Tók rekstrarstjórann af lífi Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2015 07:48 Vísir/AP Rekstrarstjóri Lindt kaffihússins í Sydney lét ekki lífið við að reyna að afvopna gíslatökumanninn, sem hélt fjölda manns á Lindt kaffihúsini í Sydney, eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum. Þess í stað var Tori Johnson látinn krjúpa á hné og skotinn í höfuðið. Við það réðst lögreglan til atlögu og í árásinni létust gíslatökumaðurinn og einn gíslanna. Þetta kom fram á blaðamannafyndi í Sydney seint í gærkvöldi, þar sem ýmsar niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar. Næsta stig rannsóknarinnar er að gíslarnir sjálfir beri vitni, en ekki liggur fyrir hvenær það verður, samkvæmt BBC. Þá staðfesti Michael Barnes, sem sér um rannsóknina, það sem áður hefur komið fram í fjölmiðlum um að gíslinn Katrina Dawson hafi látið lífið eftir að hafa orðið fyrir skoti lögreglumanns. Nánar tiltekið hafi kúlan lent á hörðu yfirborið og endurkastast í Dawson.Sjá einnig: Varð fyrir skoti lögreglu Yfirvöld í Ástralíu rannsaka nú dauðsföllin þrjú í gíslatökunni Lindt kaffihúsinu í Sydney í desember. Markmið rannsóknarinnar er að komast að því hvernig gíslarnir létust, sem og gíslatökumaðurinn og hvort að hægt hefði verið að komast hjá þeim dauðsföllum. Þar að auki verður rannsakað hvort og hvernig lögreglan hefði getað brugðist betur við ástandinu.Man Haran Moni var flóttamaður frá Íran, sem hafði verið ákærður fyrir ofbeldisglæpi og sagðist vera klerkur.Sagðist vera á vegum ISIS Gíslatökumaðurinn, Man Haron Monis, gekk inn á kaffihúsið og pantaði sér súkkulaðiköku og te. Þá bað hann um að fá að tala við rekstrarstjórann, Tori Johnson. Hann tilkynnti Johnson að hann væri með sprengju og að hann ætti að læsa kaffihúsinu. Seinna um morguninn var Johnson skipað að hringja í neyðarlínuna og segja að vígamenn Íslamska ríkisins væru að ráðast á Ástralíu og að Monis hefði komið fyrir sprengjum um miðborg Sydney. Monis hafði engin tengsl við ISIS Nokkrum gíslum tókst að flýja kaffihúsið yfir daginn, en lögreglan réðst til atlögu eftir 16 tíma umsátursástand. Þá sá leyniskytta lögreglunnar að Monis skaut Johnson í hnakkann eftir að hafa neytt hann til að krjúpa á hné. Áður hefur því verið haldið fram að Johnson hafi orðið fyrir skoti þegar hann reyndi að ná byssunni af Monis. Það kemur hins vegar hvergi fram í skýrslunni.Skaut þrisvar sinnum að lögreglu Meðal þess sem rannsóknin snýr að, samkvæmt AP fréttaveitunni, er hvort að leyniskyttur hefðu átt að skjóta Monis á færi. Monis sjálfur var skotinn 13 sinnum af lögreglu og lést hann samstundis. Hann skaut sjálfur fimm skotum yfir daginn. Einu í átt að gíslum sem flúðu kaffihúsið, síðan þegar hann skaut Tori Johnson og hann skaut þremur skotum að lögreglu. Alls fundust 21 skot í vösum hans. Samkvæmt Sky News varpaði lögreglan ellefu flasssprengjum inn í kaffihúsið og skutu þeir alls 22 skotum að Monis. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Varð fyrir skoti lögreglu Katrina Dawson, sem lést er lögreglan gerði árás á kaffihús í Sidney í desember varð fyrir skoti lögreglumanns. 11. janúar 2015 11:51 Kanna af hverju Monis var ekki á lista yfirvalda Catherine Burn hjá lögreglunni í Sydney vildi ekki staðfesta að Monis hafi skotið gíslana tvo sem létust sjálfur. 16. desember 2014 11:15 Umsátursástandinu í Sydney er lokið Skothvellir heyrðust á kaffihúsinu og réðst lögregla inn í kjölfarið. 15. desember 2014 15:29 Gíslatakan í Sydney: Þetta er það sem við vitum Ótilgreindum fjölda gísla er haldið af vopnuðum manni á kaffihúsi í Sydney. 15. desember 2014 13:00 Abbot segir gíslatökumanninn brjálæðing Tony Abbot boðar rannsókn sem miðar að því að upplýsa hvernig í ósköpunum gat staðið á því að gíslatökumaðurinn í Sydney var ekki undir eftirliti. 17. desember 2014 08:11 Greip í byssu Monis Umsátri áströlsku lögreglunnar um kaffihús í Sydney á mánudag lauk fljótlega eftir að eigandi kaffihússins sá sér færi og greip um byssu gíslatökumannsins. 17. desember 2014 07:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Rekstrarstjóri Lindt kaffihússins í Sydney lét ekki lífið við að reyna að afvopna gíslatökumanninn, sem hélt fjölda manns á Lindt kaffihúsini í Sydney, eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum. Þess í stað var Tori Johnson látinn krjúpa á hné og skotinn í höfuðið. Við það réðst lögreglan til atlögu og í árásinni létust gíslatökumaðurinn og einn gíslanna. Þetta kom fram á blaðamannafyndi í Sydney seint í gærkvöldi, þar sem ýmsar niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar. Næsta stig rannsóknarinnar er að gíslarnir sjálfir beri vitni, en ekki liggur fyrir hvenær það verður, samkvæmt BBC. Þá staðfesti Michael Barnes, sem sér um rannsóknina, það sem áður hefur komið fram í fjölmiðlum um að gíslinn Katrina Dawson hafi látið lífið eftir að hafa orðið fyrir skoti lögreglumanns. Nánar tiltekið hafi kúlan lent á hörðu yfirborið og endurkastast í Dawson.Sjá einnig: Varð fyrir skoti lögreglu Yfirvöld í Ástralíu rannsaka nú dauðsföllin þrjú í gíslatökunni Lindt kaffihúsinu í Sydney í desember. Markmið rannsóknarinnar er að komast að því hvernig gíslarnir létust, sem og gíslatökumaðurinn og hvort að hægt hefði verið að komast hjá þeim dauðsföllum. Þar að auki verður rannsakað hvort og hvernig lögreglan hefði getað brugðist betur við ástandinu.Man Haran Moni var flóttamaður frá Íran, sem hafði verið ákærður fyrir ofbeldisglæpi og sagðist vera klerkur.Sagðist vera á vegum ISIS Gíslatökumaðurinn, Man Haron Monis, gekk inn á kaffihúsið og pantaði sér súkkulaðiköku og te. Þá bað hann um að fá að tala við rekstrarstjórann, Tori Johnson. Hann tilkynnti Johnson að hann væri með sprengju og að hann ætti að læsa kaffihúsinu. Seinna um morguninn var Johnson skipað að hringja í neyðarlínuna og segja að vígamenn Íslamska ríkisins væru að ráðast á Ástralíu og að Monis hefði komið fyrir sprengjum um miðborg Sydney. Monis hafði engin tengsl við ISIS Nokkrum gíslum tókst að flýja kaffihúsið yfir daginn, en lögreglan réðst til atlögu eftir 16 tíma umsátursástand. Þá sá leyniskytta lögreglunnar að Monis skaut Johnson í hnakkann eftir að hafa neytt hann til að krjúpa á hné. Áður hefur því verið haldið fram að Johnson hafi orðið fyrir skoti þegar hann reyndi að ná byssunni af Monis. Það kemur hins vegar hvergi fram í skýrslunni.Skaut þrisvar sinnum að lögreglu Meðal þess sem rannsóknin snýr að, samkvæmt AP fréttaveitunni, er hvort að leyniskyttur hefðu átt að skjóta Monis á færi. Monis sjálfur var skotinn 13 sinnum af lögreglu og lést hann samstundis. Hann skaut sjálfur fimm skotum yfir daginn. Einu í átt að gíslum sem flúðu kaffihúsið, síðan þegar hann skaut Tori Johnson og hann skaut þremur skotum að lögreglu. Alls fundust 21 skot í vösum hans. Samkvæmt Sky News varpaði lögreglan ellefu flasssprengjum inn í kaffihúsið og skutu þeir alls 22 skotum að Monis.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Varð fyrir skoti lögreglu Katrina Dawson, sem lést er lögreglan gerði árás á kaffihús í Sidney í desember varð fyrir skoti lögreglumanns. 11. janúar 2015 11:51 Kanna af hverju Monis var ekki á lista yfirvalda Catherine Burn hjá lögreglunni í Sydney vildi ekki staðfesta að Monis hafi skotið gíslana tvo sem létust sjálfur. 16. desember 2014 11:15 Umsátursástandinu í Sydney er lokið Skothvellir heyrðust á kaffihúsinu og réðst lögregla inn í kjölfarið. 15. desember 2014 15:29 Gíslatakan í Sydney: Þetta er það sem við vitum Ótilgreindum fjölda gísla er haldið af vopnuðum manni á kaffihúsi í Sydney. 15. desember 2014 13:00 Abbot segir gíslatökumanninn brjálæðing Tony Abbot boðar rannsókn sem miðar að því að upplýsa hvernig í ósköpunum gat staðið á því að gíslatökumaðurinn í Sydney var ekki undir eftirliti. 17. desember 2014 08:11 Greip í byssu Monis Umsátri áströlsku lögreglunnar um kaffihús í Sydney á mánudag lauk fljótlega eftir að eigandi kaffihússins sá sér færi og greip um byssu gíslatökumannsins. 17. desember 2014 07:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Varð fyrir skoti lögreglu Katrina Dawson, sem lést er lögreglan gerði árás á kaffihús í Sidney í desember varð fyrir skoti lögreglumanns. 11. janúar 2015 11:51
Kanna af hverju Monis var ekki á lista yfirvalda Catherine Burn hjá lögreglunni í Sydney vildi ekki staðfesta að Monis hafi skotið gíslana tvo sem létust sjálfur. 16. desember 2014 11:15
Umsátursástandinu í Sydney er lokið Skothvellir heyrðust á kaffihúsinu og réðst lögregla inn í kjölfarið. 15. desember 2014 15:29
Gíslatakan í Sydney: Þetta er það sem við vitum Ótilgreindum fjölda gísla er haldið af vopnuðum manni á kaffihúsi í Sydney. 15. desember 2014 13:00
Abbot segir gíslatökumanninn brjálæðing Tony Abbot boðar rannsókn sem miðar að því að upplýsa hvernig í ósköpunum gat staðið á því að gíslatökumaðurinn í Sydney var ekki undir eftirliti. 17. desember 2014 08:11
Greip í byssu Monis Umsátri áströlsku lögreglunnar um kaffihús í Sydney á mánudag lauk fljótlega eftir að eigandi kaffihússins sá sér færi og greip um byssu gíslatökumannsins. 17. desember 2014 07:00