Nú stendur yfir leikur Katar og Þýskalands í hinni stórglæsilegu Lusail-íþróttahöll í samnenfdri borg rétt utan Doha í Katar. Beina textalýsingu frá leiknum má finna hér.
Þó svo að fáir innfæddir Katarbúar séu lykilmenn í landsliðinu eru heimamenn gríðarlega vel studdir af fjölmörgum áhorfendum sem eru mættir í höllina. Hún rúmar um sautján þúsund manns í sæti og er setið í flestum þeirra - þó ekki öllum.
Eva Björk Ægisdóttir tók þessar mögnuðu myndur af stemningunni hér í Lusail.
