Áður en hægt er að svara hvort hægt sé að kveikja í prumpi er vissara að kanna, hvað nákvæmlega er í prumi?
Samkvæmt Vísindavefnum er prump: Loftið í meltingarvegi okkar samanstendur aðallega af lyktarlausum lofttegundum — koltvíoxíði, súrefni, nitri, vetni og stundum metani. Óþægilega lyktin sem fylgir stundum vindgangi stafar af bakteríum í ristlinum sem gefa frá sér lofttegundir sem innihalda brennistein.
(Það er vissara að taka sérstaklega fram að hér um ræðir prump úr endaþarmi en ekki úr píkunni)
Það er algengt að pruma um 14 til 23 sinnum á dag og erum við þá að losa okkur við loft sem við gleypum en einnig loft sem myndast við niðurbrot ómeltrar fæðu.
Er hægt að kveikja í prumpi?
Ef það er metan í prumpinu þínu, þá er hægt að kveikja í því. Ef hægðir þínar fljóta í klósettskálinni þá er líklegt að prumpið innihaldi metan.
Það ber að taka sérstaklega fram að það getur kviknað í rassinum ef fólk er að reyna þetta heima hjá sér svo farið varlega og nýttu þessar upplýsingar einungis hugmyndafræðilega en ekki í praktík.
Hér má sjá sjónvarspþáttastjórnanda úr þættinum Mythbusters kanna þetta.