Myndband sem sýnir meðlim hryðjuverkahópsins ISIS taka japanska gíslinn Kenji Goto af lífi hefur verið birt á netinu.
Japönsk yfirvöld reyna nú að komast að því hvort að myndbandið sé ósvikið, en myndbandinu svipar mjög til annarra myndbanda sem sýna aftökur hryðjuverkahópsins.
Goto er vel þekktur blaðamaður í heimalandi sínu. Japanska ríkisstjórnin hefur unnið að því að fá hann lausan úr haldi ISIS ásamt ríkisstjórn Jórdaníu, en hryðjuverkahópurinn heldur jórdönskum flugmanni föngnum.
Í seinustu viku birtist annað myndband frá ISIS sem sýndi aftöku annars Japana, Haruna Yukawa.
Japanskur gísl tekinn af lífi

Tengdar fréttir

Japansstjórn ætlar ekki að gefast upp
Yfirvöld fengu 72 klukkustundir til að láta af hendi 200 milljón dollara lausnargjald. Tíminn rann út í gær.

Stefnir í fangaskipti við ISIS
Yfirvöld í Jórdaníu segjast tilbúin til að láta Íslamska ríkið fá Sajida al-Rishawi í skiptum fyrir flugmann sem samtökin hafa hótað að taka af lífi.

Fór til Sýrlands til að bjarga vini sínum úr haldi ISIS
Kenji Goto, tókst ekki að bjarga Haruna Yukawa og lenti þess í stað sjálfur í haldi Íslamska ríkisins.

„Japan mun ekki láta undan hótunum hryðjuverkamanna“
Annar gíslanna frá Japan, sem ISIS er með í haldi, er sagður eiga við geðræn vandamál að stríða.

Forsætisráðherra Japans fordæmir myndbandið
„Þetta er óásættanlegt ofbeldi“