Hér eru 10 áhugaverðar staðreyndir um ástina.
1. Það tekur heilann undir sekúndu að virkja ástartilfinningar þegar þú horfir á einstaklinginn sem þú ert hrifinn af.
2. Ást og kynlöngun virkjar ólíka hluta heilans en bæði eru nokkuð flókin ferli sem virkja margar stöðvar heilans.
3. Kossar eru mikilvægir í makavali en einnig í því að viðhalda sambandinu og tengist tíðni kossa gæða sambandsins.
4. Hjónasvipur er raunverulega til. Fólk sem hefur verið saman í um 25 ár eru oft með svipaða andlitsdrætti og getur það verið út af umhverfi, persónuleika, samkennd og mataræði.
5. Fjarbúð getur gengið upp, ef fólk passar upp á að vera duglegt að deila innilegum og persónulegum upplýsingum um hvort annað og lítur hvort annað jákvæðum augum.
![](https://www.visir.is/i/AA2C8AF6A6CF0211DD6962A173A636FEF1DD028417E31168691EC403D2C1987B_390x0.jpg)
7. Fólk er kröfuhart á hjónabönd og ætlast til að það hjálpi einstaklingnum til að vaxa og þroskast en fjárfestir ekki nægum tíma í samböndin og því eru kröfurnar oft óraunhæfar.
8. Bíókvöld getur gagnast sambandinu. Það að horfa reglulega saman á myndir sem fjalla um sambönd og ræða svo um myndina getur hjálpað pörum skilja sín eigin samskipti betur.
9. Þó ástin kulni þá getur sambandið þurft að lifa í nýju formi, til dæmis vegna barna. Það virðast vera fimm algengar týpur sem fólk fellur í en mikilvægt er fyrir sambandið að reyna halda ágreiningi og rifrildum í lágmarki.
10. Litlu hlutirnir skipta máli. Þegar fólk var spurt hvað skipti þau máli í ástinni þá voru það litlu fallegu hlutirnir eins og að vera fært kaffibolli í rúmið sem skipti þau máli. Það gæti því verið betra að gera meira lítið oftar og sýna daglega væntumþykju, frekar en eitt stórt sjaldan á tyllidögum.