Íslendingur í París: Mikill samhugur og sterk skilaboð send Aðalsteinn Kjartansson skrifar 11. janúar 2015 19:17 Sendiráðsfulltrúi í íslenska sendiráðinu í París fór á samstöðufundinn, sem er sá stærsti í sögu Frakklands. Vísir/AFP „Þetta var ótrúlega stórt mannahaf sem var komið til að ganga og sýna samstöðu,“ segir Nína Björk Jónsdóttir, staðgengill sendiherra í íslenska sendiráðinu í París, um samstöðufundinn sem fram fór í dag í Parísarborg. Meira en milljón manns kom saman í borginni á stærsta fjöldafundi sem haldinn hefur verið í sögu Frakklands. „Þarna voru þjóðarleiðtogar og aðrir ráðamenn, fulltrúar sendiráða, borgarstjórar í Frakklandi, fulltrúar ólíkra trúarbragða, fjölskyldur fórnarlamba og þeir sem lifðu af atburðina og svo almenningur í París,“ segir Nína en hún gekk með þessum hópi í dag. Nína segir tilfinninguna hafa verið ólýsanlega. „Það var mikið klappað og fólki greinilega annt um að sýna samstöðu og Frakkar hafa svo sannarlega sýnt það, með þessari miklu þátttöku, að þeir standa saman gegn hryðjuverkaógninni,“ segir hún. Þriggja daga upplausnarástand var í borginni í vikunni eftir að þungvopnaðir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofu satírublaðsins Charlie Hebdo og skutu tólf til bana. Árásin hefur verið litin sem aðför að tjáningarfrelsinu. Nína segir að margir hafi gengið með skilti tjáningarfrelsinu til stuðnings. „Það voru margir þarna sem voru að leggja áherslu á mikilvægi tjáningarfrelsisins,“ segir hún. Nína segir að ekki hafi verið að finna ótta á meðal fólksins en greint hefur verið frá því að mikill öryggisgæslu í kringum fundinn í dag. Fólk lét það hinsvegar ekki á sig fá. „Þarna voru fjölskyldur saman, fólk með börnin sín á herðunum. Margir báru skilti sem á stóð: „Ég er ekki hrædd.“ Þetta var þverskurður af þjóðinni sem tók þátt í þessari göngu,“ segir hún. Óljóst er hversu margir voru á fundinum en innanríkisráðuneyti Frakklands hefur sagt hann vera þann stærsta í sögu landsins. Svo mikið var af fólki að óvíst er hvort hægt verði að gefa upp einhverja tölu um fjölda viðstaddra, samkvæmt frönskum fjölmiðlum. „Allar hliðargötur voru pakkaðar af fólki. Fólk var þarna allstaðar í kring og fólk var jafnvel að ganga í báðar áttir. Það var þétt umferð af fólki,“ segir Nína. „Það er erfitt að lýsa því en það var mikill samhugur og það voru sterk skilaboð sem hópurinn var að senda. Þetta voru ótrúlega sterk viðbrögð, og þessi samstaða sem skein í gegn,“ segir hún og bætir við: „Franska þjóðin stendur saman í fjölbreytileika sínum.“ Charlie Hebdo Tengdar fréttir Enginn íslenskur ráðherra í París Meðal annars eru þjóðarleiðtogar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs í París. 11. janúar 2015 15:19 Fjölmennur samstöðufundur í París Fólk kemur saman víða um Frakkland vegna ódæðisverkanna í vikunni. 11. janúar 2015 13:31 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
„Þetta var ótrúlega stórt mannahaf sem var komið til að ganga og sýna samstöðu,“ segir Nína Björk Jónsdóttir, staðgengill sendiherra í íslenska sendiráðinu í París, um samstöðufundinn sem fram fór í dag í Parísarborg. Meira en milljón manns kom saman í borginni á stærsta fjöldafundi sem haldinn hefur verið í sögu Frakklands. „Þarna voru þjóðarleiðtogar og aðrir ráðamenn, fulltrúar sendiráða, borgarstjórar í Frakklandi, fulltrúar ólíkra trúarbragða, fjölskyldur fórnarlamba og þeir sem lifðu af atburðina og svo almenningur í París,“ segir Nína en hún gekk með þessum hópi í dag. Nína segir tilfinninguna hafa verið ólýsanlega. „Það var mikið klappað og fólki greinilega annt um að sýna samstöðu og Frakkar hafa svo sannarlega sýnt það, með þessari miklu þátttöku, að þeir standa saman gegn hryðjuverkaógninni,“ segir hún. Þriggja daga upplausnarástand var í borginni í vikunni eftir að þungvopnaðir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofu satírublaðsins Charlie Hebdo og skutu tólf til bana. Árásin hefur verið litin sem aðför að tjáningarfrelsinu. Nína segir að margir hafi gengið með skilti tjáningarfrelsinu til stuðnings. „Það voru margir þarna sem voru að leggja áherslu á mikilvægi tjáningarfrelsisins,“ segir hún. Nína segir að ekki hafi verið að finna ótta á meðal fólksins en greint hefur verið frá því að mikill öryggisgæslu í kringum fundinn í dag. Fólk lét það hinsvegar ekki á sig fá. „Þarna voru fjölskyldur saman, fólk með börnin sín á herðunum. Margir báru skilti sem á stóð: „Ég er ekki hrædd.“ Þetta var þverskurður af þjóðinni sem tók þátt í þessari göngu,“ segir hún. Óljóst er hversu margir voru á fundinum en innanríkisráðuneyti Frakklands hefur sagt hann vera þann stærsta í sögu landsins. Svo mikið var af fólki að óvíst er hvort hægt verði að gefa upp einhverja tölu um fjölda viðstaddra, samkvæmt frönskum fjölmiðlum. „Allar hliðargötur voru pakkaðar af fólki. Fólk var þarna allstaðar í kring og fólk var jafnvel að ganga í báðar áttir. Það var þétt umferð af fólki,“ segir Nína. „Það er erfitt að lýsa því en það var mikill samhugur og það voru sterk skilaboð sem hópurinn var að senda. Þetta voru ótrúlega sterk viðbrögð, og þessi samstaða sem skein í gegn,“ segir hún og bætir við: „Franska þjóðin stendur saman í fjölbreytileika sínum.“
Charlie Hebdo Tengdar fréttir Enginn íslenskur ráðherra í París Meðal annars eru þjóðarleiðtogar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs í París. 11. janúar 2015 15:19 Fjölmennur samstöðufundur í París Fólk kemur saman víða um Frakkland vegna ódæðisverkanna í vikunni. 11. janúar 2015 13:31 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Enginn íslenskur ráðherra í París Meðal annars eru þjóðarleiðtogar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs í París. 11. janúar 2015 15:19
Fjölmennur samstöðufundur í París Fólk kemur saman víða um Frakkland vegna ódæðisverkanna í vikunni. 11. janúar 2015 13:31
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent