Olíuleitin hagstæðari vegna verðfalls á olíu Kristján Már Unnarsson skrifar 11. janúar 2015 07:48 Enginn bilbugur er á sérleyfishöfum á Drekasvæðinu, þótt olíuverð hafi hrapað um helming. Talsmaður Eykons segir þvert á móti að nú verði olíuleitin ákjósanlegri og tilkostnaður töluvert lægri. Þegar sérleyfunum var úthlutað var olíuverðið í kringum hundrað bandaríkjadollarar á tunnuna en síðustu daga hefur það verið í kringum fimmtíu dollara. Eykon Energy er aðili að báðum þeim leyfum sem eru í gildi og Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir verðfallið ekki hafa dregið úr áhuganum. Það sé enn stefnt á endurvarpsmælingar næsta sumar og verið að undirbúa að leita tilboða í verkefnið. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Gunnlaugur að með lægra olíuverði minnki kostnaður verulega. Meira framboð sé af skipum af því tagi sem geti framkvæmt slíkar mælingar. „Þannig að við erum bjartsýnir á að okkur takist að framkvæma þessar mælingar með töluvert lægri tilkostnaði en við gerðum ráð fyrir,“ segir Gunnlaugur. Hann segir enga ástæðu til að ætla að þeir hætti við Drekasvæðið, hann myndi fremur telja það vera á hinn veginn, að það sé ákjósanlegra að halda leitinni áfram. Olíurannsóknaskipið Nordic Explorer, ásamt þremur fylgdarskipum, sótti þjónustu til Akureyrar sumarið 2012, vegna rannsókna á Drekasvæðinu.Mynd/N4 Hann bendir á að ef olía finnist séu mörg ár í að vinnsla hefjist og engin leið sé að spá hvaða verð fáist þá fyrir olíuna. Það sé eins og að reyna að spá fyrir um hvernig veðrið verði eftir tíu ár. En hvað þyrfti verðið að vera hátt til að olíuvinnsla borgaði sig á Drekasvæðinu? Gunnlaugur segir svarið ráðast af því hversu stórar lindir finnist, finnist þær á annað borð. „Við erum að leita að stórum lindum. Við teljum að við gætum rekið þetta með hagnaði jafnvel niður í 60 dollara olíuverð, ef við finnum stórar lindir,“ segir Gunnlaugur. Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir 2,5 milljarðar í olíuleit á Drekasvæði á næsta ári Sérleyfishafar á Drekasvæðinu áforma að verja tveimur og hálfum milljarði króna til olíuleitar á Drekasvæðinu á næsta ári. 15. október 2014 19:15 Félag stofnað um olíuhöfn Drekans "Við höfum þegar hafið vinnu við stofnun félags með heimamönnum til að halda utan um starfsemina,“ segir Haukur Óskarsson, stjórnarmaður í Eykon Energy og framkvæmdastjóri iðnaðar hjá Mannviti, í yfirlýsingu vegna þeirrar ákörðunar að velja iðnaðarhöfnina á Reyðarfirði sem þjónustuhöfn Drekasvæðis. 12. maí 2014 13:45 Hætta við olíuleit á Drekasvæðinu Einn þriggja sérleyfishafa á Drekasvæðinu, hópur undir forystu Faroe Petroleum, hefur fallið frá olíuleitinni. 12. desember 2014 18:00 Reyðarfjörður valinn sem olíubær Íslands Eykon Energy hefur valið Reyðarfjörð sem þjónustumiðstöð fyrir bæði olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir þetta skapa gríðarleg tækifæri. 11. maí 2014 19:15 Kínverjar mættir til að hefja olíuleitina Leyfishafar á Drekasvæðinu undir forystu kínverska félagsins CNOOC ákváðu á fundi í dag að hraðar yrði farið af stað í olíuleitina en áætlanir gerðu ráð fyrir. 20. október 2014 20:15 CNOOC vill flýta borun í Drekann Fulltrúar kínverska olíufélagsins CNOOC kynntu samstarfsaðilum sínum í dag verkáætlun sem miðar við að boranir hefjist á Drekasvæðinu mun fyrr en áður var gert ráð fyrir. 12. júní 2014 19:15 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Enginn bilbugur er á sérleyfishöfum á Drekasvæðinu, þótt olíuverð hafi hrapað um helming. Talsmaður Eykons segir þvert á móti að nú verði olíuleitin ákjósanlegri og tilkostnaður töluvert lægri. Þegar sérleyfunum var úthlutað var olíuverðið í kringum hundrað bandaríkjadollarar á tunnuna en síðustu daga hefur það verið í kringum fimmtíu dollara. Eykon Energy er aðili að báðum þeim leyfum sem eru í gildi og Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir verðfallið ekki hafa dregið úr áhuganum. Það sé enn stefnt á endurvarpsmælingar næsta sumar og verið að undirbúa að leita tilboða í verkefnið. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Gunnlaugur að með lægra olíuverði minnki kostnaður verulega. Meira framboð sé af skipum af því tagi sem geti framkvæmt slíkar mælingar. „Þannig að við erum bjartsýnir á að okkur takist að framkvæma þessar mælingar með töluvert lægri tilkostnaði en við gerðum ráð fyrir,“ segir Gunnlaugur. Hann segir enga ástæðu til að ætla að þeir hætti við Drekasvæðið, hann myndi fremur telja það vera á hinn veginn, að það sé ákjósanlegra að halda leitinni áfram. Olíurannsóknaskipið Nordic Explorer, ásamt þremur fylgdarskipum, sótti þjónustu til Akureyrar sumarið 2012, vegna rannsókna á Drekasvæðinu.Mynd/N4 Hann bendir á að ef olía finnist séu mörg ár í að vinnsla hefjist og engin leið sé að spá hvaða verð fáist þá fyrir olíuna. Það sé eins og að reyna að spá fyrir um hvernig veðrið verði eftir tíu ár. En hvað þyrfti verðið að vera hátt til að olíuvinnsla borgaði sig á Drekasvæðinu? Gunnlaugur segir svarið ráðast af því hversu stórar lindir finnist, finnist þær á annað borð. „Við erum að leita að stórum lindum. Við teljum að við gætum rekið þetta með hagnaði jafnvel niður í 60 dollara olíuverð, ef við finnum stórar lindir,“ segir Gunnlaugur.
Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir 2,5 milljarðar í olíuleit á Drekasvæði á næsta ári Sérleyfishafar á Drekasvæðinu áforma að verja tveimur og hálfum milljarði króna til olíuleitar á Drekasvæðinu á næsta ári. 15. október 2014 19:15 Félag stofnað um olíuhöfn Drekans "Við höfum þegar hafið vinnu við stofnun félags með heimamönnum til að halda utan um starfsemina,“ segir Haukur Óskarsson, stjórnarmaður í Eykon Energy og framkvæmdastjóri iðnaðar hjá Mannviti, í yfirlýsingu vegna þeirrar ákörðunar að velja iðnaðarhöfnina á Reyðarfirði sem þjónustuhöfn Drekasvæðis. 12. maí 2014 13:45 Hætta við olíuleit á Drekasvæðinu Einn þriggja sérleyfishafa á Drekasvæðinu, hópur undir forystu Faroe Petroleum, hefur fallið frá olíuleitinni. 12. desember 2014 18:00 Reyðarfjörður valinn sem olíubær Íslands Eykon Energy hefur valið Reyðarfjörð sem þjónustumiðstöð fyrir bæði olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir þetta skapa gríðarleg tækifæri. 11. maí 2014 19:15 Kínverjar mættir til að hefja olíuleitina Leyfishafar á Drekasvæðinu undir forystu kínverska félagsins CNOOC ákváðu á fundi í dag að hraðar yrði farið af stað í olíuleitina en áætlanir gerðu ráð fyrir. 20. október 2014 20:15 CNOOC vill flýta borun í Drekann Fulltrúar kínverska olíufélagsins CNOOC kynntu samstarfsaðilum sínum í dag verkáætlun sem miðar við að boranir hefjist á Drekasvæðinu mun fyrr en áður var gert ráð fyrir. 12. júní 2014 19:15 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
2,5 milljarðar í olíuleit á Drekasvæði á næsta ári Sérleyfishafar á Drekasvæðinu áforma að verja tveimur og hálfum milljarði króna til olíuleitar á Drekasvæðinu á næsta ári. 15. október 2014 19:15
Félag stofnað um olíuhöfn Drekans "Við höfum þegar hafið vinnu við stofnun félags með heimamönnum til að halda utan um starfsemina,“ segir Haukur Óskarsson, stjórnarmaður í Eykon Energy og framkvæmdastjóri iðnaðar hjá Mannviti, í yfirlýsingu vegna þeirrar ákörðunar að velja iðnaðarhöfnina á Reyðarfirði sem þjónustuhöfn Drekasvæðis. 12. maí 2014 13:45
Hætta við olíuleit á Drekasvæðinu Einn þriggja sérleyfishafa á Drekasvæðinu, hópur undir forystu Faroe Petroleum, hefur fallið frá olíuleitinni. 12. desember 2014 18:00
Reyðarfjörður valinn sem olíubær Íslands Eykon Energy hefur valið Reyðarfjörð sem þjónustumiðstöð fyrir bæði olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir þetta skapa gríðarleg tækifæri. 11. maí 2014 19:15
Kínverjar mættir til að hefja olíuleitina Leyfishafar á Drekasvæðinu undir forystu kínverska félagsins CNOOC ákváðu á fundi í dag að hraðar yrði farið af stað í olíuleitina en áætlanir gerðu ráð fyrir. 20. október 2014 20:15
CNOOC vill flýta borun í Drekann Fulltrúar kínverska olíufélagsins CNOOC kynntu samstarfsaðilum sínum í dag verkáætlun sem miðar við að boranir hefjist á Drekasvæðinu mun fyrr en áður var gert ráð fyrir. 12. júní 2014 19:15
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent