Í viðtalinu við Aftenbladet ræddi Matthías m.a. um tvo vináttuleiki íslenska landsliðsins og þess kanadíska í Flórída sem fóru fram á dögunum. Í viðtalinu var einnig haft eftir Matthíasi að Alfreð Finnbogason, framherji Real Sociedad á Spáni, væri ekki nógu vinnusamur til að eiga fast sæti í íslenska landsliðinu.
Á Twitter-síðu sinni þvertekur Matthías fyrir að hafa látið þessi ummæli falla og skýrir sína hlið á málinu.
„Það sem ég sagði var að framherjar Íslands væru frábærir í dag og til að mynda væri einn markahæsti leikmaður í Evrópu ekki að fá séns vegna þess að Lars og Heimir teldu hann ekki passa jafnvel með Kolbeini, eða að því er virtist!“ skrifaði Matthías á Twitter fyrir stuttu síðan.
Vil koma á framfæri að ég sagði aldrei þessi orð um @A_Finnbogason. Hann er ljósárum á undan mér í boltanum og ég myndi aldrei segja þetta!
— MatthíasVilhjálmsson (@MattiVilla) January 24, 2015
Það sem ég sagði var að framherjar Íslands væru frábærir í dag og til að mynda væri einn markahæsti leikmaður í Evrópu ekki að fá séns vegna
— MatthíasVilhjálmsson (@MattiVilla) January 24, 2015
Þess að Lars og Heimir teldu hann ekki passa jafnvel með Kolbeini, eða að því virtist!
— MatthíasVilhjálmsson (@MattiVilla) January 24, 2015
Og af hverju ætti ég sem leikmaður í botnbaráttunni í Noregi að setja út á leikmann sem var seldur á 8m evra og markavel. Er ekki grillaður!
— MatthíasVilhjálmsson (@MattiVilla) January 24, 2015