Fjórar íslenskar konur yfir þúsund stigin á Reykjavíkurleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2015 09:45 Aníta Hinriksdóttir og Hafdís Sigurðardóttir. Vísir/Daníel Þrjár íslenskar konur náðu mjög flottum árangri á Reykjavíkurleikunum í frjálsíþróttum um helgina en þær fengu allar yfir þúsund IAAF-stig fyrir frammistöðu sína. Þetta kemur fram á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Íslenskar konur voru í efstu tveimur sætunum yfir bestan árangri í öllum greinunum, Aníta Hinriksdóttir var efst fyrir 800 metra hlaup sitt og nýtt íslenskt met Hafdísar Sigurðardóttur í langstökki kom henni upp í annað sætið. Aníta Hinriksdóttir úr ÍR náði besta árangri allra keppenda mótsins en hún fékk 1103 stig fyrir að hlaupa 800 metra hlaupið á 2:02,88 mínútum. Aníta leiddi hlaupið frá upphafi og gaf keppinautum sínum lítinn möguleika á að fylgja sér eftir. Hafdís Sigurðardóttir stökk 6,47 metra í langstökki sem gaf henni 1089 stig en í öðru sæti var Þjóðverjinn Nathalie Buschung með stökk upp á 6,18 metra sem skilaði henni 1026 stigum. Þriðja íslenska konan sem komst yfir þúsund stigin var hin fjórtán ára gamla Þórdís Eva Steinsdóttir sem fékk 1000 IAAF-stig fyrir að hlaupa 600 metra hlaup á 1:32,25 mínútum sem var nýtt aldursflokkamet hjá 15 ára stúlkum. Þórdís Eva bætti þar met Anítu Hinriksdóttur. Fjórða íslenska konan til að ná þúsund stiga grein var Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir úr ÍR sem sigraði í 60 metra hlaupi kvenna en hún kom í mark á 7,64 sekúndum. Tveir íslenskir karlar náðu einnig yfir þúsund stigin, Einar Daði Lárusson fékk 1040 stig fyrir að hlaupa 60 metra grindarhlaup á 8,10 sekúndum og Óðinn Björn Þorsteinsson fékk 1015 stig fyrir að kasta kúlunni 18,22 metra.Bestu afrek mótsins voru þessi: IAAF-Stig Nafn Fæð.ár Félag Árangur Grein 1103 Aníta Hinriksdóttir 1996 ÍR 2:02,88 800 metra hlaup 1089 Hafdís Sigurðardóttir 1987 UFA 6,47 Langstökk 1061 Victoria Sauleda 1992 Spánn 2:05,29 800 metra hlaup 1061 Daniel Gardiner 1990 Bretland 7,69 Langstökk 1040 Einar Daði Lárusson 1990 ÍR 8,10 60 metra grindahlaup 1026 Nathalie Buschung 1996 Þýskaland 6,18 Langstökk 1015 Óðinn Björn Þorsteinsson 1981 ÍR 18,22 Kúluvarp 1003 Þórdís Eva Steinsdóttir 2000 FH 1:32,25 600 metra hlaup Frjálsar íþróttir Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Sjá meira
Þrjár íslenskar konur náðu mjög flottum árangri á Reykjavíkurleikunum í frjálsíþróttum um helgina en þær fengu allar yfir þúsund IAAF-stig fyrir frammistöðu sína. Þetta kemur fram á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Íslenskar konur voru í efstu tveimur sætunum yfir bestan árangri í öllum greinunum, Aníta Hinriksdóttir var efst fyrir 800 metra hlaup sitt og nýtt íslenskt met Hafdísar Sigurðardóttur í langstökki kom henni upp í annað sætið. Aníta Hinriksdóttir úr ÍR náði besta árangri allra keppenda mótsins en hún fékk 1103 stig fyrir að hlaupa 800 metra hlaupið á 2:02,88 mínútum. Aníta leiddi hlaupið frá upphafi og gaf keppinautum sínum lítinn möguleika á að fylgja sér eftir. Hafdís Sigurðardóttir stökk 6,47 metra í langstökki sem gaf henni 1089 stig en í öðru sæti var Þjóðverjinn Nathalie Buschung með stökk upp á 6,18 metra sem skilaði henni 1026 stigum. Þriðja íslenska konan sem komst yfir þúsund stigin var hin fjórtán ára gamla Þórdís Eva Steinsdóttir sem fékk 1000 IAAF-stig fyrir að hlaupa 600 metra hlaup á 1:32,25 mínútum sem var nýtt aldursflokkamet hjá 15 ára stúlkum. Þórdís Eva bætti þar met Anítu Hinriksdóttur. Fjórða íslenska konan til að ná þúsund stiga grein var Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir úr ÍR sem sigraði í 60 metra hlaupi kvenna en hún kom í mark á 7,64 sekúndum. Tveir íslenskir karlar náðu einnig yfir þúsund stigin, Einar Daði Lárusson fékk 1040 stig fyrir að hlaupa 60 metra grindarhlaup á 8,10 sekúndum og Óðinn Björn Þorsteinsson fékk 1015 stig fyrir að kasta kúlunni 18,22 metra.Bestu afrek mótsins voru þessi: IAAF-Stig Nafn Fæð.ár Félag Árangur Grein 1103 Aníta Hinriksdóttir 1996 ÍR 2:02,88 800 metra hlaup 1089 Hafdís Sigurðardóttir 1987 UFA 6,47 Langstökk 1061 Victoria Sauleda 1992 Spánn 2:05,29 800 metra hlaup 1061 Daniel Gardiner 1990 Bretland 7,69 Langstökk 1040 Einar Daði Lárusson 1990 ÍR 8,10 60 metra grindahlaup 1026 Nathalie Buschung 1996 Þýskaland 6,18 Langstökk 1015 Óðinn Björn Þorsteinsson 1981 ÍR 18,22 Kúluvarp 1003 Þórdís Eva Steinsdóttir 2000 FH 1:32,25 600 metra hlaup
Frjálsar íþróttir Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Sjá meira