Frábær árangur á Evrópumeistaramótinu í brasilísku jiu-jitsu Pétur Marinó Jónsson skrifar 25. janúar 2015 21:15 Sigrún Helga varð tvöfaldur Evrópumeistari um helgina. 22 Íslendingar kepptu á Evrópumeistaramótinu í brasilísku jiu-jitsu sem lauk í dag. Óhætt er að segja að uppskeran hafi verið góð en íslensku keppendurnir hlutu tíu verðlaun – þar af fimm Evróputitla. Evrópumeistaramótið fór fram í Lissabon í Portúgal og var þetta fjölmennasta BJJ mót sögunnar með rúmlega 3400 keppendur. 22 Íslendingar frá fimm félögum tóku þátt og geta vel við unað eftir helgina. Fyrsti Evróputitill Íslendinga á mótinu kom á miðvikudaginn. Ólöf Embla Kristinsdóttir úr VBC sigraði -64 kg flokk hvítbeltinga með glæsibrag. Hin 17 ára Guðrún Björk Jónsdóttir, einnig úr VBC, hafnaði í 2. sæti í -79 kg flokki hvítbeltinga sama dag og íslensku keppendurnir byrjuðu strax að sópa að sér verðlaununum.Sunna Rannveig Davíðsdóttir úr Mjölni keppti í -58,5 kg flokki blábeltinga 30-35 ára. Sunna gerði sér lítið fyrir og sigraði flokkinn og hreppti þar með Evróputitilinn. Sunna tók einnig þátt í opnum flokki blábeltinga þar sem hún hafnaði í 2. sæti eftir tap í úrslitunum gegn mun stærri andstæðingi. Ása Karen Guðmundsdóttir úr Fenri nældi sér í brons í sama flokki. Ása fékk einnig gull í sínum flokki en hún var sú eina í flokknum eftir að aðrir keppendur afskráðu sig.Sigrún Helga Lund úr Mjölni keppti í flokki fjólublábeltinga 30-35 ára. Þær voru aðeins tvær í flokknum en Sigrún sigraði glímuna og hirti Evrópumeistaratitil. Sigrún tók einnig þátt í opnum flokki fjólublábeltinga sem hún sigraði og varð þar með tvöfaldur Evrópumeistari. Frábær árangur hjá Sigrúnu en Sigrún er formaður BJJ sambands Íslands. Á lokadegi mótsins fór fram keppni brúnbeltinga og voru þrír Íslendingar skráðir. Axel Kristinsson úr Mjölni nældi sér í brons í -64 kg flokki brúnbeltinga og það sama gerði Þráinn Kolbeinsson úr Mjölni í -94 kg flokki. Ingþór Örn Valdimarsson úr Fenri tók einnig þátt í -94 kg flokki brúnbeltinga en tapaði fyrstu glímunni. Þetta er glæsilegur árangur hjá íslenska glímufólkinu okkar en brasilískt jiu-jitsu fer ört stækkandi hér á landi. Þess má geta að 112 keppendur voru skráðir til leiks á síðasta Íslandsmeistaramóti og verður sú tala eflaust hærri á þessu ári. Íþróttir Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Sjá meira
22 Íslendingar kepptu á Evrópumeistaramótinu í brasilísku jiu-jitsu sem lauk í dag. Óhætt er að segja að uppskeran hafi verið góð en íslensku keppendurnir hlutu tíu verðlaun – þar af fimm Evróputitla. Evrópumeistaramótið fór fram í Lissabon í Portúgal og var þetta fjölmennasta BJJ mót sögunnar með rúmlega 3400 keppendur. 22 Íslendingar frá fimm félögum tóku þátt og geta vel við unað eftir helgina. Fyrsti Evróputitill Íslendinga á mótinu kom á miðvikudaginn. Ólöf Embla Kristinsdóttir úr VBC sigraði -64 kg flokk hvítbeltinga með glæsibrag. Hin 17 ára Guðrún Björk Jónsdóttir, einnig úr VBC, hafnaði í 2. sæti í -79 kg flokki hvítbeltinga sama dag og íslensku keppendurnir byrjuðu strax að sópa að sér verðlaununum.Sunna Rannveig Davíðsdóttir úr Mjölni keppti í -58,5 kg flokki blábeltinga 30-35 ára. Sunna gerði sér lítið fyrir og sigraði flokkinn og hreppti þar með Evróputitilinn. Sunna tók einnig þátt í opnum flokki blábeltinga þar sem hún hafnaði í 2. sæti eftir tap í úrslitunum gegn mun stærri andstæðingi. Ása Karen Guðmundsdóttir úr Fenri nældi sér í brons í sama flokki. Ása fékk einnig gull í sínum flokki en hún var sú eina í flokknum eftir að aðrir keppendur afskráðu sig.Sigrún Helga Lund úr Mjölni keppti í flokki fjólublábeltinga 30-35 ára. Þær voru aðeins tvær í flokknum en Sigrún sigraði glímuna og hirti Evrópumeistaratitil. Sigrún tók einnig þátt í opnum flokki fjólublábeltinga sem hún sigraði og varð þar með tvöfaldur Evrópumeistari. Frábær árangur hjá Sigrúnu en Sigrún er formaður BJJ sambands Íslands. Á lokadegi mótsins fór fram keppni brúnbeltinga og voru þrír Íslendingar skráðir. Axel Kristinsson úr Mjölni nældi sér í brons í -64 kg flokki brúnbeltinga og það sama gerði Þráinn Kolbeinsson úr Mjölni í -94 kg flokki. Ingþór Örn Valdimarsson úr Fenri tók einnig þátt í -94 kg flokki brúnbeltinga en tapaði fyrstu glímunni. Þetta er glæsilegur árangur hjá íslenska glímufólkinu okkar en brasilískt jiu-jitsu fer ört stækkandi hér á landi. Þess má geta að 112 keppendur voru skráðir til leiks á síðasta Íslandsmeistaramóti og verður sú tala eflaust hærri á þessu ári.
Íþróttir Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Sjá meira