætisráðherra formlega á framfæri samstöðu- og samúðarkveðjum frá ríkisstjórninni og íslensku þjóðinni vegna hryðjuverkaárásanna á ritstjórnarskrifstofu Charlie Hebdo í París og sagði árásina grimmúðlega atlögu að tjáningar- og prentfrelsi, sem eru grundvallargildi og mannréttindi sem brýnt er að standa vörð um,“ segir í yfirlýsingunni.Uppfært klukkan 23.18 eftir að yfirlýsingu ráðuneytisins var breytt. Post by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Alþingi Charlie Hebdo Tengdar fréttir Ekki kom til tals að annar ráðherra færi til Parísar Engar skýringar komnar á fjarveru forsætisráðherra. 11. janúar 2015 21:46 Utanríkisráðherra er að undirbúa jafnréttisráðstefnu í New York Ástæða þess að Gunnar Bragi Sveinsson var ekki á samstöðufundinum í París er að hann undirbýr rakarastofuráðstefnu í New York. 11. janúar 2015 20:45 Gys gert að forsætisráðherra á Twitter Notendur síðunnar íhuga mögulegar ástæður fyrir fjarveru Sigmundar Davíðs. 11. janúar 2015 22:30 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Ekki kom til tals að annar ráðherra færi til Parísar Engar skýringar komnar á fjarveru forsætisráðherra. 11. janúar 2015 21:46
Utanríkisráðherra er að undirbúa jafnréttisráðstefnu í New York Ástæða þess að Gunnar Bragi Sveinsson var ekki á samstöðufundinum í París er að hann undirbýr rakarastofuráðstefnu í New York. 11. janúar 2015 20:45
Gys gert að forsætisráðherra á Twitter Notendur síðunnar íhuga mögulegar ástæður fyrir fjarveru Sigmundar Davíðs. 11. janúar 2015 22:30