„Japan mun ekki láta undan hótunum hryðjuverkamanna“ Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2015 11:30 Forsætisráðherrann ræddi við blaðamenn þar sem hann er staddur í Jerúsalem, en hann er á fjögurra daga ferðalagi um Mið-Austurlönd. Vísir/AFP Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, fordæmir gíslatöku Íslamska ríkisins og að samtökin hafi hótað að taka tvo japanska borgara af lífi. ISIS vilja 200 milljónir dala, meira en 24 milljarða króna, innan þriggja sólarhringa, annars verða þeir Kenji Goto Jogo og Haruna Yukawa teknir af lífi. Stjórnvöld Japan ákváðu nýverið að styrkja þær þjóðir sem berjast gegn uppgangi ISIS um 200 milljónir dala og þess vegna vilja samtökin fá umrædda upphæð. „Með því að borga 200 milljónir munu þið bjarga lífi tveggja borgara ykkar. Annars mun þessi hnífur verða að martröð ykkar,“ segir maðurinn sem gengur undir nafninu Jihadi John, böðuð ISIS, í myndbandi þar sem hótunin kemur fram. Myndbandið má sjá hér að neðan.Samkvæmt BBC segir Abe þessa hótun vera óásættanlega og að stjórnvöld hans muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma gíslunum til bjargar. Þá sagði hann að Japan myndi ekki láta undan hótunum hryðjuverkamanna. Forsætisráðherrann ræddi við blaðamenn þar sem hann er staddur í Jerúsalem, en hann er á fjögurra daga ferðalagi um Mið-Austurlönd. Hann sagði að Japan myndi ekki hætta við stuðning sinn við baráttuna gegn ISIS.Kenji Goto Jogo er blaðamaður sem stofnaði sitt eigið framleiðslufyrirtæki árið 1996. Hann hefur ferðast á milli átakasvæða um árabil þar sem hann tekur upp myndskeið og selur fjölmiðlum. Talið er að hann hafi verið handsamaður í orrustunni um Aleppo, en uppreisnarmenn, ISIS og ríkisstjórn Sýrlands hafa hart barist um borgina. Harun Yukawa var handsamaður í ágúst í fyrra og fjölmiðlar þar komust þá að því að hann á fyrirtæki sem heitir: Private Military Company. Á Facebooksíðu sinni hefur hann birt myndbönd af sér þar sem hann er að skjóta af byssum í Sýrlandi. Eftir að hann var handsamaður var birt myndband á Youtube, sem sýndi hann í haldi vígamanna. Á vef International Business Times segir að Yukawa hafi misst eiginkonu sína vegna krabbameins, orðið gjaldþrota og hafi misst fyrirtæki sitt. Hann var heimilislaus um skeið og er sagður eiga við geðræn vandamál að stríða. Hér má sjá grein Reuters um Yukawa, sem fjallar um líf hans og skrifuð var þegar hann var handsamaður í fyrra. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir „Ég er kominn aftur Obama“ Hinn Breski rappari Abdel-Majed Abdel Bary er nú talinn hafa myrt tvo blaðamenn í nafni Íslamska ríkisins. 4. september 2014 11:01 Reyna að bera kennsl á böðla IS Í nýju myndbandi Íslamska ríkisins eru andlit 16 böðla sýnd og þegar er mögulega búið að bera kennsl á tvo. 17. nóvember 2014 11:34 Gefa til kynna að Kassig hafi verið tekinn af lífi Myndband frá hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkið gefur til kynna að bandarískur hjálparstarfsmaður hafi verið tekinn af lífi. 16. nóvember 2014 10:40 Segja böðul Foley vera breskan rappara Sunday Times segir að sá grunaði sé Abdel-Majed Abdel Bary, 24 ára breskur rappari sem gekk undir listamannsnafninu L Jinny. 24. ágúst 2014 10:16 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Ráðherra braut ekki lög Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Fleiri fréttir Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Sjá meira
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, fordæmir gíslatöku Íslamska ríkisins og að samtökin hafi hótað að taka tvo japanska borgara af lífi. ISIS vilja 200 milljónir dala, meira en 24 milljarða króna, innan þriggja sólarhringa, annars verða þeir Kenji Goto Jogo og Haruna Yukawa teknir af lífi. Stjórnvöld Japan ákváðu nýverið að styrkja þær þjóðir sem berjast gegn uppgangi ISIS um 200 milljónir dala og þess vegna vilja samtökin fá umrædda upphæð. „Með því að borga 200 milljónir munu þið bjarga lífi tveggja borgara ykkar. Annars mun þessi hnífur verða að martröð ykkar,“ segir maðurinn sem gengur undir nafninu Jihadi John, böðuð ISIS, í myndbandi þar sem hótunin kemur fram. Myndbandið má sjá hér að neðan.Samkvæmt BBC segir Abe þessa hótun vera óásættanlega og að stjórnvöld hans muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma gíslunum til bjargar. Þá sagði hann að Japan myndi ekki láta undan hótunum hryðjuverkamanna. Forsætisráðherrann ræddi við blaðamenn þar sem hann er staddur í Jerúsalem, en hann er á fjögurra daga ferðalagi um Mið-Austurlönd. Hann sagði að Japan myndi ekki hætta við stuðning sinn við baráttuna gegn ISIS.Kenji Goto Jogo er blaðamaður sem stofnaði sitt eigið framleiðslufyrirtæki árið 1996. Hann hefur ferðast á milli átakasvæða um árabil þar sem hann tekur upp myndskeið og selur fjölmiðlum. Talið er að hann hafi verið handsamaður í orrustunni um Aleppo, en uppreisnarmenn, ISIS og ríkisstjórn Sýrlands hafa hart barist um borgina. Harun Yukawa var handsamaður í ágúst í fyrra og fjölmiðlar þar komust þá að því að hann á fyrirtæki sem heitir: Private Military Company. Á Facebooksíðu sinni hefur hann birt myndbönd af sér þar sem hann er að skjóta af byssum í Sýrlandi. Eftir að hann var handsamaður var birt myndband á Youtube, sem sýndi hann í haldi vígamanna. Á vef International Business Times segir að Yukawa hafi misst eiginkonu sína vegna krabbameins, orðið gjaldþrota og hafi misst fyrirtæki sitt. Hann var heimilislaus um skeið og er sagður eiga við geðræn vandamál að stríða. Hér má sjá grein Reuters um Yukawa, sem fjallar um líf hans og skrifuð var þegar hann var handsamaður í fyrra.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir „Ég er kominn aftur Obama“ Hinn Breski rappari Abdel-Majed Abdel Bary er nú talinn hafa myrt tvo blaðamenn í nafni Íslamska ríkisins. 4. september 2014 11:01 Reyna að bera kennsl á böðla IS Í nýju myndbandi Íslamska ríkisins eru andlit 16 böðla sýnd og þegar er mögulega búið að bera kennsl á tvo. 17. nóvember 2014 11:34 Gefa til kynna að Kassig hafi verið tekinn af lífi Myndband frá hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkið gefur til kynna að bandarískur hjálparstarfsmaður hafi verið tekinn af lífi. 16. nóvember 2014 10:40 Segja böðul Foley vera breskan rappara Sunday Times segir að sá grunaði sé Abdel-Majed Abdel Bary, 24 ára breskur rappari sem gekk undir listamannsnafninu L Jinny. 24. ágúst 2014 10:16 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Ráðherra braut ekki lög Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Fleiri fréttir Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Sjá meira
„Ég er kominn aftur Obama“ Hinn Breski rappari Abdel-Majed Abdel Bary er nú talinn hafa myrt tvo blaðamenn í nafni Íslamska ríkisins. 4. september 2014 11:01
Reyna að bera kennsl á böðla IS Í nýju myndbandi Íslamska ríkisins eru andlit 16 böðla sýnd og þegar er mögulega búið að bera kennsl á tvo. 17. nóvember 2014 11:34
Gefa til kynna að Kassig hafi verið tekinn af lífi Myndband frá hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkið gefur til kynna að bandarískur hjálparstarfsmaður hafi verið tekinn af lífi. 16. nóvember 2014 10:40
Segja böðul Foley vera breskan rappara Sunday Times segir að sá grunaði sé Abdel-Majed Abdel Bary, 24 ára breskur rappari sem gekk undir listamannsnafninu L Jinny. 24. ágúst 2014 10:16