Skilin ein eftir af Ferðaþjónustu fatlaðra þrátt fyrir skýr fyrirmæli um annað Birgir Olgeirsson skrifar 22. janúar 2015 14:14 Stúlkan var skilin ein eftir af Ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili sitt í Foldahverfi í Grafarvogi þrátt fyrir skýr fyrirmæli um annað. Visir/Getty/Vilhelm „Það má ekki skilja hana eftir eina og þeir hunsa það,“ segir Ólöf Sigurðardóttir sem er afar ósátt við Ferðaþjónustu fatlaðra eftir að dóttir hennar, sem er þroskahömluð og einhverf, var skilin ein eftir fyrir utan heimili þeirra í Foldahverfi í Grafarvogi þrátt fyrir skýr fyrirmæli um að ekki megi skilja hana eina eftir. Dóttir Ólafar fer einu sinni í mánuði í skammtímavistun, sem er hvíldarinnlögn fyrir bæði barn og foreldri, og átti hún að snúa heim úr slíkri vistun í gær. Ólöf segist hins vegar hafa tilkynnt ferðaþjónustu fatlaðra að hún hefði fengið framlengingu á dvöl dóttur sinnar í skammtímavistuninni og átti hún því ekki að snúa heim fyrr en á morgun.Ein í myrkvuðu porti „Þannig að ég fór til foreldra minna og var ekki að hafa áhyggjur,“ segir Ólöf um þetta miðvikudagskvöld þegar dóttir hennar var skilin eftir ein og yfirgefin við heimili þeirra. Samkvæmt upplýsingum sem Ólöf hefur frá ferðaþjónustu fatlaðra var dóttir hennar skilin eftir fyrir utan heimili þeirra klukkan var gengin átján mínútur í sex að kvöldi miðvikudags en skömmu áður hafði Ólöf verið að plana kvöldverð með foreldrum sínum. „En svo breytist það á síðustu stundu þannig að ég er komin heim þegar klukkuna vantaði fimm mínútur í sex, í stað átta, níu eða tíu! Sem er bara heppni,“ segir Ólöf. Þegar hún kom heim beið hennar óupplýst heimili en allt í einu verður hún var við hreyfingu í myrkvuðu porti á milli bílskúrsins og hússins. „Þegar ég legg bílnum hjá húsinu mínu kemur þessi elska innan úr myrkrinu og ég spyr: Hvað ert þú að gera? Og hún svarar því að bílstjórinn hefði ekið henni heim,“ segir Ólöf og segir bílstjórann hafa skilið dóttur sína eftir eina þrátt fyrir skýr fyrirmæli um annað.Verður einhver að taka á mótiHún segir að þegar börn eru skráð í Ferðaþjónustu fatlaðra þurfi að skrá hvort einhver eigi að taka á móti barninu. Í tilviki dóttur hennar sé skráð að ekki megi skilja hana eftir eina en það hafi verið hunsað og segir Ólöf ekkert hafa gefið til kynna að einhver væri heima við. „Það verður einhver að taka á móti henni.“ Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Strætó bs sem annast Ferðaþjónustu fatlaðra, segist ekki geta tjáð sig um einstaka mál en ítrekar að vinnureglan sé sú að bílstjóri eigi að tryggja að farþeginn sé áfram í bílnum og hringja í þjónustuver Strætó og kalla eftir upplýsingum. Tengdar fréttir Ferðaþjónusta fyrir fatlaða – hver er að misskilja hvað? Nú um áramótin tóku gildi nýjar reglur um ferðaþjónustu við fatlað fólk í Reykjavík. Nokkur umræða hefur verið um kosti og galla nýju reglnanna. Í viðtali við Fréttablaðið 23. desember sl. taldi varaformaður velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að talsmenn fatlaðra hefðu misskilið breytingarnar. 7. janúar 2015 07:00 Fatlaðir látnir rúnta um bæinn í hagræðingarskyni Ferðaþjónusta fyrir fatlaða í borginni er í ólestri eftir að strætó tók við rekstrinum og breytti fyrirkomulaginu. Ferð sem á að taka tíu mínútur hvora leið getur tekið marga klukkutíma. 23. nóvember 2014 18:40 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Það má ekki skilja hana eftir eina og þeir hunsa það,“ segir Ólöf Sigurðardóttir sem er afar ósátt við Ferðaþjónustu fatlaðra eftir að dóttir hennar, sem er þroskahömluð og einhverf, var skilin ein eftir fyrir utan heimili þeirra í Foldahverfi í Grafarvogi þrátt fyrir skýr fyrirmæli um að ekki megi skilja hana eina eftir. Dóttir Ólafar fer einu sinni í mánuði í skammtímavistun, sem er hvíldarinnlögn fyrir bæði barn og foreldri, og átti hún að snúa heim úr slíkri vistun í gær. Ólöf segist hins vegar hafa tilkynnt ferðaþjónustu fatlaðra að hún hefði fengið framlengingu á dvöl dóttur sinnar í skammtímavistuninni og átti hún því ekki að snúa heim fyrr en á morgun.Ein í myrkvuðu porti „Þannig að ég fór til foreldra minna og var ekki að hafa áhyggjur,“ segir Ólöf um þetta miðvikudagskvöld þegar dóttir hennar var skilin eftir ein og yfirgefin við heimili þeirra. Samkvæmt upplýsingum sem Ólöf hefur frá ferðaþjónustu fatlaðra var dóttir hennar skilin eftir fyrir utan heimili þeirra klukkan var gengin átján mínútur í sex að kvöldi miðvikudags en skömmu áður hafði Ólöf verið að plana kvöldverð með foreldrum sínum. „En svo breytist það á síðustu stundu þannig að ég er komin heim þegar klukkuna vantaði fimm mínútur í sex, í stað átta, níu eða tíu! Sem er bara heppni,“ segir Ólöf. Þegar hún kom heim beið hennar óupplýst heimili en allt í einu verður hún var við hreyfingu í myrkvuðu porti á milli bílskúrsins og hússins. „Þegar ég legg bílnum hjá húsinu mínu kemur þessi elska innan úr myrkrinu og ég spyr: Hvað ert þú að gera? Og hún svarar því að bílstjórinn hefði ekið henni heim,“ segir Ólöf og segir bílstjórann hafa skilið dóttur sína eftir eina þrátt fyrir skýr fyrirmæli um annað.Verður einhver að taka á mótiHún segir að þegar börn eru skráð í Ferðaþjónustu fatlaðra þurfi að skrá hvort einhver eigi að taka á móti barninu. Í tilviki dóttur hennar sé skráð að ekki megi skilja hana eftir eina en það hafi verið hunsað og segir Ólöf ekkert hafa gefið til kynna að einhver væri heima við. „Það verður einhver að taka á móti henni.“ Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Strætó bs sem annast Ferðaþjónustu fatlaðra, segist ekki geta tjáð sig um einstaka mál en ítrekar að vinnureglan sé sú að bílstjóri eigi að tryggja að farþeginn sé áfram í bílnum og hringja í þjónustuver Strætó og kalla eftir upplýsingum.
Tengdar fréttir Ferðaþjónusta fyrir fatlaða – hver er að misskilja hvað? Nú um áramótin tóku gildi nýjar reglur um ferðaþjónustu við fatlað fólk í Reykjavík. Nokkur umræða hefur verið um kosti og galla nýju reglnanna. Í viðtali við Fréttablaðið 23. desember sl. taldi varaformaður velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að talsmenn fatlaðra hefðu misskilið breytingarnar. 7. janúar 2015 07:00 Fatlaðir látnir rúnta um bæinn í hagræðingarskyni Ferðaþjónusta fyrir fatlaða í borginni er í ólestri eftir að strætó tók við rekstrinum og breytti fyrirkomulaginu. Ferð sem á að taka tíu mínútur hvora leið getur tekið marga klukkutíma. 23. nóvember 2014 18:40 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ferðaþjónusta fyrir fatlaða – hver er að misskilja hvað? Nú um áramótin tóku gildi nýjar reglur um ferðaþjónustu við fatlað fólk í Reykjavík. Nokkur umræða hefur verið um kosti og galla nýju reglnanna. Í viðtali við Fréttablaðið 23. desember sl. taldi varaformaður velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að talsmenn fatlaðra hefðu misskilið breytingarnar. 7. janúar 2015 07:00
Fatlaðir látnir rúnta um bæinn í hagræðingarskyni Ferðaþjónusta fyrir fatlaða í borginni er í ólestri eftir að strætó tók við rekstrinum og breytti fyrirkomulaginu. Ferð sem á að taka tíu mínútur hvora leið getur tekið marga klukkutíma. 23. nóvember 2014 18:40