Frakkar efla eftirlit með grunuðum hryðjuverkamönnum Atli Ísleifsson skrifar 21. janúar 2015 10:34 Valls sagði aðgerðirnar nauðsynlegar til að fást við þá ógn sem stafar af auknum fjölda öfgamanna. Vísir/AFP Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að skapa 2.680 ný störf og auka fjárframlög um 425 milljónir evra, jafnvirði 65 milljarða króna, vegna aukins eftirlits með grunuðum hryðjuverkamönnum. Manuel Valls, forsætisráðherra landsins, greindi frá þessu í morgun. Valls sagði aðgerðirnar nauðsynlegar til að fást við þá ógn sem stafar af auknum fjölda öfgamanna. Sagði hann þrjú þúsund manns nú vera undir eftirliti yfirvalda í landinu. Saksóknari hafði áður greint frá því að fjórir menn hafi verið ákærðir vegna hryðjuverkaárásanna í París fyrr í mánuðinum. Mennirnir eru grunaðir um að hafa útvegað Amedy Coulibaly vopn en Coulibaly skaut lögreglukonu til bana þann 8. janúar og hélt fjölda fólks í gíslingu í matvöruverslun í austurhluta Parísar og myrti fjóra degi síðar. Bræðurnir Chérif og Said Kouachi réðust 7. janúar inn á ritstjórnarskrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo og drápu þar tólf manns. Bræðurnir og Coulibaly létust allir í aðgerðum lögreglu. Valls segir að lögreglu og öryggissveitum landsins verði færður aukinn búnaður og vernd þeirra aukin, meðal annars með skotheldum vestum. Charlie Hebdo Tengdar fréttir Boða aðgerðir gegn Evrópubúum sem slást í lið með öfgamönnum Utanríkisráðherrar allra ríkja Evrópusambandsins hafa skuldbundið sig til að berjast sérstaklega gegn öfgamönnum úr röðum múslima sem hafa farið frá Evrópu til Sýrlands eða Íraks og snúið til baka. Utanríkisráðherrarnir hittust á sérstökum fundi í Brussel í dag. 19. janúar 2015 19:23 Fimm Rússar gripnir í Frakklandi vegna áforma um hryðjuverk Mennirnir voru handteknir í bæjunum Béziers og Montpellier í syðri hluta Frakklands í gærkvöldi. 20. janúar 2015 15:22 Aukið samstarf við Arabaríki til að berjast gegn hryðjuverkum ESB boðar samvinnuverkefni með múslimaríkjum í kjölfar árásanna í París. Meðal annars stendur til að bæta arabískukunnáttu. 19. janúar 2015 23:43 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að skapa 2.680 ný störf og auka fjárframlög um 425 milljónir evra, jafnvirði 65 milljarða króna, vegna aukins eftirlits með grunuðum hryðjuverkamönnum. Manuel Valls, forsætisráðherra landsins, greindi frá þessu í morgun. Valls sagði aðgerðirnar nauðsynlegar til að fást við þá ógn sem stafar af auknum fjölda öfgamanna. Sagði hann þrjú þúsund manns nú vera undir eftirliti yfirvalda í landinu. Saksóknari hafði áður greint frá því að fjórir menn hafi verið ákærðir vegna hryðjuverkaárásanna í París fyrr í mánuðinum. Mennirnir eru grunaðir um að hafa útvegað Amedy Coulibaly vopn en Coulibaly skaut lögreglukonu til bana þann 8. janúar og hélt fjölda fólks í gíslingu í matvöruverslun í austurhluta Parísar og myrti fjóra degi síðar. Bræðurnir Chérif og Said Kouachi réðust 7. janúar inn á ritstjórnarskrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo og drápu þar tólf manns. Bræðurnir og Coulibaly létust allir í aðgerðum lögreglu. Valls segir að lögreglu og öryggissveitum landsins verði færður aukinn búnaður og vernd þeirra aukin, meðal annars með skotheldum vestum.
Charlie Hebdo Tengdar fréttir Boða aðgerðir gegn Evrópubúum sem slást í lið með öfgamönnum Utanríkisráðherrar allra ríkja Evrópusambandsins hafa skuldbundið sig til að berjast sérstaklega gegn öfgamönnum úr röðum múslima sem hafa farið frá Evrópu til Sýrlands eða Íraks og snúið til baka. Utanríkisráðherrarnir hittust á sérstökum fundi í Brussel í dag. 19. janúar 2015 19:23 Fimm Rússar gripnir í Frakklandi vegna áforma um hryðjuverk Mennirnir voru handteknir í bæjunum Béziers og Montpellier í syðri hluta Frakklands í gærkvöldi. 20. janúar 2015 15:22 Aukið samstarf við Arabaríki til að berjast gegn hryðjuverkum ESB boðar samvinnuverkefni með múslimaríkjum í kjölfar árásanna í París. Meðal annars stendur til að bæta arabískukunnáttu. 19. janúar 2015 23:43 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Boða aðgerðir gegn Evrópubúum sem slást í lið með öfgamönnum Utanríkisráðherrar allra ríkja Evrópusambandsins hafa skuldbundið sig til að berjast sérstaklega gegn öfgamönnum úr röðum múslima sem hafa farið frá Evrópu til Sýrlands eða Íraks og snúið til baka. Utanríkisráðherrarnir hittust á sérstökum fundi í Brussel í dag. 19. janúar 2015 19:23
Fimm Rússar gripnir í Frakklandi vegna áforma um hryðjuverk Mennirnir voru handteknir í bæjunum Béziers og Montpellier í syðri hluta Frakklands í gærkvöldi. 20. janúar 2015 15:22
Aukið samstarf við Arabaríki til að berjast gegn hryðjuverkum ESB boðar samvinnuverkefni með múslimaríkjum í kjölfar árásanna í París. Meðal annars stendur til að bæta arabískukunnáttu. 19. janúar 2015 23:43