Forsætisráðherrann lofaði loftárásirnar í samtali við AP fréttaveituna, en hann sagði alþjóðasamfélagið hafa dregið úr stuðningi sínum. Hermennirnir þurfi þjálfun og vopn til að endurheimta stórar borgir úr höndum ISIS.
„Við stöndum einir í þessu, að mesta leyti. Það er mikið um loforð, en lítið um efndir.“

Fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Nouri al-Maliki var að mestu kennt um afhroð hersins. Al-Abadi tók við stjórnvölum í september og hefur hann síðan fengið minnihlutahópa í Írak til aðstoðar við sig og reynt að byggja herinn aftur upp.
„Við viljum fá hraðari þjálfun og fleiri vopn. Við vinnum markvisst að því að finna leiðir til að verða okkur sjálfir út um vopn, en stöndum nánast einir í því. Við búumst við meiru.“